Þjóðlegt borgaralegt afl á leðinni !
19.11.2008 | 21:10
Allt bendir til að áhuginn fyrir stofnun stjórnmálaflokks á
þjóðlegum borgaralegum grunni fari dag vaxandi. Í kvöld-
fréttum RÚV kom fram hjá Bjarna Harðarsyni, sem sagði af
sér þingmennsku fyrir Framsóknarflokkin fyrir skömmu, að
mikill áhugi virðist vera meðal framsóknar- og sjálfstæðis-
manna fyrir stofnun slíks flokks. Evrópumálin væru þar
aðal ástæðan. Sjálfur útilokar Bjarni ekki aðkomu að slíkum
þjóðlegum borgarasinnuðum flokki.
Það er alveg ljóst að gríðarleg og hatrömm átök eru í upp-
siglingu í Evrópumálunum. Samfylkingin og önnur and-þjóð-
leg öfl ætla að nýta sér efnahagsöngþveitið og knýja fram
aðildarumsókn að ESB. Svo virðist að henni sé að takast
það. ESB-trúboðið hefur nú yfirtekið Framsókn, og innan
Sjálfstæðisflokksins gera ESB-raddirnar háværar, og hygg-
jast hafa yfirhöndina á landsfundi flokksins í janúar. Í ljósi
alls þessa er því að skapast sterkur grundvöllur fyrir þjóð-
legt borgaralegt afl. Sem gæti auk þess orðið hluti að þeirri
nauðsynlegri pólitískri uppstokkun og hreinsun á mið/hægri
kanti íslenzkra stjórnmála eftir bankahrunið og þeirri gríðar-
legri spillingu sem því tengist. - Þá yrði æskilegt að sem flest-
ír úr Frjálslyndaflokknum kæmu til liðs við slíka þjóðlega borg-
aralega fjöldahreyfingu.
Það hefur aldrei verið eins hart sótt að íslenzku fullveldi og
sjálfstæði og einmitt nú. Því hefur aldrei verið eins mikilvægt
að öll þjóðleg öfl sameinist í varnarbaráttunni sem fram undan
er. Því einungis SAMEINUÐ þjóðleg öfl geta nú snúið vörn í
sókn. Því er afar brýnt að vettvangurinn skapist sem fyrst í
þjóðlegum borgaraflokki.
Áfram Ísland !
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt 20.11.2008 kl. 01:15 | Facebook
Athugasemdir
Svona sér Egill Helgason þetta fyrir sér á síðunni sinni:
Magnús Helgi Björgvinsson, 19.11.2008 kl. 21:36
Sæll Guðmundur.
Án efa mun fara fram eitthvað uppgjör, í sviði stjórnmálanna, hins vegar mun þar skilja á milli manna sem aðhyllast núverandi fiskveiðistjórn og þeirra sem gera það ekki.
Frjálslyndi flokkurinn hefur nú þegar fengið í sínar raðir fyrrum liðsmenn úr Framsóknarflokknum fleiri en einn, og ég spáí því að þangað muni menn koma sem flýja sína gömlu flokka, þótt Egill minnist ekki á þann flokk í því se Magnús setur inn hér að ofan, en það er svo venjulegt að varla tekur að nefna.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 20.11.2008 kl. 01:22
Láttu vita ef að eitthvað verður úr þessu
Jón Aðalsteinn Jónsson, 20.11.2008 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.