Þörfin á þjóðlegum stjórnmálaflokki eykst stöðungt


   Það er alveg ljóst að mikil ólga og gerjun er í íslenzku samfélagi
í dag. Ekki síst á stjórnmálasviðinu. Það mál sem mun koma til með
að verða hatrammasta deilumálið eru Evrópumálin. Ekki síst þar sem
þar koma tilfinningar manna sterkt inn. Því þarna verður tekist á
um framtíð Íslands, fullveldi þess og sjálfstæði.

  Svo virðist að mikil átök séu í uppsiglingu á mið/hægri kanti ís-
lenzkra stjórnmála hvað þetta varðar. Í Framsóknarflokknum fara
nú fram hatrömm átök um Evrópumál sem munu kristallast nú á
miðstjórnarfundi flokksins um helgina. Þá er Sjálfstæðisflokkurinn
í þann veginn að klofna í þessu stærsta deilumáli lýðveldistímans.
Nauðvörn formanns Sjálfstæðisflokksins var því að skipa sérstaka
Evrópunefnd flokksins í gær, og í framhaldi á því að kalla saman
landsfund í janúar. En Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur
látið þau orð falla, að aðhyllist fjokkurinn ESB-aðild, klofni hann. Í
Frjálslyndaflokknum heyrast einnig skiptar skoðanir um Evrópumál.

  Í ljósi alls þessa virðist vera að skapast sterkur grunnur  að stofn-
un stjórnmálaflokks á mið/hægri kanti íslenzkra stjórnmála Á ÞJÓÐ-
LEGUM FORSENDUM. Flokkur sem íslenzkir kjósendur gætu treyst
100% í því að standa vörð um fullveldi og sjálfstæði Íslands. Sem
hafnar ALFARIÐ aðild Íslands að Evrópusambandinu. Flokkur sem
vill standa vörð um íslenzka þjóðmenningu og tungu. Flokkur sem
ávalt stendur vörð um íslenzka hagsmuni. Stuðningsflokkur öflugra
landvarna á íslenzkum forsendum. Flokkur sem höfðar til samkennd-
ar og samstöðu þjóðarinnar. Samhjálpar og félagslegs réttlætis.
Flokkur fólksins í landinu, hins venjulega Íslendings, er setur mann-
gildi ofar auðhyggju. Flokkur þjóðlegra gilda og viðhorfa, en jafn-
framt andstæðings kynþáttahyggju. - Flokkur sem lítur á allar þjóðir
og kynþætti á jafnréttisgrunvelli. Flokkur er ber virðingu fyrir lögum
og reglum....

   Svo virðist að tími sé kominn að öll ÞJÓÐLEG ÖFL sameinist nú í
EINUM FLOKKI á þessum ólgutímum.  Íslandi og framtíð íslenzkrar
þjóðar til heilla!

    


 
mbl.is Þrír leiða Evrópustarfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Láttu mig vita ef að þú verður var við stofnun slíkrar hreyfingar of var þörf en nú er nauðsyn

Jón Aðalsteinn Jónsson, 15.11.2008 kl. 22:58

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það eru bara þjóðrembur og þunglyndir einir sem ekki eru jákvæðir að skoða samningsstöðu okkar gagnvart ESB. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 16.11.2008 kl. 00:04

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Gunnlaugur. Smá þunglyndi er skömmunni skárra en algjört VONLEYSI!
Tel mig hins vegar til BJARTSÝNAHÓPSINS og ÞANN LÉTTLYNDA varðandi
ÍSLENZKA FRAMTÍÐ ÁN ESB.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.11.2008 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband