Samfylkingin ber 100% ábyrgð !
19.11.2008 | 00:35
Utanríkisráðherra hefur nú upplýst að hafa setið hvorki meira
né minna en 6 fundi á árinu með bankastjórn Seðlabankans, þar
sem fjallað var um erfiða stöðu bankakerfisins. Auðvitað vissu
allir ráðherrar Samfylkingarinnar um hina alvarlegu stöðu í banka-
kerfinu allt frá upphafi. Bankamálaráðherrann manna mest. Að
gefa annað í skyn er meiriháttar blekkingaleikur og aum tilraun
til að fría sér ábyrgð.
Það segir sig sjálft að Samfylkingin ber að stærstum hluta
hina pólitísku ábyrgð í bankahruninu. Hún hafði það ráðuneyti
banka- og viðskipta sem eðli málsins samkvæmt bar hina póli-
tísku ábyrgð á bönkunum. - Líka fjármálaeftirlitinu. - Þess utan
brást utanríkisráðherra ALGJÖRLEGA í icesave málinu þegar
bresk stjórnvöld settu hryðjuverkalög á Ísland. Undirlægju-
hátturinn er slíkur að enn í dag eru þessi hryðjuverkalög yfir
haus okkar. - Hvergi í veröldinni myndi nein ríkisstjórn láta
slíka niðurlægingu ganga yfir sig. - Það gerir hins vegar Sam-
fylkingin í boði utanríkisráðherra.
Samfylkingin er svo gjörsamlega vanhæf að fara með hagsmuni
þjóðarinnar. Hvorki hér innanlands og því síður erlendis. Þennan
flokk þarf að einangra sem fyrst úr íslenzkum stjórnmálum.
![]() |
6 fundir með seðlabankastjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Geir og Árni Matt sátu þar líka og sögðu að þeir hefðu framkvæmt allt sem Seðlabankinn ráðlagði.
Magnús Helgi Björgvinsson, 19.11.2008 kl. 00:37
Og líka 100% Samfylkingin í umboði Ingibjargar Sólrúnu!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.11.2008 kl. 00:41
Þetta er frétt af www.ruv.is
Og svo þetta:
Þannig þessir fundir segja okkur ekkert og þú getur eiginlega ekki klínt þessu á Ingibjörgu þegar að fjármálaráðherra og Forsætisráðherra og yfirmaður efnahagsmála telja að ekkert nýtt hafi komið fram sem ekki þegar var komið í vinnslu.
Magnús Helgi Björgvinsson, 19.11.2008 kl. 00:48
Magnús Helgi. REYNDU ÞETTA EKKI GAGNVART REIÐRI ÞJÓÐ! ÆTTIR AÐ SKAMMAST ÞÍN!!!!!!!!!!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.11.2008 kl. 00:51
EINS OG ALLT ÞETTA SAMFYLKINGARLIÐ!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.11.2008 kl. 00:54
Ég vona að Magnús Helgi skammist sín ekki. Auðvitað ber Samfylkingin einhverja ábyrgð. Hún er þó smávægileg miðað við ábyrgð núverandi og fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, sem hér hafa stjórnað og mótað peningamálastefnu frá 1991!
Þessir menn hljóta að bera mesta ábyrgð ráðamanna á bankahruninu. Það þarf duglegan heilaþvott og vænan dass af þvermóðsku til að halda öðru fram.
Baldur (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 02:41
Já hún ber 100% ábyrgð enda er allt þetta gallaða stjórnlausa stjórnkerfi byggt á veru Samfylkingarinnar í ríkisstjórn síðustu áratugina. Hinsvegar er ennþá von til þess að Sjálfstæðisflokkurinn komist í ráðandi stöðu á næstunni og nái að taka til eftir ruslaralýðinn sem hefur stýrt þjóðinni í þessar ógöngur. Eða þannig.
Þórhallur Hjartarson (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 03:34
Guðmundur..! Taktu Magnús Helga þér til fyrirmyndar!
Hann iðkar gagnrýna hugsun og er tilbúinn að sjá villur síns flokks (sjá nýlegt blogg hjá honum).
Það virðist dýpra á því hjá þér, eins og hjá mörgum hinum eldri sjálfstæðismönnum. Böðlast áfram með þvermóðsku og reiði, og reyna að hvítþvo sitt fólk með því að færa skítinn yfir á aðra.
Held miklu frekar að skömmin sé þín.
Einar (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 08:18
Einar. Er ekki í Sjálfstæðisflokknum. Hins vegar til margra ára í Framsókn.
Hef sagt mig úr þeim flokki, og gagnrýnt hann harðlega. Og Sjálfstæðis-
flokkinn líka. Magnús heldur hins vegar uppi blindri vörn fyrir Samfylkinguna.
Þannig skil ekki þín skilaboð hér.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.11.2008 kl. 09:52
Utanríkisráð"herrann" er þá kameljón eftir allt saman!
Jón Valur Jensson, 19.11.2008 kl. 19:45
Kamel Jón eins og Samfylkingin? - já, þau geta í hlutarins eðli ekki borið ábyrgð. Enda taka þau ekki eftir því þegar litbreytingarnar fara fram. Það skeður alveg sjálfkrafa. Regnbogar eru eiginlega auðveldari viðfangs, og jafnvel gott veður í Aðsigi.
Gunnar Rögnvaldsson, 19.11.2008 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.