Geir H Haarde klýfur Sjálfstæðisflokkinn !
6.12.2008 | 13:34
Það að Geir H Haarde formaður Sjálfstæðisflokksins hefur nú
opnað á aðildarviðræður við ESB hlýtur að leiða til alvarlegs
klofnings innan Sjálfstæðisflokksins. Björn Bjarnason dóms-
málaráðherra hefur látið þau orð falla að samþykki Sjálfstæðis-
flokkurinn umsókn að Evrópusambandinu muni hann klofna.
Yfirlýsing Geirs er þvi mjög vanhugsuð, en til þess gerð að
þóknast Samfylkingunni, og þar með að bjarga ríkisstjórn sem
rúin er öllu trausti. Ömurlegt hlutskipti Geirs.
Í kjölfar þessa hljóta nú öll ábyrg þjóðleg öfl innan Sjálfstæðis-
flokksins að rísa upp! Allsherjar uppgjör hlýtur að eiga sér stað
á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í janúar. Mikil ólga skapaðist
starx innan Sjálfstæðisflokksins eftir myndun núverandi ríkis-
stjórar. Þjóðleg öfl innan flokksins gátu aldrei sætt sig við að leiða
helsta Evrópusambandsflokkinn til vegs og virðingar í íslenzkum
stjórnmálum. En þar átti vara-formaður flokksins, Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir stærsta hlut að máli. Síðan þá hefur allt gengið
flokknum í óhag. Enda sveik hann þar með sína ÞJÓÐLEGU borg-
aralegu skyldu.
Mikil tíðindi eru að verða í íslenzkum stjórnmálum. Allt bendir
til að stofnaður verður ÞJÓÐLEGUR flokkur á BORGARALEGUM
grunni. Flokkur sem ÖLL ÞJÓÐLEG ÖFL geta sameinast í.
Frjálsri íslenzkri þjóð til heilla!
Aðildarviðræður koma til greina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég veltist alltaf um af hlátri við að lesa bullið í þér.
Takk fyrir :o)
BigBrother (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 14:03
Sieg Heil! :-)
Daði (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 15:54
Ég held að þetta sé rétt greining hjá þér. Báðir stjórnarflokkarnir eru a.m.k. klofnir.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 16:11
Er það ekki meirihluti þjóðarinnar sem á að frá að ráða í þessu máli? Ef meirihlutinn metur það svo að það sé farsælt fyrir þjóðina að tengjast ESB nánar, þá gerum við það. Hótun um stofnun íslensks nasistaflokks breytir þar engu um og byggir ekki á rökhyggju né skynsemi.
ET (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 17:29
Guðmundur ert þú í Sjálfstæðisflokknum? Hélt ekki! Eigum við ekki bara að leyfa þeim að ráða sér sjálfum?
Þið stofnið svo bara þjóðlegan afturhaldsflokk og bjóðið fram í næstu kosningum.
Magnús Helgi Björgvinsson, 6.12.2008 kl. 17:31
Ég tek undir með þér stóri bróðir. Hingað kem ég ef ég vil ljós í skammdegið. Les þetta stundum upp fyrir heimilisfólkið, ef við viljum hlæja saman. Með ólíkindum að sumir skuli trúa því að það sem við þurfum nú sé flokkur sem byggir á þjóðernishyggju !
Hjartanlega sammála þér hvað ESB varðar, ET. Ef meirihluti vill í ESB, þá eigum við þangað að fara. Annars ekki. Skoðum hvað okkur bíðst allavega !
Baldur G. (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 21:01
Baldur. Ef ALDREI talað fyrir þjóðernis- eða kynþáttahyggju, heldur fyrir
ÞJÓÐFRELSI. Flokki sem vill standa vörð um fullveldi og sjálfstæði Íslands,
en ekki innlimun þess í eitt allsherjar miðstyrt evrópskt stórríki. Þú kannski
veist ekki að innan ESB eru einungis 28 ríki, en utan þess 162 fullvalda
og frjáls ríki eins og Ísland í dag.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.12.2008 kl. 22:01
Á nú að fara að nota rasista og nasista áróðurinn gegn þeim sem að vilja áð Íslendingar haldi áfram sem sjálfstæð þjóð. sama aðferð og notuð var til að dreifa á drep allri umræðu um erlent vinnuafl því vinnuafli til stórtjóns þar sem aldrei náðist að koma böndum á að það væri farið að lögum og reglum varðandi aðbúnað þess vegna skorts á umræðu á vitsmunalegum grunni. Þetta sýnir eiginlega málefna þurrð. Vona að þessi flokkur verði stofnaður Guðmundur og að þeir sem meta landið sit eitthvað standi fastir fyrir .
Jón Aðalsteinn Jónsson, 6.12.2008 kl. 22:08
Á nú að fara að nota sömu klisjuna um lög og reglur, til að fela rasistaáróðurinn sem ákveðinn hópur fólks hefur notað gegn veru erlands fólks í landinu. Ég veit ekki betur en það séu útlendingar sem haldi t.d. fiskvinnslu á Vestfjörðum gangandi. Þessi áróður um að það sé verið að fórna sjálfstæði með inngöngu í ESB, er ekki svaraverður. Eru ekki Finnland, Danmörk, Belgía og Grikkland sjálfstæð, þótt þau séu innan ESB?
ET (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 23:45
Hvað græðir ESB á því að innlima um 300.000 manna neytendamarkað?
Júlíus Björnsson, 7.12.2008 kl. 02:00
Finnst ykkur virkilega ekki fullreynt að hér getum við ráðið við eigin gjaldmiðil? Er Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn og sú fjárhagslega aðstoð sem nágrannaþjóðir okkar hafa boðið okkur ekki næg sönnun þess að við þurfum undir stærra þak.
Ef við hefðum gengið í ESB eða tekið upp annan og stærri gjaldmiðil fyrir 4-8 árum, þá hefðum við kannski snefil af sjálfstæði í dag. En værum ekki ein skuldugasta þjóð í heimi, rúin trausti á alþjóðavísu.
Baldur G. (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 02:18
Dollar strax
Júlíus Björnsson, 7.12.2008 kl. 02:49
Krónan sem slík er ekki orsök þess hvernig komið er í dag. Óstjórn í
efnahagsmálum og stjórnlaus útþennsla bankanna er aðal örsökin.
Július. ESB sækist mjög eftir okkar auðlindum. Við inngöngu í ESB
færi t.d hinn framseljanlegi kvóti á Íslandsmiðum sjálfkrafa á uppboðsmarkað ESB. Því við inngöngu í ESB-galopnast fjárfestingar fyrir
útlendinga í ísl.útgerðum og þar með kvóta þeirra. Svokallað kvótahopp
heldi innreið sýna á Íslandsmið sem hefur rústað breskum sjávarútvegi.
Þannig kæmust ESB-þjóðir bakdýramegin inn í fengsælustu fiskimið heims.
Svo veit ESB af Drekasvæðinu og hversu gríðarlega mikla olíu þar er að
finna í framtíðinni. Þess vegna þessi mikli áhugi ESB að fá Ísland þar
inn sem fyrst.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.12.2008 kl. 11:49
Guðmundur þetta eru staðreyndir sem þeir kunna að græða gera sér grein fyrir. Krónan er ekki orsök í sjálfum sér, en kannski þjónn sem bíður frekar upp á misbeitingu en stærri gjaldmiðill svo sem Dollar. "stjórnlaus útþennsla bankanna" var dæmd til fara í þrot. Nokkuð sem lá ljóst fyrir í upphafi ársins 2008. Alveg ótrúleg óstjórn hvernig stórnvöld brugust við allt of seint. Því fyrr sem áhrif þessara styrkfílkla eða ESB-sinna fara minnkandi því betra. Auðlindirnar eru okkar styrkur: ávísun upp á velferð framtíðarinnar Íslendningum til handa.
Júlíus Björnsson, 7.12.2008 kl. 18:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.