Samfylkingin komin á flotta og Geir hissa !


   Flótti Samfylkingarinnar úr ríkisstjórn er hafin. Og bara HÚRRA
fyrir því!  Bæði umhverfisráðherra og viðskiptaráðherra vilja kosn-
ingar á næsta ári. Kemur forsætisráðherra í opna skjöldu í Kast-
ljósviðtali í kvöld. ,, Það verða allir að standa í lappirnar" segir
hann, og segist heldur vilja pólitiskan stöðugleika á næstunni
en kosningar. ,,Ég er dálitið hissa" sagði Geir.

  Hissa? Hissa á Samfylkingunni? Vonandi er að renna upp fyrir
formanni Sjálfstæðisflokksins hversu herfileg pólitísk miðstök
það voru að leiða jafn óábyrgan og and-þjóðlegan flokk  til vegs
og virðingar í íslenzkum stjórnmálum eftir síðustu kosningar. Þar
brást Sjálfstæðisflokkurinn algjörlega sinni þjóðlegri borgaralegri
skyldu að halda slíkum flokki utan við áhrif í íslenzkum stjórnmálum.
Sem nú hefur komið Sjálfstæðisflokknum og ekki síður þjóðinni í koll.

  Samfylkingin er hættulegt stjórnmálaafl. Situr á svikráðum við
þjóðina. Vinnur að því nótt og dag að koma þjóðinni undir erlend
yfirráð. Einmitt nú þegar þjóðin er hvað veikust fyrir eftir eitt mesta
efnahagslega áfall í sögu lýðveldisins.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Síðast þegar fréttist voru það framsóknarmenn sem sáust á flótta !

Bjarni harðarson á harðahlaupum í þúfunum í Flóanum !

Guðni Ágústsson á hlaupum á eftir flugvél á leið á  sólarströnd !

JR (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 21:41

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bíddu er það flótti að lýsa yfir vilja til að verða við óskum fólks um kosningar?

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.11.2008 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband