ESB-sinnar vilja kvótann til ESB-ríkja. Hvað þýðir það ?


   Gera Íslendingar sér ekki almennt grein fyrir hversu gríðarlegt
efnahagslegt tjón það yrði fyrir íslenzka þjóðarbúið ef Ísland færi
inn í ESB með frjálst framsal á kvóta? Því ákveðinn hluti kvótans
gæti þá ekki bara lent í höndum útlendinga ákveðinn tíma, heldur
TIL FRAMBÚÐAR. Hvers vegna er þetta stórmál ekki rætt í umræð-
unni um aðild Íslands að ESB?

  Í dag er sjávarútvegurinn ALGJÖRLEGA undanþeginn EES-sam-
ningnum. Þess vegna geta Íslendingar varið fiskveiðiauðlindina
fyrir því að hún komist í eigu erlendra aðila. Við ESB-aðild gal-
opnast á allt slíkt. ENGIN undanþága fæst frá slíku. Þar með
geta ESB- þegnar keypt  meirihlutaeign í íslenzkum útgerðum.
Og þannig komist yfir íslenzkan kvóta. Alþekkt innan ESB, kallað
kvótahopp, og sem m.a hefur lagt breskan sjávarútveg í rúst.

  ESB- sinnar hafa ALDREI svarað þeirri grundvallarspurningu
hvernig þeir ætla að koma í veg fyrir slíkt. Þetta gæti þýtt gríðar-
lega blóðtöku úr íslenzku hagkerfi, ekki síst nú þegar íslenzkur
sjávarútvegur hefur vaxið mjög í hagkerfinu eftir bankahrunið.
Auk alls þessa myndi allir samningar um flökkustofna, eins og
síld, kolmuna  og makríl færast til Brussels. Lítið sem ekkert
kæmi í hlut Íslendinga, sbr meðf.frétt hér á Mbl.is  

  Meðan ESB sinnar hafa ekki komið fram með skýringar hvernig
þeir ætla að koma í veg fyrir jafn augljóst efnahagslegt stórslýs,
göngum við í ESB með frjálst framsal á kvóta, er málflutningur
þeirra VÍTAVERÐUR.  Blekkingarvefur þeirra er ALGJÖR ! Enda
hafa þeir enn ENGIN samningsmarkmið kynnt þjóðinni varðandi
aðildarviðræður við ESB.  Sem líka er VÍTAVERT!
mbl.is Síldarkvóti eykst um 25%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Þessi málverða að koma upp í aðildarviðræðunum er einhver fordæmi fyrir að ef veiðireynsla er ekki fyrir hendi að þjóð fá þá að veiða á því svæði? Ég sé engan meinbug á þessu ef það er haldið að enginn fái að veiða þar sem þeir ekki hafa veiðireynslu síðustu 15 ár þó kvóta ákvörðunin um hvað megi veiða mikið færist til Brussel. Því við erum kannski ekkert betri í ákvarðanatöku um þau mál. Þá er einnig spurning ef olía fyrnst? hvernig er farið með það í samningaviðræðum. Færeyingar halda sínum fiskimiðum þó þeir séu undir Dönum sem eru í sambandinu er það rétt? Það eru önuglega mörg mál sem koma upp í viðræðum um aðild og við verðum á endanum að vega hagsmunina frá öllum hliðum ég trúi ekki að samningur verði samþykktur ef hann er ekki hagstæður í heildina.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 16.11.2008 kl. 16:50

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jón.  Þú miskilur hér. Er hér að benda á að með ESB-aðild galopnast fyrir
erlenda aðila að fjárfesta í íslenzkri útgerð OG KOMAST ÞANNIG BAKDYRA-
MEGIN INN Í FISKVEIÐILÖGSUNA.  Það er það sem ég er hér fyrst og fremst
að benda á.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.11.2008 kl. 16:57

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Færeyingar eru ekki í ESB.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.11.2008 kl. 16:58

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Svo eitt í viðbótt. Eitt er 100% víst varðandi ESB-aðilda. ENGAR undanþágur
fást varðandi fjárfestingar útlendinga í sjávarútveginum. Yrði skýrt brot á
Rómarsáttmálanum. Enda hefur ENGINN ESB-sinni getað fullyrt annað og
sannað.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.11.2008 kl. 17:07

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Guðmundur nú þegar eru möguleikar á að erlendir eigendur komist að kvótanum. Því að flest útgerðafyrirtæki eru með erlend lán og skv. Íslenskum lögum geta erlendir aðila eingnast hluta í þessum fyrirtækjum. þEIR verða hinsvegar að selja hann eftir ár. Þeir mega samt sem áður eiga minnihluta í þeim áfram.

Magnús Helgi Björgvinsson, 16.11.2008 kl. 17:17

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og við gætum gert eins og með orkuna. Þ.e. við heimtum að fyrirtæki sem eigi kvóta séu hér á landi með aðsetur. Þannig að þau borga sína skatta og skildur hér.

Magnús Helgi Björgvinsson, 16.11.2008 kl. 17:19

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Tæknilega er þetta mögulegt með erlenda lánastofanir. En lögin
banna að ´sú útgerð sem lendir í þrot gagvart erlendri lánastofnun að
geti notað kvótan áfram. Hann er formlega eign íslenzka ríkisins. Í dag
verða ÖLL sjávarútvegsfyrirtæki að vera LÖGSKRÁÐ á Íslandi þannig að í
dag er 100% tryggt að hver sporður veiddur á Íslandsmiðum skili sér inn í
íslenzkt hagkerfi. - ENGINN trygging verður fyrir því göngum við í ESB.
Sem er STÓRKOSTLEGT EFNAHAGSLEGT MÁL fyrir þjóðarbúið.

Hvers vegna hefur t.d Samfylkingin EKKI skýrt fyrir þjóðinni hennar
samningsmarkmið varðandi sjávarútveginn í aðildarviðræðum um
ESB?  Hvers vegna ekki?  Það er með öllu´óásættanlegt Maagnús.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.11.2008 kl. 17:32

8 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Þú veist að við getum ekki mismunað eftir þjóðerni að fyrirtæki
eigi að lögskrá sig hér  skv Rómarsáttmálanum. En Rómarsáttmálinn nær ekki til íslenzks sjávarútvegs þar sem hann stendur utan við EEES Orkufyrirtækin geta bara ekki annað en lögskráð
sig hér, því orkan er unnin á Íslandi. Gegnir allt öðru máli með skip sem
geta skilgt frjáls milli landa. Það getur td Landsvirkjun ekki.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.11.2008 kl. 17:42

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll ágæti Guðmundur og takk fyrir síðast, "eigi skal gráta Björn bónda heldur safna liði".

Við skulum ræða málin fara vel yfir stöðuna og verja þau vígi sem við höfum. Ég er ekki svartsýnn ef við höldum rétt á spilunum.   

Sigurður Þórðarson, 16.11.2008 kl. 19:20

10 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Við höfum séð núna að það eru engar sérreglur Ísland reyndi að mismuna innistæðueigendum vegna sérstakra aðstæðna hér hvernig fór það. Við höfum svarið núnaóg þurfum ekki að eyða meiri tíma í þetta batterí heldur að byggja hér þjóðfélag sem að í framtíðinni verður þannig að ESB vill koma til okkar.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 16.11.2008 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband