VG er ALLS EKKI treystandi í Evrópumálum !


   Nú liggur það fyrir að Vinstri-grænum er ekki treystandi í
Evrópumálum. Sem alls ekki á að koma á óvart. Því þetta er
í raun öfga-vinstri flokkur sem ALDREI mun koma til með að
þjóna þjóðlegum viðhorfum og gildum. Enda málsvai úreltra
sósíaliskra viðhorfa síðustu aldar. Viðhorfa og sjónarmiða sem
löngu urðu gjaldþrota eftir hrun heimskommúnismans. Enda
lausnir VG í efnahagsmálum í dag eftir því. - Peningarnir skulu
vaxa á trjánum, og blátt bann lagt á nýtingu okkar helstu auð-
linda. Niðurstaðan: Stöðnun og  kreppa að eilífu! Enda hrifst
sósíalismi og vinstrimennska ekki af öðru en eymd og volæði.

  Hræsni VG í Evrópumálum er hins vegar orðin algjör, og greini-
lega til þess fallin að geta myndað næstu ríkisstjórn með hinni
ESB-sinnuðu Samfylkingu. Því nú vilja VG láta kjósa tvívegis um
ESB. Allt í nafni svokallaðs lýðræðis að þeirra sögn, þótt þeir
sjálfir segist enn á móti aðild Íslands að ESB. Þvílík lýðræðisást!
Þvílík HRÆSNI!!!

  Hvernig í ósköpunum kemmst stjórnmálaflokkur eins og VG upp
með það að vera jafn tvöfaldur í jafn stórpólitísku hitamáli og aðild
Íslands að ESB? -  Hvernig í ósköpunum getur flokkur viljað láta
kjósa um mál sem hann segist vera á móti?  Hvers konar heil brú
er í slíkum málflutningi? - Að sjálfsögðu ENGIN! Að bera fyrir sig
ást á lýðræði er algjör útúrsnúnungur!  Ef menn eru HEILIR í því
að vera á móti ESB-aðild þá ber þeim að sjálfsögðu heillög skylda
til að GERA ALLT til að koma í veg fyrir það!  Þar á meðal þjóðar-
atkvæðagreiðslu. - Því hvorki meir né minna en fullveldi og sjálf-
stæði þjóðarinnar og yfirráð hennar yfir sínum helstu auðlindum
er í veði. Um slík sjálfsögð grundvallarmál á ekki að þurfa að kjósa!

   Hin öfgakennda alþjóahyggja Vinstri-grænna byggist í raun á
sama grunni og  hin öfgakennda alþjóðahyggja Samfylkingar-
innar. Enda í  báðum flokkum enn veifað rauðum fánum og
internasjónalinn súnginn á viðeigandi tyllidögum.
 
mbl.is Vilja þak á verðtryggð lán og frystingu uppboða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Þú er sem sagt hlynntur flokksræði og afhuga lýðræði.

Þorvaldur Guðmundsson, 8.12.2008 kl. 00:41

2 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Já, Guð forði okkur frá því að skríllinn fái að hafa áhrif á slíkt stórmál. Það væri nú alveg ferlegt.

Væri ekki rétt að stíga skrefið til fulls og banna umræðu um ESB líka, eins og Bjarni Harðarson vinur þinn vill gera?

Heimir Eyvindarson, 8.12.2008 kl. 00:46

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Fullveldi og sjálfstæði Íslands og 100% yfirráð þess  yfir sínum aðlindum
er OFAR ÖLLU hjá mér Þorvaldur!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.12.2008 kl. 00:47

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Heimur. Á Íslandsmiðum er framseljanlegur kvóti. Viltu sétja hann á uppboðsmarkað ESB? Sem sjálfkrafa gerist við ESB-aðild. Gerir þú þér ekki grein fyrir hvað þarna gæti verið um að ræða stjarnfræðilegar fjárhæðir sem hyrfu úr okkar hagkerfi, bara við slíkt kvótahopp, sem lagt hefur breskan
sjárvarútveg í rúst?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.12.2008 kl. 00:54

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Blessaður vertu Guðmundur ,

án efa er sömu hugmyndafræði að finna innan VG og SF hvað varðar það atriði að samsama sig hinum meinta tíðaranda án sjálfstæðrar skoðanamyndunar meðferðis um hagsmuni þjóðar, til fylgisaukningar til handa flokknum sjálfum.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.12.2008 kl. 02:25

6 identicon

Það að vera á móti ESB og ekki leyfa umræðu um inngögnu er jafn gáfulegt og banna allar kynþáttahötunarhreyfingar og ætlast til þess að vandamálið hverfi.

Með því ekki að hafa opna umræðu um ESB væri verið að ala upp áróður fyrir ESB sem væri ekki á rökum reistur. Semsagt, Slagorð með hálfum sannleika sem myndi ekki standast dagsljósið.

Auðvitað þarf að Skoða alla valmöguleika. Og auðvitað verður maður að viðurkenna ef maður hefur rangt fyrirsér. Það skiptir ekki máli hvaða skoðun maður hefur, ef maður vill ekki færa rök fyrir skoðanir sínar eða hindrar alla andstöðu (einsog þú segjir að VG ættu að gera) .....þá er maður að gera mistök. Þá erum við ekki í lýðræði. Þá er maður með skoðanir á jafn traustum grunni og Kynþáttahatarar.

Og ég trú því ekki ef þú hugsar málið út (Viðrar skoðanir þínar út í dagsljósið) að þú sért í flokki með þeim. N.B. ekki móðgast, ég er ekki að kalla þig kynþáttahatari og ég er ekki að segja að ESB sé ekki leiðin.

Kolbeinn (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 02:33

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Kolbeinn. Er síður en svo að vilja banna umræðu um ESB. Þvert á móti, enda
ræði  hana mjög míkið sjálfur.

Hins vegar ættir þú að skilja að þú leyfir ekki því brautargengi sem þú ert
alfarið á móti. Þess vegna er afstaða VG í Evrópumálum meiriháttar  hræsni.
Segjast með nefinu á móti ESB-aðild en vilja með tungunni ESB-aðild með
því að greiða fyrir henni í GRUNDVALLARATRIÐUM.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.12.2008 kl. 09:28

8 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Guðmundur er svona eins og Vatíkanið það má ræða og boða kristinndóm en bara á þeirra forsendum. Öll lýðræðisleg umræða er bönnuð og að ég tali nú ekki um ákvarðanataka enda skrílnum ekki treystandi til þess.

Þorvaldur Guðmundsson, 8.12.2008 kl. 12:15

9 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Furðulegt með þig Þorvaldur minn. Tilbúinn að láta það gerast sem þú ert
alfarið á móti. Á ekkert skylt við lýðræði, heldur hræsni og litilsvirðingu fyrir
eigin skoðun.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.12.2008 kl. 13:38

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sammála þér, Guðmundur, þakka þér hreinskilni þína og holla varðstöðu um fullveldið. Að ásaka þig um að vilja "ekki leyfa umræðu um inngöngu" er ekki af sanngirni eða af þekkingu talað hjá Kolbeini, því að þú hefur rætt málið hispurslaust og kryfjandi framar svo mörgum öðrum og leyft um það umræður.

Þetta er eins og út úr mínum munni talað:

  • Hvernig í ósköpunum getur flokkur viljað láta kjósa um mál sem hann segist vera á móti?  Hvers konar heil brú er í slíkum málflutningi? - Að sjálfsögðu ENGIN! Að bera fyrir sig  ást á lýðræði er algjör útúrsnúnungur!  Ef menn eru HEILIR í því að vera á móti ESB-aðild þá ber þeim að sjálfsögðu heillög skylda til að GERA ALLT til að koma í veg fyrir það! þar á meðal þjóðaratkvæðagreiðslu. - Því hvorki meira né minna en fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar og yfirráð hennar yfir sínum helstu auðlindum er í veði. Um slík sjálfsögð grundvallarmál á ekki að þurfa að kjósa!

PS.  Þorvaldur, geturðu bent mér á það ríki, þar sem Vatíkanið haldi uppi eða þrýsti á um þá stefnu, að "það m[egi] ræða og boða kristindóm, en bara á þeirra [sic] forsendum"?

Jón Valur Jensson, 8.12.2008 kl. 13:54

11 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Þannig að ef maður er á móti einhverju þá á maður að banna alla umræðu um það . Gott hjá þér. Vinnurðu mikið einn?

Varðandi VG þá held ég að þar á bæ geri menn sér grein fyrir því að skiptar skoðanir eru innan flokksins og því ekki nema sjáfsagt að leyfa mismunandi sjónarmiðum að njóta sín. Það sem við þurfum ekki á tímum sem þessum er aukið flokksræði, sem mér virðist þú mæla fyrir.

Við þurfum ekki heldur á því að halda að fólk sem vill skoða hvaða möguleikar felist í aðild að ESB, án allra skuldbindinga, sé úthrópað af mönnum eins og þér, Bjarna Harðarsyni og fleirum og sakað um að vera á móti fullveldinu, móti sjálfstæðinu o.s.frv. Það er undarlegt að þið getið dæmt um það hverjir elska ættjörðina og hverjir ekki.

Heimir Eyvindarson, 8.12.2008 kl. 13:57

12 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk fyrir Jón Valur.

Heimir, hvað á ég að marg endurtaka sama hlutinn? Að sjálfsögðu á að ræða ESB-aðild í botn. Það geri ég. En reyni að vera samkvæmur sjálfum mér og geri ALLT til að koma í veg fyrir aðild Íslands að ESB, þar á meðal aðildarumsókn. - Vegna þess að ég er Á MÓTI ESB! Kynntu þér svo ESB og í hverju aðild að ESB felst. Þetta liggur ALLT fyrir á borðinu ef menn nenna að kynna sér málið.

Engin mælir því í mót að í ESB-aðild fellst mikið afsal á fullveldi þjóðarinnar.
Annars þarf ekki að breyta stjórnarskránni, því í dag heimilar hún ekki slíkt
fullveldisframsal.

En þið, þessir OFUR-alþjóðasinnar hafið engar áhyggjur af því, og því síður
þið ýst til vinstri. Í gamla daga ákölluðu til Sovét-Ísland, nú er ESB-Ísland
að koma í staðinn sbr Vinstri-grænir. Því í eðli ykkar VG eru þið miklir
alþjóðasinnar, and-þjóðlegir, og þvi er ESB-aðild ekkert tiltökumál hjá
ykkur þegar hentar þýkir eins og nú.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.12.2008 kl. 14:29

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta snýst fyrst og fremst um vanþekkingu ykkar manna flestra, Heimir. En sérðu ekki (ef þú ert í alvöru ekki aðeins að hugleiða, heldur rannsaka þessi mál), að þegar ríki gengur inn í ríkjaheild og afsalar sér æðsta löggjafarvaldi um sín mál í hendur þess, er það að gefa út opinn víxil um að allt það verði ofan á heima fyrir, sem voldugu þjóðfulltrúunum í því ríkjasambandi lízt hentugast? Sérðu ekki, að við fengjum engan neitunarrétt? Veiztu ekki, að við réðum vel innan við 1% atkvæða í Evrópusambandsþinginu? Telurðu það vera happasælt þeirri þjóð, sem smæst yrði í bandalaginu? Og þykistu vita það eins og alsjáandi spámaður, að stóru þjóðirnar (eða hagsmunaöfl þeirra) í Vestur-Evrópu myndu ekki reyna að soga það út úr okkar auðlindum sem þær geta? Reyndu Bretar og Þjóðverjar það ekki í landhelgisstríðinu? Hefurðu tekið eftir, hvernig Bretinn talar um það ennþá hvernig þar fór? Sástu ekki í umræðunni um 1. grein Eiríks Bergmanns í The Guardian, hvernig margir Bretarnir hömuðust á að halda því fram, að við hefðum með rangindum og í trássi við alþjóðalög "stolið" af þeim (og öðrum) fiskimiðunum? Og fekkstu ekki nægju þína af því, hvernig Evrópubandalaginu var beitt gegn okkur út af Icesave-reikningunum, svo að við fengjum ekki að leita réttar okkar? (og síðan lúffaði Ingibjörg og fór að gerast talsmaður EB þar um! – og Geir, sem kvaðst aldrei gefast upp fyrir þessu, gafst upp!). (Jón Daníelsson hagfræðingur leggur hins vegar til (í Silfri Egils í gær, að við borgum EKKI Icesave-reikningana.)

Telurðu ennþá víst, að EB muni ekki koma fram sem bully gagnvart okkur? Og ef þú ert ekki viss, finnst þér þá rétt að leggja fjöregg fullveldis okkar í körfu þessara Brussuselsmanna án vonar um að geta heimt það til baka? Er rétt að taka þá áhættu?

EB getur endurskoðað sjávarútvegsstefnu sína á 10 ára fresti (og gerir það). Það getur ákveðið, í eigin fullveldi, að byggt verði á veiðireynslu 100 eða 500 ára allt eins og 5, 10, 20 eða 30 ára. Þá getum við fengið alla strolluna á okkur, Breta, Þjóðverja, Hollendinga, Frakka og Spánverja. Það getur ennfremur ákveðið, að við séum allir Evrópuborgarar og allir jafnir til atvinnuréttinda; það eina, sem kannski yrði eftir í sambandi við fiskveiðar fyrir okkur sérstaklega, væru veiðar á trillum og bátum innan 12 mílna, og jafnvel yfir því hefði EB æðstu völd í sóknar, kvóta og friðunarmálum, bæði tíma- og svæðisbundnum.

Er þetta þín Útópía? Og hvorir heldurðu að standi nær hugsjón og fyrirhyggju Jóns Sigurðssonar, þú eða við Guðmundur Jónas? 

Fullveldið er okkar dýrmætasta auðlind. 

Jón Valur Jensson, 8.12.2008 kl. 14:46

14 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Jæja. Þá er maður orðinn ofur-alþjóðasinni, ýst til vinstri (hvað svo sem það nú er), fyrrum ákallari Sovét-Íslands og Vinstri-grænn í þokkabót! Aukinheldur þjáist ég, og mínir menn (hverjir sem það nú eru), af vanþekkingu (sbr. komment Jóns Vals). Það er eitt og annað sem maður er sakaður um á þessum síðustu og verstu .

Til að leiðrétta þessar rangfærslur ykkar, sem eru reyndar dálítið lýsandi fyrir málflutninginn, vil ég benda ykkur á að ég er ekkert af ofangreindu. Hvorki meira né minna, en góð ágiskun hjá ykkur samt . Eða voru þetta kannski fullyrðingar sem áttu ekki við nein rök að styðjast? Það skyldi þó ekki vera?

Reyndar skal ég fúslega viðurkenna að vanþekking mín er talsverð, en ég leyfi mér þó að fullyrða að ég sé hvorki betur né verr staddur í þeim efnum en flestir landar mínir. Ég ber hinsvegar virðingu fyrir skoðunum annarra, og er ófeiminn við að spyrja þá sem mér vitrari eru. Það vegur heilmikið upp á móti vanþekkingu minni

En svo ég fari nú aðeins yfir það sem ég hef sagt hér í kommentum þá er það einfaldlega eftirfarandi:

Í fyrra kommenti mínu:

1. Mér finnst ekkert athugavert við það að fólkið í landinu fái að tjá sig um slíkt stórmál og aðild að ESB óneitanlega er. Mér finnst það raunar algert réttlætismál.

2. Ég spurði þig, Guðmundur, hvort þú vildir kannski líka banna alla umræðu um ESB - líkt og Bjarni Harðar vinur þinn lagði til að yrði gert í framsóknarflokknum.

Í seinna kommenti mínu legg ég enn frekar út frá þínum skrifum Guðmundur og gef mér að þú sért þeirrar skoðunar að ef einhver sé á móti einhverju eigi hann að reyna að koma í veg fyrir að þeir hlutir séu ræddir. Þú mótmælir þessu kröftuglega í næsta kommenti og gerir þar athugasemdir við meintan skort minn á skilningi.

Því er til að svara að það sem þú segir í færslunni er að þú telur það tvískinnung hjá VG að vera í öðru orðinu á móti ESB en vilja í hinu orðinu ræða málin og leyfa fólki að tjá sig um þau í kosningum. Ekki satt? Ég var ekkert að tala um að þú sem slíkur vildir ekki ræða málin. Það er oft ágætt að lesa og skilja kommentin, áður en maður byrjar að þrasa .

Í lokin tjái ég mig um það að mér finnist skrýtið að þú og fleiri teljið ykkur þess umkomna að saka þá um minni ást á ættjörðinni, og annað í þeim dúr, sem vilja skoða kosti og galla ESB aðildar. Ég stend einnig fyllilega við það komment.

Hver veit nema Íslandi sé betur borgið innan ESB en utan? Ekki veit ég það, en mér finnst alveg sjálfsagt að skoða málin og frábið mér að vera úthrópaður lýðskrumari, and-fullveldissinni, ofur-alþjóðasinni og annað í þeim dúr fyrir þær "sakir" einar.

Jón Valur: Ég sé enga ástæðu til að svara þeim spurningum sem þú beinir til mín, einfaldlega af því að ég hef aldrei lagt neitt það til sem þú rekur í skrýtnu kommenti þínu. Þar býsnast þú yfir meintri vanþekkingu minni á málum sem ég var einfaldlega ekkert að tjá mig um. Vonandi er þér einhver fró í því, en ég sé því miður ekki afhverju þessum spurningum er beint sérstaklega til mín. 

Með góðri kveðju,

Heimir Eyvindarson

Heimir Eyvindarson, 8.12.2008 kl. 19:28

15 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara að lýsa stuðningi mínum við skoðun Heimis hér að ofan. Minni menn aftur á að það hefur ekki heyrst að Svíar, Danir og Finnar hafi afsalað sér æðsta löggjafarvaldi um sín mál. Það eru vissulega dómstólar innan ESB sem hafa vald á ákveðnum sviðum sem sem tengjast samstarfinu í ESB.

En þá er líka vert að velta því fyrir sér af hverju að 3/4 allra Evrópuþjóða eru í ESB eða á leiðinni þangað inn? Eru menn að halda því fram að hjá þessum milljóna þjóðum séu menn svona vitlausir að þeir viti ekki betur? Þessar þjóðir væntanlega grandskoðuðu þessi mál og helstu sérfræðingar þeirra með í ráðum og meirihluti þeirra taldi að inngang í ESB væri þessum þjóðum til framdráttar. En kannski eru menn í Heimsýn miklu klárari enn restin af Evrópu?

Magnús Helgi Björgvinsson, 8.12.2008 kl. 19:42

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Heimir, þetta var klént svar við umræðunni hjá mér. Eða ertu kannski að segja okkur, að þú sért hreint ekki hlynntur inngöngu í Evrópubandalagið? Vertu þá svo vænn að tilkynna það hér! Ef ef þú ert hlynntur "aðild" okkar (= innlimun í yfirríkjaheild) eða telur að hún sé mjög athugandi og að okkur sé þar e.t.v. "betur borgið", eins og þú talaðir hér um, þá leyfi ég mér að telja spurningar mínar í innlegginu kl. 14:46 mjög viðeigandi fyrir þig að glíma við, ef þú ætlar yfirleitt einhvern tímann að hugleiða málið út frá einhverju öðru en óskhyggju.

Þegar ríki gengur inn í ríkjaheild og afsalar sér æðsta löggjafarvaldi um sín mál í hendur henni, er það að gefa út opinn víxil um að allt það verði ofan á heima fyrir, sem voldugu þjóðfulltrúunum í því ríkjasambandi lízt hentugast – o.s.frv. Ef þú ert ekki viss, hvernig EB muni haga sér gagnvart okkur sem meðlimaþjóð, "finnst þér þá rétt að leggja fjöregg fullveldis okkar í körfu þessara Brussuselsmanna án vonar um að geta heimt það til baka? Er rétt að taka þá áhættu?" Æðsta löggjafarvaldið yrði hjá EB, við hefðum ekkert neitunarvald, fulltrúar okkar yrðu örfáir, ævinlega í vonlausum minnihluta, og sjávarútvegsstefnuna getur EB endurskoðað og breytt á ýmsa lund án þess að við fáum rönd við reist, auk þess sem útgerðir frá EB-löndum gætu strax við núverandi ástand í EB (ef við værum þar) með fernum hætti haslað sér hér völl (sjá Ragnar Arnalds: Sjálfstæðið er sívirk auðlind, s. 26–7) og komizt upp með að ná hér aflaheimildum og flytja fisk beint til meginlandsins án þess að við fengjum af honum neinar útflutningstekjur né laun í landi, afleidd störf, útsvar, skatta og erlendan gjaldeyri. SKIPTIR ÞETTA ALLT ENGU MÁLI? (Sjá einnig nýnefnt rit, bls. 28–9, um hina skelfilegu reynslu Norðmanna af aðildarviðræðum við EB og hvað "boðizt" hefði við slíka aðild.)

KYNNTU ÞÉR MÁLIN, áður en þú hneykslast á okkur Guðmundi fyrir varnarbaráttu okkar fyrir fullveldi landsins, af því að við vitum hvað er er í húfi. Þar að auki er EB á niðurleið; nýju þjóðirnar eru að sliga það, og Þjóðverjar vilja minnka útgjöld sín til þess, en aldurskúrvan er um leið að snúast ar við: allt of fá börn fæðast nú og fram undir þetta í EB til að vinnuafls-kynslóðir um 2025–50 geti með góðu móti haldið uppi byrðinni vegna gífurlegrar fjölgunar aldraðra.

Magnús Helgi, þú ert að bera saman ósambærilega hluti (Íslendinga og margfalt stærri þjóðir) og gerir þér um leið ekki grein fyrir því, að samrunaferlið er enn í gangi, stóreykst t.d. með Lissabon-sáttmálanum, ef hann verður að veruleika, og með fækkun í framkvæmdastjórninni á næsta ári, auk annars (s.s. hermyndunar) sem á döfinni er.

Ísland er smáríki, þjóðin smá og sérlega viðkvæm fyrir auðlindastefnu Evrópubandalagsins. Ef við létum innlimast, yrðum við langsmæsta þjóðin í bandalaginu. Möltuþjóð eru nú fámennust, um 404.000; á öðru eylandi, Kýpur, eru um 793.000 íbúar. Það aðgreinir okkur frá þessum þjóðum, að hér er geysilegar auðlindir að finna í hafinu kringum landið.

Mestallt þetta – allt milli 12 og 200 mílna – myndi Evrópusambandið hremma undir sína auðlindastjórn og auðlindaaðgengi fyrir aðrar þjóðir sínar (og gættu þar einnig að s.k. kvótahoppi). Malta varð að sætta sig við slíka skerðingu fiskveiði-einkaréttinda sinna, en sjávarútvegur og fiskiðnaður spilar reyndar lítið hlutverk í þjóðarbúskap eyjunnar. Ólíkt er því farið með okkur, og þegar bezt lét veiddum við 3–4 sinnum meira magn af þorski en það sem nú (130.000 t) er leyfilegt að veiða. Við erum samt enn meðal mestu fiskveiðiþjóða heims.

Menn gæti einnig að rýrum hlut okkar í allri ákvarðanatöku í EBé, ef við álpumst þangað inn, sem aldrei skyldi verða. Við fengjum ýmist um 2/3 af 1% þingmanna í þinginu eða 4/5 af 1% (0,8%) og aðeins með höppum og glöppum fulltrúa í framkvæmdaráðinu, því að það stendur til að fækka fulltrúum þar. Þar að auki hefðu þingmennirnir (4–5, í mesta lagi 6) ekki frumvarpsrétt í þinginu! Og í framkvæmdaráðinu mætti fulltrúi okkar (ef/meðan við hefðum þar einn) ekki berjast þar fyrir neinum sérhagsmunum Íslendinga! Þar að auki hefðum við engan neitunarrétt í bandalaginu!

Áttið ykkur á því, hvílík miðstjórnarsamtök þetta eru og stefna að því að verða það í enn meira mæli (og með her, forseta, stjórnarskrá, sameiginlega tollastefnu [nú þegar] – sem myndi EKKI henta okkur – og sameiginlega utanríkisstefnu). Lítið mun þar fara fyrir smárri þjóð, en þær stærri neyta ofurafls síns. eins og þær eru vanar.

Að endingu bendi ég á mjög öfluga og fróðlega umræðu á eftir þessari nýlegu vefgrein minni: Frábært að losna við Samfylkinguna, hennar próventukarla og kerlingar. Þrátt fyrir ólíklega yfirskrift fjallar umræðan þar mest um Evrópubandalagið, og er tekið þar á mörgum grundvallarþáttum máls.

Ennfremur þessi:

Með þökk fyrir umræðuna.

Jón Valur Jensson, 9.12.2008 kl. 04:26

17 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk  fyrir Jón Valur að halda hér vaktina. Þarf raunar litlu við að bæta, þú
komst það víða við.

Enn og aftur vil ég minna Magnús vin minn á að við erum ekki nema um 300.000 manns, sem slagar hátt upp í breiðgötu í Berlín. Áhrif okkar innan
ESB yrðu ENGIN! Sjáum bara afrakstur baráttu Breta í tugi ára fyrir breytingu á sjávarútvegsstefnu ESB sem rústað hefur breskan sjávarútveg.
Þótt Bretar séu önnur fjölmennasta þjóð ESB hafa þeim ekki enn tekist að
breyta sjávarúrvegsstefnu ESB þannig að enn blæðir breskur sjávarútvegur. Sem er þó ALGJÖR AUKABÚGREIN Breta. Á Íslandi er hann
einn af aðal atvinnuvegum þjóðarinnar. Sem þýðir hversu gríðarlegir
þjóðarhagsminir það eru að tengjast ekki Á NOKKURN HÁTT   ESB í  þessum
mikilvæga málaflokki. 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 9.12.2008 kl. 09:57

18 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Allt í lagi Jón og Guðmundur en hvað með Möltu? Malta er tiltölulega ný gegnin í ESB og líkar það vel eftir þvi sem ég hef lesið.

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.12.2008 kl. 13:01

19 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Jón Valur: Ég sé ekki hvernig svar mitt við þinni umræðu er klént. Ég var ekki að ræða neinn þeirra hluta sem þér er svo í mun að ég tjái mig um. Var einfaldlega að ræða allt annað, eins og allir læsir menn ættu að sjá og skilja. Vonandi skilurðu það ef þú ferð yfir málin.

Ég fæ heldur ekki með nokkru móti séð afhverju mér ætti að vera skylt að tilkynna það hér hvort ég sé hlynntur inngöngu í ESB!!! Það er í meira lagi undarleg krafa. En ég get þó svarað því hér að mér finnst að þau mál eigi að skoða í fullri alvöru og frábið mér fúkyrði fyrir þær "sakir" einar að vilja velta kostum og göllum aðildar upp á málefnalegan hátt. Án útúrsnúninga, upphrópana og hvimleiðrar ofnotkunar HÁSTAFA .

Þó ég hallist að því að okkur sé betur borgið innan ESB en utan, og viti að það hefði komið sér betur fyrir okkur að vera aðilar að ESB þegar kreppan skall á (við þurfum vonandi ekki að ræða það), þá er ég ekki viss í minni sök. Til þess veit ég einfaldlega of lítið um málið. Þar er ég í nákvæmlega sömu stöðu og þið, munurinn á mér og ykkur Guðmundi er einungis sá að þið teljið ykkur vita nægilega mikið um málið til að taka til þess vitræna afstöðu. Ég geri mér grein fyrir að svo er ekki. 

Vonandi skemmtiði ykkur vel

Heimir Eyvindarson, 9.12.2008 kl. 15:16

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

Magnús Helgi, þó ættir að kynna þér það sem Ragnar Arnalds hefur skrifað um Möltu og hvernig Ebémálpípur reyndu að breiða yfir sannleikann í því máli.

Heimir, hefurðu vondan málstað að verja? Er svona óskaplega óþægilegt að verða fyrir því að vera spurður með hástöfum? (þessarar einu spurningar: "SKIPTIR ÞETTA ALLT ENGU MÁLI?" – sjá innlegg mitt í morgun kl. 04:26 og aðdraganda þeirrar spurningar þar) og að fá hvatningu með hástöfum (þessa einu: " KYNNTU ÞÉR MÁLIN")?

Gættu þessa: það hefði komið sér betur fyrir okkur að vera EKKI aðilar að EES-samningnum, þegar kreppan skall á og árin á undan, því að hann reyndist okkur hengingaról.

Jón Valur Jensson, 9.12.2008 kl. 17:29

21 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Minn kæri Jón Valur. Skilurðu virkilega ekki að ég er ekki að mæla fyrir neinu nema málefnalegum umræðum. Hvaða vonda málstað hef ég þá að verja??? Ef þér er þetta í alvöru svona algjörlega óskiljanlegt þá gætirðu reynt að lesa kommentin mín aftur. Ef það hjálpar ekki þá er ég algerlega ráðalaus.

Ég ætlaði nú að láta hér staðar numið og biðja þig að beina ekki fleiri skrýtnum spurningum til mín, en dæmalaus fullyrðing þín um EES rekur mig þó til þess. Ég leyfi mér að andmæla henni og læt síðan staðar numið að sinni. Bið þig að virða það.

En semsagt, varðandi þá fullyrðingu þína að það hefði komið okkur betur að vera fyrir utan EES þegar kreppan skall á - og árin á undan- þá veit ég ekki hvaða kjáni kom því inn í hausinn á þér. En þú ert ekki sá fyrsti sem heldur þessu fram, sem er í sjálfu sér sorglegt. Talandi um klént!

Ef eitthvað er klént þá er það einmitt þessi hjákátlega tilraun ESB andstæðinga til að telja fólki trú um að það sé EES samningnum að kenna hvernig fór í málum Icesave. Ef ég á að segja þér alveg eins og er þá nenni ég ekki að ræða þetta, en ég held að þú hljótir að skilja að það er engin leið að skella þeirri skuld á EES.

Okkur hafa gefist ákveðin tækifæri með EES samningnum, það vita allir - líka þú. Það hvernig við síðan förum með þau tækifæri er auðvitað í okkar eigin valdi. Það hefur margoft verið rakið af mönnum sem eru okkur báðum fremri í hagfræðinni að stjórnvöld höfðu allskonar tæki til að stemma stigu við ofvexti Icesave. Ábyrgðarleysi stjórnenda bankanna og ráðamanna íslensku þjóðarinnar er þar auðvitað um að kenna. Það er hreinn barnaskapur að reyna að benda á aðra þegar kemur að því. Ef þú andar nú djúpt og hugsar eilítið áður en þú skrifar, þá held ég að þú hljótir að geta fallist á það.

En auðvitað er þér frjálst að halda áfram að berja hausnum við steininn, ekki get ég bannað þér það. Og ef þér er einhver fró í því að trúa því að fall íslensku bankanna sé EES að kenna þá er það í sjálfu sér ekki minn höfuðverkur. Þú verður að eiga það við þig.  

Ég er þó á því að umræðan ætti ekki vera á því plani sem hún allt of oft er, að þeir sem eru "með þér í liði" hafi alltaf rétt fyrir sér, sama hversu súrrealískar afsakanir þeir bera á borð, og að þeir sem eru ekki með þér í liði hafi einfaldlega rangt fyrir sér. Við komumst hvorki lönd né strönd með slíkum viðhorfum.

Það er hollt að vega og meta það sem þeir sem eru ekki "með þér í liði" hafa fram að færa, áður en gripið er til upphrópana og HÁSTAFA

Þessum tilmælum beini ég ekkert sérstaklega til þín, heldur allra sem fylgjast með umræðunni um Evrópumálin - hvort sem þeir eru með eða á móti, nú eða þá hlutlausir eða óákveðnir. Að standa í harðvítugri baráttu gegn einhverju sem maður einfaldlega getur ekki vitað nægilega mikið um til að taka vitræna afstöðu til þess er í besta falli dapurlegt.

Með vinsemd,

Heimir Eyvindarson

Heimir Eyvindarson, 9.12.2008 kl. 18:13

22 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hafa ekki, Heimir, farið fram málefnalegar umræður hér af hálfu okkar Guðmundar? Ég veit ekki betur. En sjálfur fæst þú lítt til máefnaumræðna um það, sem felast myndi í innlimun í EB. Þú víkur þér með öllu undan því að ræða hér vankanta og hættur EB-aðildar fyrir okkur sem sjávarútvegsþjóð og þá, sem langminnst yrði allra EB-þjóða, en með mestu freistingarnar fyrir stórþjóðirnar í vestanverðri álfunni til að bæta sér upp aflabrestinn í bæði Miðjarðarhafinu og Norðursjó.

Hitt virðistu geta rætt: EES-ssamninginn, en sérð þar þó ekki blákaldar staðreyndir: Hann átti að gefa okkur tækifæri, en veitti okkur ekki tollfríðindi í fiskútflutningi, en hitt urðum við að taka á okkur: tollfrelsi iðnaðarvara (frá EB hingað), sem lék okkur grátt þegar á 20. öld, sem og skipasmíðaiðnaðinn. EES átti að gera okkur fært að 'glóbalíserast', þó einungis inn á EES-svæðið, og einmitt þetta frelsi gaf útrásarmönnum færi á að setja upp atvinnustarfsemi í EES-löndum, og menn héldu að þeir hefðu himin höndum tekið, hluthafar eignazt svo mikið erlendis í bönkum, flugfélögum, fasteignarekstri, tízkubúðum, hóitelum – og að þetta hefði gefið okkur miklar skatttekjur að auki. EN HVAÐ ERU ÞÆR Á VIÐ ALLT TAPIÐ AF ÞESSARI ÆVINTÝRASTARFSEMI? Reyndu ekki þann blekkingarleik við lesendur þessarar síðu að halda því fram, að ábyrgðirnar, sem við lentum í, hafi ekki verið partur af því sem mótaðilarnir að EES-samningnum ætluðust til af okkur!

Við þurfum, Guðmundur Jónas, kannski með honum Gunnari Rögnvaldssyni, að tína það allt saman, sem græddist á EES (m.a. skatttekjur og arður), og svo allt hitt, sem tapaðist, og setja þetta þannig fram fyrir þjóðina, að menn átti sig á skaðsemi þessarar bannsettrar gildru, sem Jón Baldvin leiddi okkur í (og sumir telja Davíð hafa fallizt á gegn því á móti, að hann fengi forsætisráðherraembættið).

Jón Valur Jensson, 9.12.2008 kl. 19:45

23 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Mundi nú kannski ekki vera að vitna í mann sem er svarinn andstæðingur ESB og í forsvari fyrir Heimsýn. Enda geta allir eins og hann gerir leitað að neikvæðum síðum eða greinum til að styðja málstað sinn. Annars fyrst við erum að tala um Ragnar þá kemur það mér á óvart miðað við hvað allir telja hann vera kláran að hann situr ennþá í Stjórn Seðlabankanum og talaði allaf um að við værum svo velsett með krónuna fyrir fallið í október. Það væri gaman að fara að grúska í færslunum á blogginu hjá Heimsýn og skoða lofgjörðina um krónuna og hið sterka Ísland. Hefði haldið að manni sem er svo annt um Ísland og fullveldi þess segði af sér þegar að stofnun sem hann er í stjórn fyrir stendur sig ekki.

Rakst á athyglisverða færslu á bloggi Heimsýnar frá því í febrúar

Bendi fólki á athyglisverða greiningu Ragnars Arnalds á ástandinu hér hjá okkur í apríl 2008  þar segir hann m.a

Alþjóðlegir markaðir verðfelldu krónuna vegna vandræða stóru íslensku bankanna sem erlendir keppinautar gerðu að skotmarki og stimpluðu sem risa á brauðfótum vegna þess hve mjög þeir hafa þanist út á fáum árum.

En bankarnir rétta brátt úr kútnum og gengi krónunnar nær aftur jafnvægi. Þótt of lágt gengi valdi erfiðleikum er alltof hátt gengi hálfu verra; það veldur stöðnun og atvinnuleysi þegar til lengri tíma er litið. Við getum hrósað happi meðan efnahagslífið er ekki gikkfast í ofurháu gengi evrunnar sem einmitt nú er stóra vandamálið á evrusvæðinu.

Bendi fólki á að lesa alla greinina hún sýnir nú ekki að hann hafi verið að fylgjast með í starfi sínu í seðlabankanum

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.12.2008 kl. 20:30

24 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Sæll Jón Valur. Ég hvet þig í síðasta sinn til að líta yfir kommentin aftur svo þú áttir þig á því hvað er verið að ræða um. Ég kom ekki inná þessa síðu til að mæra ESB. Hef raunar aldrei gert það og þessvegna skil ég ekki hversvegna í ósköpunum þú ert svona draugfúll yfir því að ég skuli ekki svara fyrir þetta eða hitt sem er svo ægilega hættulegt í fari ESB. Mikið vildi ég að þú gætir skilið þetta elsku kallinn minn.

Ég er enginn sérstakur talsmaður ESB. Ég er ekki heldur spámaður, en það læðist að mér sá grunur að þetta komist ekki inn hjá þér. Því miður.

EES samninginn er ég hinsvegar til í að ræða, því ég þekki hann orðið sæmilega - og hef mótað mér skoðun á honum. Ég var reyndar á móti honum á sínum tíma, en hef síðan þá séð að hann hefur fært okkur ansi margt. Fleira gott en slæmt að mínu viti a.m.k. Svo langt sem það nú nær.

Svo bið ég þig í restina að lesa eigin komment, ef þú andar eitt augnablik og skoðar þau með gagnrýnum augum þá ættirðu að sjá hvað þú ert á miklum villigötum.

Þú segir t.d. einmitt þetta frelsi gaf útrásarmönnum færi á að setja upp atvinnustarfsemi í EES-löndum.

Já Jón Valur, það er einmitt rétt hjá þér. Og ég get bara ekki séð hvað er svona hrikalega vont við það að við höfum jafnan aðgang og aðrir að því markaðssvæði sem Evrópa er. Það hvernig við högum okkur, er síðan á okkar ábyrgð. Þar brugðumst við. Það er lítilmannlegt, í besta falli kjánalegt, að ætla sér að kenna öðrum í það. 

Og ef þú heldur að allt ESB batteríið sé fullt af vondum köllum sem séu á móti okkur og EES samningurinn sé ein stór gildra sem okkur var ætlað að ganga í þá langar mig að upplýsa þig um það að lífið er ekki svona svart og hvítt - a.m.k. ekki svona svart elsku kallinn minn. Það eru margar hliðar á hverju máli, og það er engum hollt að neita að skoða aðra hlið en sína.

Með jólakveðju,

Heimir Eyvindarson 

Heimir Eyvindarson, 9.12.2008 kl. 21:39

25 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kjánaleg þessi innlegg ykkar. Og sýður á mér í bræði, af því að ég var að missa út allýtarlegt svar til Magnúsar Helga, það hvarf fyrir handvömm. Hef verið annars staðar í kvöld, en kem aftur eftir að hafa nærzt og komið mér í réttu stellingarnar.

Jón Valur Jensson, 10.12.2008 kl. 00:32

26 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Kjánaleg já. Vel rökstutt innlegg hjá þér .

Hafðu það sem allra best.

Heimir Eyvindarson, 10.12.2008 kl. 10:30

27 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sömuleiðis, batni þér af Ebéflensunni.

Það brást að ég hefði tíma og orku í svarið. Hluti af því gengur út á að verja æru Ragnars Arnalds, sem skvett var á. Örstutt: bankaráð Seðlabankans hafði ekkert með ytri mál bankans að gera (gagnvart útlöndum, bönkunum, FME og ríkisstjórn o.fl.), einungis innanhússmál. Bankastjórnin (stjórarnir) sá um hitt. Þetta kom allt fram í fréttum, sem Magnús Helgi, sá mikli fréttasnapari, virðist hafa misst af.

Ragnar ber af í þekkingu um þessi EB-mál í nokkra áratugi; bók hans er afar vel unnin; hann er fyrrv. þingmaður, með einna mesta þingreynslu núlifandi manna, bráðskarpur, hefur verið menntamála- og fjármálaráðherra m.m. Magnús Helgi minnkar bara sjálfan sig á því að gera lítið úr honum. Góða nótt!

Jón Valur Jensson, 11.12.2008 kl. 03:33

28 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svo hyggst ég svara Heimi á morgun (næstsíðasta innleggi).

Jón Valur Jensson, 11.12.2008 kl. 03:35

29 Smámynd: Jón Valur Jensson

Á morgun segir sá lati – segir það aftur nú!

En á morgun kl. 12.40–13.00 verður útvarpað erindi mínu á Útvarpi Sögu olg endurtekin útsending kl. 18.00. Fjalla þar um EB-mál og sjávarútveginn o.fl.

Jón Valur Jensson, 12.12.2008 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband