Uppgangur vinstri-öfgamanna verður að linna !
6.12.2008 | 00:17
Þetta er hræðilegt! Skv. nýrri skoðanakönnun MMR eru vinstri-
grænir orðnir stærsti flokkur landsins. Þvílík ömurleg framtíðarsýn
fyrir íslenzka þjóð. Afdakaður sósíaliskur uppvakningur frá fyrri öld
orðinn að forystuaflinu í íslenzkum stjórnmálum. Hvað er að gerast
eiginlega? Því innan þessa flokks eru ekki bara afdankaðir sósíal-
istar. Innan hans rúmast einnig ótal sellur vinstrisinnaðra róttæk-
linga og stjórnleysingja. Sem mjög hafa haft sig í frammi að undan-
förnu. Þá er alþjóðahyggja VG sönn við sig. Því Vinstri grænir eru
ekki einu sinni treystandi lengur í Evrópumálum. En formaður þing-
flokks VG hefur nú opnað á atkvæðagreiðslu um ESB.
Skv. könnun MMR er fylgi við Framsóknarflokkinn endanlega
hrunið eftir yfirtöku ESB-sinna á flokknum. Mælist nú með 4.9%
fylgi í stað 9.2% í október. Þar með hafa ESB-sinnar endanlega
gengið frá flokknum. Til hamingju með það ESB-sinnaðir ,,framsókn-
armenn". Framsókn orðin örsmár Evrókrataflokkur sem á ekkert
annað eftir en að ganga í Samfylkinguna.
Þá mega Frjálslyndir alvarlega hugsa um sinn gang. Komnir niður
í 3%. Eitthvað míkið að þar á bæ. - Alvarlegast er þó ástandið í
Sjálfstæðisflokknum. Það að hafa myndað ríkisstjórn með Samfylk-
ingunni er sífellt að koma flokknum í koll. Því með myndun núverandi
ríkisstjórnar með eldheita ESB-sinna innanborðs brást Sjálfstæðis-
flokkurinn illilega sinni þjóðlegu borgaralegu skyldu.
Athygli vekur að 8% aðspurða vilja kjósa aðra flokka en buðu sig
fram í síðustu alþingiskosningum. En einungis 2.5% vildu það í okt-
óber. Í ljósi þessarar könnunar er mikil gerjun í íslenzkri pólitík.
Augljóst er að þörfin á ákveðnum borgaralegum stjórnmálaflokki Á
ÞJÓÐLEGUM GRUNNI hefur aldrei verið eins brýn og nú. Flokki sem
er trystandi til að standa vörð um sjálfstæði þjóðarinnar á tímum ESB-
trúboðs, og kveða niður hinn sósíaliska uppvakning frá fyrri öld í eitt
skipti fyrir öll!
Við horfum jú fram á 21 öldina, ekki satt?
Vilja nýja stjórnmálaflokka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú heldur að fall Sjálfstæðisflokksins sé vegna ríkisstjórnarsamstarfs við Samfylkinguna.
Furðuleg kenning, svo ekki sé meira sagt.
Pax pacis, 6.12.2008 kl. 00:32
Pex. Skil ekki þína athugasemd!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.12.2008 kl. 00:36
Sæll Guðmundur.
Mín skoðun er nú sú að vegna þess að VG er eini flokkurinn sem menn telja öruggt að vilji ekki ESB safnist fylgi þangað.
Er hins vegar innilega sammála þér að öll sú hin fáránlega öfgaumhverfismennska sem rekin hefur verið úr herbúðum þessum undanfarin ár ásamt femínisma að mig minnir einnig á lítið skylt við nútímann.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 6.12.2008 kl. 00:37
En Guðrún. Alls ekki lengur. Ögmundur formaður þingflokks VG vill nú ólmur
láta kjósa um ESB! VG hafa því GALOPNAÐ á ESB!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.12.2008 kl. 00:42
Hahaha, hversu mikið meira verr getur nokkur flokkur rústað heilu landi en Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú þegar gert!!!???
Þór Jóhannesson, 6.12.2008 kl. 00:45
Ef menn hlusta og lesa þá vildi Ögmundur láta ESB málið í þjóðaratkvæði eftir upplýsta umræðu í þjóðfélaginu en ekki taka afstöðu til upphrópana.
Sagði ekkert um að VG hefði breytt um stefnu heldur tók fram að hann væri enn harðar andstæðingur ESB en áður
Bara lesa og hlusta áður en dregnar eru ályktanir.
101 (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 00:45
Hahaha ha Þór. Er ekki í Sjálfstæðisflokknum. Þú ert kannski í Samfylkingunni! Sem hefur þekið 100% þátt í sjórn landsins hátt í 2 ár!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.12.2008 kl. 00:50
101. Enginn lætur kjósa um það sem viðkomandi er á móti! Er það hjá ykkur Vinstri grænum? Athyglisvert, eða hitt þó heldur!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.12.2008 kl. 00:53
Ögmundur getur verið á móti ESB en samt viljað leyfa þjóðinni að kjósa um það. Þetta heitir lýðræði. Og síðan ræður meirihluti. Annað heitir fasismi. Fasistar vilja ekki leyfa fólki að kjósa um það sem þeir eru á móti. Athyglisvert?
Rósa Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 01:01
Rósa. Þetta heitir HRÆSNI! Ef Ögmundur er þjóðlega sinnaður og einlægur
ESB andstæðingur myndi hann ALDREI ljá máls á framgöngu ESB-aðilidar,
þar með EKKI að um slíkt andþjóðlegt rugl sé kosið. En Ögmundur er meiri-
háttar alþjóðasinnaður tækifærisinni, AND-ÞJÓÐLEGUR eins og þið öll í VG!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.12.2008 kl. 01:09
Sannarlega rétt hjá þér - það að fylgi VG fari upp er vægast sagt undarlegt - engar lausnir - engar nýjar sýnir eða leiðir - Það eina sem hefur komið frá Steingrími var að bjóðast til þess að fara í leynileiðangur til Noregs fyrir Geir. Leynileiðangur - maðurinn sem vill hafa allt uppi á borðinu - allt gegnsætt -
Jú hann er með allt gegnsætt - vegna þess að leiðir hans eru eins og nýju fötin keisarans - blekking.
Þór Jóhannesson aðal aðdáandi Geirs H. gerir alltof mikið úr honum. Geir er kanski öflugur - en að hann hafi sett bankakreppuna af stað í USA - ÆÆÆ það held ég varla - Þór minn þú verður að kunna þér hóf í dýrkuninni. Hitt er svo annað að þegar stjórninni tókst að verjast vogunarsjóðunum fyrir nokkrum mánuðum sem og að lágmarka tjónið sem útrásarkóngarnir hafa valdið þjóðinni - það er allt annað mál og þar á enginn stærri hlut en Geir H Haarde. En kæri Þór - heimskreppu hefur Geir ekki bolmagn til að hrinda af stað. Ekki einu sinni með stuðningi þínum.
Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 01:21
Guðmundur: Ég á við að þú teljir ríkisstjórnarsamstarfið vera ástæðu fylgishrunsins fremur en þá staðreynd að Sjálfstæðisflokkkurinn er guðfaðir frjálshyggjustefnunnar sem hefur viðgengist auk þess að vera ábyrgur fyrir eftirliti fjármálafyrirtækja sl. 17 ár.
Pax pacis, 6.12.2008 kl. 01:21
Auðvitað eru vinstri rauðir á uppeið....þeir hafa aldrei þurft að axla neina ábyrgð, bara verið á móti öllu...alltaf !
Stefanía, 6.12.2008 kl. 01:31
Kallaðu mig skepnu. Kallaðu mig hvað svo sem þér finnst. En mér leiðist ekki þín persónulega tilvistarkreppa.
Framsókn er dauð. Steindauð. Og allt sem heitir "mið-hægri".
Sú hörmung kemur aldrei aftur. Sættu þig við það.
Hallelújah! Hamingjunni sé lof!!
Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 01:47
Við sjálfstæðismenn verðum bara að viðurkenna að enginn annar hefur verra fjármálarekord en við. Ekki bara á landinu okkar fagra heldur á norðurhveli jarðar.
Við Íslendingar viljum alltaf vera bestir og eiga heimsmet í öllu þegar miðað er við höfðatölu.
Núna hefur okkar ágæti sjálfstæðisflokkur sett bæði fjármálaskandals heimsmet sem og jafnað Nígeríu í spillingu.
Þó að við höfum stefnt landinu í svona gríðarlegar skuldir og meiri en aðrar þjóðir í heimskreppunni, þá erum við samt flottastir.
Jafnvel þó að Sjálfstæði okkar þjóðar sé í hættu vegna risaskulda þá er ljóst að við getum verið sjálfstæð þjóð þó að útlendingar eignist bankana okkar. Auðlyndirnar fylgja að vísu með en það er aukaatriði.
En að láta sér detta í huga að Vinstri grænir geti stjórnað landinu er fáránlegt !!!!!!!!
Þó þeir hafi varað við ástandinu í áraraðir og haft rétt fyrir sér. Þá eru þeir bara rauðir mótmælendur og vita ekkert í sinn haus. Við sjálfstæðismenn kunnum þetta allra best. Við settum heimsmet í klúðri og núna setjum við heimsmet í feluleik í kjölfarið. Enginn mun sjá hvað fór framm í raun og veru. Ég mun sjá persónulega til þess. Davíð Oddson setti að vísu landið á hausinn vegna persónulegra deildna við Jón Ásgeir Jóhannesson en það er í góðu lagi. Einu sinni Sjálfstæðismaður ávalt sjálfstæðismaður !
(þessi pistill er tileinkaður þeim Íslendingum sem enn eru í bullandi afneitun og beita aðferðafræði alkans til að fela einkenninn. Vandamálið er ekki alkans heldur allra annara. Alvega sama hvaða usla hann hefur valið. Ég held að það sé leit að eins meðvirkri þjóð og Íslendingum.
Geir H. Horde (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 01:54
Þvílík ömurleg framtíðarsýn fyrir íslenzka þjóð.
Það er það sem núverandi stjórn hefur gefið okkur.
Heidi Strand, 6.12.2008 kl. 05:52
Vinstrið þarf einmitt á svona málflutningi eins og þínum að halda því það eykur fylgið þeim megin verulega.
Ef það er "uppgangur " hjá vinstrinu þá er það vegna þess að það er verulegur "niðurgangur" hjá hægrinu.
101 (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 12:17
Benedikt. Geri engan mun á Samfylkingu og Vinstri grænum þegar kemur
að öfgafullri alþjóðahyggju þeirra, aðalsmerki vinstrimennskunar!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.12.2008 kl. 13:38
"En Guðrún. Alls ekki lengur. Ögmundur formaður þingflokks VG vill nú ólmur
láta kjósa um ESB! VG hafa því GALOPNAÐ á ESB!"
Svona eru þið allir sveitakallarnir sem standa gegn ESB, ægilega vondir út af því að þjóðin eigi að fá að ráða í þessu landi. Maður getur ekki annað en hlegið að ykkur vitleysingunum blaðrandi alla daga um lýðræðishalla og spillingu í ESB þegar hvorttveggja er miklu meira á Íslandi. Ha ha, vondur út í Ögmund bara út af því að hann vill leyfa þjóðinni að kjósa um málið.
Jón Gunnar Bjarkan, 6.12.2008 kl. 13:46
Guðmundur: Alþjóðahyggja hefur ekkert með vinstri eða hægri að gera.
Maður getur verið:
- Hægri sinnaður eða vinstri sinnaður
- Frjálslyndur eða íhaldssamur
- Alþjóðasinni eða einangrunarsinni
- Náttúruverndarsinni eða ekki
- Frjálshygginn eða forsjárhygginn
- o.fl.
Sumir eru vinstri sinnaðir alþjóðahyggjumenn, t.d. hluti Samfylkingar. Svo eru vinstri sinnaðir einangrunarsinnar, t.d. hluti VG. Hægri sinnaðir alþjóðasinnar eru t.d. hluti Sjálfstæðisflokks. Svo eru líka hægri sinnaðir einangrunarsinnar sem eru hluti Sjálfstæðisflokks og er DO þar kannski þekktastur.
Allar mögulegar blöndur af ofangreindum skoðunum finnast hjá fólki.
Ég hélt að umræða s.l. áratuga hefði kennt mönnum að skipta hinu pólitíska litrófi ekki upp í hægri og vinstri heldur taka aðrar meginstefnur inn í jöfnuna líka.
Fullyrðing þín um að öfgafull alþjóðahyggja sé aðalsmerki vinstrimanna ber þess ekki merki að þú hafir lært það.
Pax pacis, 6.12.2008 kl. 14:00
Niðurgangur hægriaflanna er rétt að byrja! Enda markar það uppgang andans.
Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 15:42
Jón Gunnar. Ef það er sveitarlegt að vilja ekki ganga erlendu valdi á hönd
og afhenda því okkar helstu auðlindir þá er GOTT að vera sveitamaður.
Pax. Að sjálfsögðu eru til heimsborgaralegir hægrimenn. En ÞJÓÐLEG viðhorf hafa hingað til einungis tilheyrt mið/hægrikanti stjórnmála, því vinstrimennska er í eðli sínu byggð á mikilli alþjóðahyggju sem oftar en ekki
fer út í öfgr.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.12.2008 kl. 15:44
Guðmundur: Ég veit ekki hvort þú ert að horfa íslensk stjórnmál í þessu tilliti eða á stjórnál á alþjóðavísu en hér á Íslandi hafa það verið flokkarnir lengst til hægri og lengst til vinstri sem hafa haft mest þjóðleg viðhorf, þ.e. Sjálfstæðisflokkur og VG. Þess vegna get ég ekki verið sammála því að vinstrimenn séu einhverjir sérstakir alþjóðasinnar. Það væri nær að segja að alþjóðahyggja sé einkennismerki miðjumanna, en það væri þó einnig mikil einföldun.
Pax pacis, 6.12.2008 kl. 15:59
Pax. Hvernig í fjáránum yrði hægt að kalla VG þjóðlegan flokk? Flokk sem
innan hans eru oft flaggaðir rauðir fánar, internationnalinn sunginn, flokkur
sem vill gera Ísland eina land heims berskjaldað og varnarlaust, já gerir
nánast grín af öllum þjóðaröryggismálum, og sem státar af þingmanni sem
ver innrás róttæklinga og anarkista inn á aðallögreglustöð landsins, og
hvetur til uppreisnar gegn ríkjandi stjórnskipulagi. Hefur virkilegt antipat á
öllum ÞJÓÐLEGUM viðhorfum og gildum. Vill óheft flæði erlendra pólitískra
manna inn í landið. - Nei slíkur flokku er ALLS EKKI ÞJÓÐLEGUR, enda marg
sinnis áréttað sig sem alþjóðasinnan.
Jurgen. Það þarf að stofna nýtt þjóðlegt afl. Þjóðvaki var krataflokkur sem
engan veginn höfðaði til þjóðarinnar!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.12.2008 kl. 16:56
Guðmundur: Ég kalla það ekki alþjóðasinna sem aðhyllast aðþjóðlega stjórnmálastefnu. Þarf stjórnmálastefna að vera algerlega heimasmíðuð til að vera þjóðleg og þér bjóðandi? Ef það er það sem þú meinar, þá sé ég ekki að nokkur flokkur hafi þjóðlega stefnu, nema e.t.v. Frjálslyndi flokkkurinn.
Þar að auki tengi ég skilyrðislausa undirgefni undir ríkjandi stjórnvald, hvort sem er núverandi ríkisstjórn eða önnur, alls ekki við þjóðlegheit. Mér finnst einmitt þjóðlegt ef þjóðin rís upp og leitar réttar síns ef henni finnst á hlut sinn genginn. Það má vel vera að þú sért á móti því sem gerðist við lögreglustöðina en það hefur bara ekkert með þjóðlegheit að gera.
Ég vil taka fram að ég er enginn sérstakur stuðningsmaður VG.
Pax pacis, 6.12.2008 kl. 17:41
Sæll Guðmundur.
Engar ÖFGAR eiga rétt á sér ,ég er þér sammála,
En það er annað sem mér finnst vera svo einkennandi fyrir þetta stjórnmálaafl og það er hvað oft það er á móti annars ágætum tillögum sem ræddar eru á Alþingi og eins út í þjófélaginu. Hvar verðum við ef á að friða allt og alla.Verðum við STEINSTÓLPAR ?
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 14:46
Hjálpi mér! Íhaldið að tuða um atkvæðagreiðslu innan VG. Það að VG vilji kjósa innan sinna raða um ESB finnst mér mjög góð hugmynd. Með því að taka á því máli núna eru þeir betur búnir undir framtíðina. Ef meirihluti VG vill ekki ESB (eins og mig grunar) þá yrðu þessar kosningar til að festa það í sessi. Ef kosningarnar leiða hitt í ljós þá er það skylda forystumanna VG að taka tillit til vilja flokksmanna sinna. Því án þeirra atkvæða í alþingiskosningum myndi VG ekki vera á þingi. En það sem ég tala um er kannski bara svo fjarlægt þér? Hefur aldrei fengið að hafa áhrif á stefnumál flokksins sem hefur haft áskrift að atkvæði þínu. Fylgir bara forystusauðunum án þess að efast um nokkurn hlut sem þeir predika.
Anna (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 16:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.