Mótmæli að kastað sé í Alþingishúsið


   Þótt eðlileg reiði sé í þjóðinni út í hvernig fjárglæframenn,
misvitrir stjórnmála- og embættismenn hafa komið fyrir málum,
má ekki sú reiði  beinast  að verðmætum í  eigu  þjóðarinnar.
Alþingishúsið er eitt þeirra, og gjörsamlega út í hött að láta
reiði sína bitna á því. - Þess utan er Alþingi sá vettvangur sem
þjóðin ræður málum sínum.  - Krafan um kosningar sem fyrst,
þar sem allsherjar uppstokkun fari fram í íslenzkum stjórmálum,
eins og í þjóðfélaginu öllu, er afar skiljanleg, og sem stjórnvöld
verða að virða. 

  Það eru miklir umbrotatímar framundan í íslenzku samfélagi.
Mikilvægt er að sú umbreyting rati í réttan farveg svo íslenzk
þjóð  geti vaxið og dafnað á ný sem slík. -  Róttæk þjóðfylking
á  þjóðlegum grunni verður vonandi niðurstaðan á stjórnmála-
sviðinu. 

 


mbl.is Eggjum kastað í Alþingishúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er nauðsynlegt að tjá tilfinningar svona .  Næst verður kastað grjóti

jonas (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 17:43

2 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Ég lít svo á að nú sé borgarleg skylda allra að mótmæla og hver á að gera það á þann hátt sem honum finnst vera við hæfi, án þess að valda skemmdum.

Eggja, tómata og skyrslettur skemmir ekkert.

Guðmundur uppfylltir þú borgarlega skyldu með því að mótmæla í dag ?

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 8.11.2008 kl. 17:52

3 identicon

Komdu bara næst, þá drukkna þessir örfáu sem að eru í aðalfréttum fjölmiðla eignarhaldsfélagsins innan um þann aragrúa venjulegs borgara sem að var á þessum fundi.

Einar (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 18:25

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þorsteinn. Kom fram í dag að stein-húðin á Alþingishúsinu er afar viðkvæm,
sérstaklega fyrir eggjakasti. Þannig þú getur ekkert fullyrt um að ekki hafi
orðið tjón þarna. Það að ráðast svona á Alþingi MÓTMÆLI ÉG HARÐLEGA.
Þá hef ég margsinnis mótmælt harðlega því ástandi hvernig komið er og
vill allsherjar uppstokkun í pólitíkinni. Þessi róttæka frjálshyggja og þessi
ÖFGASINNAÐA alþjóðahyggja eru hér mestu sökudólgarnir. Því vil ég sjá
róttækan þjóðlegan flokk spretta upp úr þessu ástandi og taka völdin
áður en algjör anarkismi og glundroði skapist.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.11.2008 kl. 21:23

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek undir með þessu öllu hjá þér, Guðmundur Jónas.

Kær kveðja. 

Jón Valur Jensson, 9.11.2008 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband