Þjóðlegt borgaralegt stjórnmálaafl eina svarið !


   Eftir yfirlýsingu formanns Sjálfstæðisflokksins í gær um að
aðildarviðræður að Evrópusambandinu komi til greina, er
ljóst að Sjálfstæðisflokknum  er ekki lengur treystandi í
Evrópumálum. Því ENGINN ljáir máls á aðildarviðræðum að
ESB sem er alfarið á móti aðild Íslands að ESB. Er það ekki
nokkuð ljóst?  Sömuleiðis er ENGINN samþykkur  breytingu
á  stjórnarskránni sem gerir aðild Íslands að ESB mögulega,
ef viðkomandi er alfarið á móti ESB-aðild. Er það ekki nokkuð
ljóst líka?

   Yfirlýsing Geirs kom því verulega á óvart og hlýtur að valda
klofningi í Sjálfstæðisflokknum, eins og Björn Bjarnason hefur
sagt, komi til þess að flokkurinn samþykki aðildarviðræður.
Fyrir öll þjóðlega sinnuð borgaraleg öfl innan Sjálfstæðisflokk-
sins hlýtur þetta að vera geysileg vonbrigði. Og í raun fyrir
ÖLL borgaralega þjóðlega kjósendur. Því hvaða flokkur er í
raun treystandi í dag í Evrópumálum gagnvart þeim sem eru
andvígir aðild Íslands að ESB?  ENGUM!

  Evrópumálin eru þannig vaxin að þau valda meir og minna
klofningi í öllum  flokkum.  Enda eitt stærsta og heitasta póli-
tíska átakamálið frá lýðveldisstofnun. Því þarna er í raun og
veru tekist á um sjálft fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar  og
yfirráðum hennar yfir helstu auðlindunum.  Og í því er engin
málamiðlun til! - Það er ekki flóknara en það.

   Eftir þau tíðindi sem nú hafa gerst hjá formanni Sjálfstæðis-
flokksins er ljóst, að allur sá stóri hópur kjósenda sem kýs
borgaraleg og þjóðleg viðhorf sem grunngildi í stjórnmálum,
og þá andstöðu við ESB-aðild, eru nú nánast á pólitískum
berangri. Mikið tækifæri yrði því fyrir nýtt stjórnmálaafl að
koma fram á þeim pólitíska berangri og hasla sér þar völl.
- Á mið/hægri kanti íslenzkra stjórnmála, með tilheyrandi
uppstokkun  og hreinsun... - Einmitt sem þjóðin er að kalla
eftir í dag!

   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband