Icesave ,,lausn" í boði Samfylkingar


    Hvernig  í ósköpunum  getur ríkisstjórnin  skrifað  upp á
fjárskuldbindingar upp á rúma  600 milljarða króna án þess
að spyrja þing  eða  þjóð  að því? Hvar í veröldinni yrði  slíkt
látið viðgangast? Í hvers konar þjóðfélagi búum við eiginlega?

  Ljóst er að ríkisstjórnin hefur látið kúa sig bæði vegna
þvingunarskilmála Evrópusambandsins og Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins. Ríkisstjórnin klúðraði málinu strax í upphafi.
Einkum og sér í lagi vegna undirlægjuháttar Samfylkingar-
innar gagnvart Bretum og Evrópusambandinu. Hvorki mátti
styggja þessa einkavini Samfylkingarinnar, því annars yrði
fyrirhugaðri aðildarumsókn Íslands að ESB stefnt í hættu.
Því voru Bretar látnir komast upp með það að setja á Ís-
land hryjuverkalög. Engin ríkisstjórn í veröldinni hefði látið
slíkt viðgangast án KRÖFTUGRA mótmæla OG STERKRA við-
bragða.  EKKERT af því var gert. EKKERT -  Hvorki gagnvart
NATO með formlegum hætti eða yfirstjórn ESB, en lögin eru
klárlega andstæð reglum NATO og ESB.  Og nú situr íslenzk
þjóð  í mestri skuldasúpuóvissu frá upphafi. ALLT út af ráða-
leysi og undirlægjuhætti Samfylkingarinnar, með samþykki
hinnar máttvana flokksforystu Sjálfstæðisflokksins.

  Það hefur ALDREI verið eins rík þörf á að stokka upp í íslensk-
um stjórnmálum og í dag. Það hefur ALDREI verið eins mikil
þörf á að ÖLL ÁBYRG ÞJÓÐLEG ÖFL sameinist í einni stjórnmála-
hreyfingu til bjargar framtíð Íslands og íslenzkri þjóð og einmitt
í dag. Og það hefur ALDREI verið eins þýðingarmikið og nú að
skipta út ríkisstjórn og hinu spillta embættismannakerfi, ásamt
því að draga þá til fullrar ábyrgðar sem hruninu ollu.  - Þjóðin er
reið, og krefst allsherjar uppstokkunar í íslenzku samfélagi, og
þess að auðlindum hennar verði bjargað undan erlendum yfirráða-
áformum Samfylkingarinnar og öðrum ESB-sinnum.   
mbl.is Veit ekki hvað í þessu felst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Ég er sammála því Guðmundur að sannarlega þarf að stokka upp, og koma þeim að verki sem kunna að vinna, og koma þeim í burtu sem engu gagni sinna.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.11.2008 kl. 00:29

2 identicon

Sæll nafni, var að spá í hvernig þú vissir hvaða upphæð það er sem stendur út af eignastöðu og mun lenda á ríkinu?

Sé að þú fullyrðir að um liðuga 600 milljarða sé að ræða, þannig að þú ert einhverstaðar frá með upplýsingar sem öðrum eru huldar.

Eftir sem áður er þetta hræðilegur ávinningur af löngu samstarfi Íhalds og Framsóknar. 

Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 00:45

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Nefndu ekki hina Evrokratisku Framókn á nafn við mig í dag nafni. Það veit
ENGINN hvaða upphæð er hér á ferð, og ALLRA SÍST ríkisstjórnin. Sem
gerir samning svona gjörsamlega út í bláinn!! Í hverskonar bananalýðveldi
búum við eiginlega?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.11.2008 kl. 00:52

4 Smámynd: haraldurhar

    Þetta rugl að við eigum ekki að standa við skuldbindingar okkar gangvart erlendum innistæðueigendum skil ég bara ekki að ábyrgur maður geti haldið fram.

   Skaðinn er við höfum hlotið af bullinu í Davíð, að bara se að skipta um kennitölu, og greiða ekki erl. skuldir hefur valdið okkur ómældum skaða. Jafnframt tel ég að neyðarlöginn varðandi yfirtöku á innl.stafssemi bankanna hafið verið vanhugsuð og standist enginn lög.  Margra ára þrætur eigi eftir að valda okkur ómældu tjóni vegna þessarar lögleysu.

    Ef skuldbindingin er gengið var frá í dag, er einungis um greiðslu rúmra tuttuguþúsund evra á innistæðueigenda, þá er ég næsta viss að ekki kemur til þess að við þurfum að geiða neitt.  Aftur á móti ef við verðum látinn ábyrgjast allar innistæður ´þá gæti málið litið öðruvísi út, en fyrir mér er vandséð hverning á að ábyrgjarst allar innistæður hér á landi, en ekki í útibúum erl. þarna er um að ræða mismunum er ég tel að ekki verði liðinn.

haraldurhar, 17.11.2008 kl. 01:11

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þetta rugl að við eigum ekki að standa við skuldbindingar okkar gangvart erlendum innistæðueigendum skil ég bara ekki að ábyrgur maður geti haldið fram.

Voru bankarnir kanski í eigu ríkisins? Af hverju á almenningur að standa við skuldbindingar banka í eigu einkaaðila? Tryggingasjóður átti samkvæmt samningum EEA að sjá um þetta.

Þetta er einmitt sú staða sem Davíð Oddsson varaði við.

Viltu kanski einnig borga hinar skuldbindiingar bankanna? Skuldir þeirra við aðra banka og aðrar fjármálastofnanir og skuldabréf þeirra. 170 bankar og fjármálastofnanir eiga kröfur í þrotabú bankanna. Viltu einnig láta þær falla á almenning? Innistæðurnar eru einungis toppurinn á ísjakanum.

Ég hvet þig til að kaupa lágfreyðandi heilaþvottaefni og hella því út í kaffið í aðalstöðvum Samfylkingarinnar. Þá kanski fara sumir að sjá hversu illa er vegið að Íslandi af þessu bandlagi aumingja í Evrópu.

Gunnar Rögnvaldsson, 17.11.2008 kl. 03:23

6 identicon

Ekki gleyma því að almenningur í þessum löndum sem þið nefnið er í sömu stöðu og við. Það fólk kennir ekki Íslandi eða Íslendingum um ófarirnar, það er jafn ráðalaust og við hérna. Hverjum má treysta?

Káta (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 03:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband