Bretar komi ALLS EKKI vegna framkomu sinnar


   Það er gjörsamlega út í hött hjá utanríkisráðherra að vilja
ekki blanda saman hryðjuveralögum Breta gagnvart Íslandi
og því, að  flugsveit Breta annist ekki lofvarnir Íslands á
jólaföstu. Að hafna aðkomu Breta að flugrýmiseftirlitinu út af
efnahagsástandi á Íslandi er óviðeigandi. Utanríkisráðherra
á að hafna aðkomu Breta vegna framkomu þeirra á grund-
velli hryðjuverkalaganna sem þeir settu á Ísland og sem enn
eru í gildi. Eins og bent hefur verið á er þetta hliðstætt því
og að Bandaríkjamenn fengu Al-Kaída til að annast loftvarnir
yfir New York. 

   Vonandi skýrist það í dag að utanríkisráðuneytið hafni því
að Bretar komi að loftvörnum Íslands vegna hryðjuverkalag-
anna. Gerist það ekki, á utanríkisráðherra að segja af sér.
Þjóðarstolt Íslendinga er í veði, eins og Össur Skarphéðins-
saon hefur sagt.
mbl.is Ólíklegt að Bretar komi - utanríkisráðuneytið sparar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Í dag er óvinurinn Bretar Bendidikt. Það hlýtur að liggja í augum uppi!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 11.11.2008 kl. 14:26

2 identicon

Ég er ekki viss um að ég sé sammála ykkur, þó að ég skilji ykkar sjónarmið mjög vel. Mín skoðun er sú að við eigum einmitt að fá þá hingað, og láta umheiminn vita að við höfum borgað 50 milljónir fyrir. Þeim peningum tel ég að væri vel varið, því auðvitað býst umheimurinn við því að við séum gjaldþrota og förum ekki að spreða peningum í þetta verkefni nú á þessum tímum. Ef rétt er haldið á spöðunum gæti þetta upphafið mannorð okkar að einhverju leiti útávið.

Stefán K (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband