Furðulegt ESB-trúboð ASÍ


    Það er alveg með ólíkindum hversu sterkt og ákaft ESB-
trúboðið  hjá  ASÍ er þessa daganna. Enginn munur þar á
og Samfylkingunni. Mætti halda að ASÍ-forystan fengi greitt
fyrir þetta frá Brussel. Annað eins hefur gerst þegar Bruss-
elvaldið hefur viljað hafa áhrif á skoðanamyndun í því landi
sem Brussel telur ákjósanlegt aðildarríki. Nægir þar að nefna
Tékkland í því sambandi. Þar fengu jámenn miklan fjárhags-
legan stuðning frá Brussel meðan andstæðingarnir urðu ein-
göngu að treysta á sjálfa sig. En með slíkum fjárstuðningi er
Brusselvaldið með gróflega íhlutun í innanríkismál viðkomandi
ríkis.

  ASÍ forystan virðist heltekin af  ESB-trúboðinu  sem  aldrei
fyrr. Þótt ALLT bendi til að aðild Íslands að ESB og upptaka
evru myndi hafa mjög neikvæð  áhrif á afkomu  launþega  á
Íslandi.  Fyrir utan stórversnandi afkomu sjómanna og bænda.

  Ef framheldur sem horfir er fullkomin ástæða til að láta kanna
fjárhagsleg tengsl ASÍ við Brussel. - Íhlutun Brusselsvaldsins í
íslenzk innanríkismál er algjörlega óþolandi!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Auðvita er ASÍ að horfa til hagsmuna félagsmanna sinna. Nú þegar útlit er fyrir að krónan fari enn lengra niður og/eða að við þurfum að eiga og nota milljarðar til að koma henni á flot.

ASÍ horfir kannski til þess að vöruverð t.d. í Svíþjóð lækkaði um allt að 20 til 30% við inngöngu í ESB.  Það er horft til þess að seðlabanki okkar þurfi ekki að liggja með hundruð og helst þúsundir milljarða í varasjóðum í gjaldeyri. Það er horft til þess að að kannski 80% af okkar viðskiptum og samskiptum eru við ESB ríki. 

Held að þú þurfi ekki að óttast að ESB sé að styrkja ASÍ.

Svo kannski ættir þú að horfa til þess að ASÍ hefur sérfræðinga sem hafa skoðað þessi mál um áraraðir. Ef að þessu fylgdu ekki fleiri kostir en gallar hefð miðstjórn ASÍ aldrei sem þykkt þessa stefnu. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.11.2008 kl. 14:26

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Furðulegt með ykkur vinstrisinna. Þurfið alltaf að treysta á einhvern Stórabróður. Fyrst var það " Sovét Ísland, hvenær kemur þú" - Og nú "ESB
Ísland, hvenær kemur þú". EKKERT að marka þessa ,,sérfræðinga" ASÍ fremur en alla sérfræðinga greiningadeilda gömlu bankanna.

Guðm.Ólafsson hagfr. og mikill ESB sinni spáir MIKILLI kreppu á evrusvæðinu og innan ESB næstu árin. Segir ESB tæknilega gjaldþrota.
Enda bulllandi vandræðagangur þar í dag. Á Spáni  sem bæði er í ESB
og með evru og meir að segja 100% kratastjórn er í dag 10% atvinnu-
leysi og spáð allt upp í 15% á næstunni. - Þannig ESB aðild er ekkert
annað en ávísun á framtíðarkreppu. Alla vega ALLS engin kjarabót eins
og ESB-trúboðið í ASÍ heldur fram.  Einmitt að halda okkur UTAN ESB
getum við átt bjarta og góða framtíð með allar okkar auðlindir, fiskimið
og mjög líklega olíuauðlindir.

Matarverð er einungis pólitísk ákvörðun íslenzkra stjórnvalda hverju sinni
og hefur EKKERT með ESB  að gera.

ASÍ hefur gegnum árin haft mjög náiin gengsl við ESB gegnum EES. Sterk
persónuleg sambönd hafa  þar myndast, enda ekki eðlilegt hvernig  ESB-
forystan hagar sér.  Nánast froðufellur í ESB-trúboði sínu. 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.11.2008 kl. 14:45

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það var ekki ESB sem fann upp alheimsviðskiptin. En flest lönd heimsins hafa notið hennar í einhverjum mæli í sambandi við vöruverð á vissum vörum. En þó er það svo að margir hlutir hafa orðið mun verri með tilkomu ESB, en það eru til dæmis þeir tollamúrar sem sambandið hefur byggt upp í kringum efnahagssvæðið, og einnig sú staðreynd að fákeppni hefur aukist eftir að hinn innri markaður og EMU komst á koppinn.

En það er þó eitt atriði sem ESB hefur tekist að stórauka gersamlega síðustu 30 árin, en það er hátt og varanlegt langtímaatvinnuleysi til handa launþegum sem flestir eru í samtökum á borð við ASÍ. Massíft 8-10% atvinnuleysi er aðalsmerki ESB ásamt tilheyrandi félagslegum ömurleika.

ESB hefur valdið varanlegum skaða á vél samfélags-bifreiðarinnar. Hún er núna aflvana og það eru alltof margir farþegar í bifreiðinni miðað við vélarstærð. Þessvegna fer þessi bifreið ekki neitt lengur, nema í meðbyr og á hjólastígum, því ekkert bensín dugar til að draga rútu með 20-30 milljón atvinnuleysingjum með 10 hestafla mótor. Það er varanlega búið að stór skaða samfélagvélina í ESB. Það er árangur áætlunargerðarmanna Brussel. Þessvegna mun ESB halda áfram að verða fátækara og fátækara miðað við Ísland og til dæmis Bandaríkin.

Ekki einu sinni einn ódýr innfluttur kexpakki getur bætt fyrir ömurlegan atvinnumarkað og lág laun. Full atvinna er besta trygging gegn vesæld og félagslegum ömurleika.

Það er einnig átakanlegt að sjá Svíþjóð gleypta af ESB því núna er Svíþjóð tröllum gefið, gleymt og horfið á vettvangi utanríkismála. Núna er það Noregur sem hefur sterka rödd á vettvangi alþjóðamála. Svíþjóð var því miður tröllum gefið og flestir Svíar naga sig í djúp handabökin, en það er engin leið út úr ESB aftur. Núna heyrist ekkert frá Svíþjóð lengur.

Svíþjóð hvað ?

Gunnar Rögnvaldsson, 20.11.2008 kl. 17:58

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ísland ætti því passa vel uppá 8 cylendra aflvél Íslenska samfélagsins. Hún mun brumma vel áfram þessi vél enda knúin af frelsi og stórkostlegu afli þess.

Gunnar Rögnvaldsson, 20.11.2008 kl. 18:04

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk Gunnar. Ljóst er að ESB vill allt til gera að Ísland gangi inn í ESB með
allar sínar auðlindir. Í sjónvarpinu í kvöld sagði stækkunarstjóri ESB að
Ísland fengi litlar sem engar undanþágur frá sjávarútvegsstefnu ESB. Samt
hvatti hann Ísland til að ganga þar inn. Því Ísland gæti frekar breytt sjávar-
útvegsstefnu ESB í sína þágu innan ESB fremur en utan. Þvílik hræsni og
blekking. Fyrst Bretar nærst stærsta þjóð ESB hefur ENGU tekist að þoka
með sjávarútvegsstefnu ESB hver trúir er smáþjóðin Ísland geti gert það
frekar? Helst hin óþjóðlega Samfylking, sem lætur hagsmuni og fullveldi
Íslands síg ENGU skipta.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.11.2008 kl. 20:39

6 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sammála þér ég veit ekki til þess að ASI hafi sótt umboð frá okkur til þessa fundahalda ættu frekar að snúa sér að verðtryggingunni

Jón Aðalsteinn Jónsson, 20.11.2008 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband