Og enn hótar Ingibjörg !
24.12.2008 | 00:52
Og enn hótar Ingibjörg Sólrún utanríkisráðherra, og nú
á sjálfri Þorláksmessu. Jólakveðja til sjálfstæðismanna: Ef
þið samþykki ekki aðild að ESB á landsfundinum í janúar
verður stjórnarsamstarfinu slítið og kosið í vor. - Þannig að
einsgott er fyrir sjálfstæðismenn að vera nú góðu börnin á
jólum, og framyfir áramót að landsfundi, þar sem ákveðið
verður að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu.
Hlýtur að vera sérstök tilfinning hjá sjálfstæðismönnum
að halda landsfund undir slíkum hótunum samstarafs-
flokksins í ríkisstjórn. Og ekki bara einni hótun. Heldur
ítrekuðum hótunum.
Hlýtur að virka öfugt við það sem formaður Samfylkingar-
innar ætlast til. Efla hin þjóðlegu öfl innan Sjálfstæðisflokk-
sins í því að hafna algjörlega umsókn um aðild Íslands að
ESB. - Allt annað yrði litið sem algjör eftirgjöf við ítrekuðum
hótunum Ingibjargar Sólrúni Gísladóttir. - Sem er auðvitað
fráleit staða fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Liti út sem að formað-
ur Samfylkingarinnar væri farin að stjórna Sjálfstæðisflokk-
num í hinum veigamestu málum.
Samþykki landsfundur Sjálfstæðisflokksins aðildarumsókn
að ESB er flokkurinn þar með orðin Evrópusambandssinnaður
flokkur. Því enginn sækir um aðild að ESB nema viðkomandi
vilji þangað inn. - En þá er líka ljóst að flokkurinn klofni end-
anlega. - Og þar með stóraukast líkur á nýju framboði þjóð-
legra borgaralegra afla.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Skárra væri það nú! Meirihluti Samfylkingar vill fara að vita hvaða framtíðarsýn þessi stjórn hefur. Og meirihluti Samfylkingar vill fara í aðildarviðræður við ESB og það ekki seinna en strax! Ingibjörg er bara að endurspegla vilja Samfylkingar og leggja Sjálfstæðismönnum til eitthvað til að hugsa um með Jólasteikinni. Og þegar þeir hafa hugsað þetta þá eiga þeir gleðileg Jól og nýja framtíðarsýn!
Gleðileg Jól Guðmundur!
Magnús Helgi Björgvinsson, 24.12.2008 kl. 01:08
nýframtíðarsýn? meinaru ekki fortíðardraumar um að við verðum undir hæl evrópskra valdhafa?
Fannar frá Rifi, 24.12.2008 kl. 01:43
Sæll Guðmundur.
Það er rétt að það hlýtur að vera sérstakt að ganga til landsfundar með slíkar yfirlýsingar samstarfsflokksins meðferðis.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 24.12.2008 kl. 01:47
Hæl evrópskra valdhafa? Eru það ekki þjóðirnar í ESB þær eiga allar sinn fulltrúa í æðstu stjórn ESB. Og gott að gera sér grein fyrir að við erum í Evrópu sem og að við erum í EES samstarfi nú þegar þar sem við undirgöngumst ESB lög og reglur!
Minni líka á að í dag eru nær allar þjóðir Evrópu í ESB, að á leið þangað eða haf lýst vilja til að komast þangað inn. Þær þjóðir sem eru í augnablikinu ekki á leið þangað eru Norðmenn sem eru mun stærra land en við með mikil auðævi í olíu og gasi ásamt fiski. Og því mun sterkari stöðu til að standa þar fyrir utan í augnablikinu á meðan EES endist. Þyrftu samt að endurskoða stöðu sína ef að EES samningurinn breytist eða leggst af þegar við göngum í ESB. Þá er líka hægt að týna til Sviss sem er jú banka og fjármálaveldi. En þar hriktir í núna. Svartfjallaland er nú á leið þangað inn eftir að hafa tekið upp Evru einhliða. Ekkert land hefur hafið baráttu fyrir að komast út úr ESB aftur. Sem segir manni nú ýmislegt.
Magnús Helgi Björgvinsson, 24.12.2008 kl. 03:00
og hvað. ef allir reykja í krinum þig gerir það þá reykingar réttar. útaf því að "allir" eru að gera eitthvað er enginn réttlæting. það er ekkert við ESB sem vert er að sækja í.
og Magnús. hver eru samningsmarkmið Samfylkingarinnar?
http://www.visir.is/article/20081223/FRETTIR01/985877343
með sömu rökum mæti segja:
Allar þjóðir í Evrópu hafa her. Við ættum að setja á stofn her.
Fannar frá Rifi, 24.12.2008 kl. 10:21
Held að samningsmarkmið okka séu nú nokkuð ljós. Þau verða um að fá sérstakar undaþágur í Landbúnaði og varðandi fiskimið okkar í ljósi sérstöðu okkar hérna norður í ballarhafi.
Magnús Helgi Björgvinsson, 24.12.2008 kl. 10:28
Magnús. Það er ÖMURLEG framtíðarsýn fyrir hina fámennu íslenzku þjóð að
afsala sér að stórum hluta fullveldis, sjálfstæðis og yfirráðum yfir helstu
auðlindum með því að ganga valdhöfunum í Brussel á hönd. ALVEG STÓRKOSTLEG ÖMURLEG FRAMTÍÐARSÝN sem vonandi Sjálfstæðisflokkurinn
hafni ALGJÖRLEGA! Þú virðist enn ekki hafa kynnt þér uppbyggingu ESB
Magnús, því áhrif Íslands YRÐU ENGINN innan ESB. Langt innan við 1% af
þingmannafjölda Evrópuþingsins hefði Ísland við aðild. Þá yrði stórkostlegt
efnahagslegt tjón fyrir íslenskt hagkerfi þegar kvótinn á Íslandsmiðum
færist á hendur erl aðila til frambúðar. - Þannig að ÖLL RÖK mæla GEGN
aðild Íslands að ESB, enda framtíð þess mjög óviss um þessar mundir.
Þ'a er MJÖG erfitt ef ekki ómögulegt að ganga út úr ESB eftir að hafa lent
í köngulóavef þess. Skv Lissabonsáttmálanum er ESB í raun orðið eitt
RÍKI með fána, forseta, þjóðsöng, ríkisstjórn, þing, her, sérstakri utanríkisstefnu, og svo frv og svo frv, sbr. Sovétríkin sálugu. En svo sprakk
allt uppíloft enn daginn. - Já Magnús minn en samt GLEÐILEG JÓL á okkar
gamla góða Íslandi.
Sama til ykkar Guðrún og Fannar. Gleðileg Jól!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 24.12.2008 kl. 10:29
Fannar. Samningsmarkmið Samfylkingarinnar eru ENGINN enda kvartaði
enn borgarfulltrúi hennar yfir því í blaði í gær.
Kannski að Magnús gæti t.d upplýst okkur um samningsmarkmiðin varðandi
sjávarútveginn og hinn framseljalega kvóta á Íslandsmiðum. Hvernig Sam-
fylkinginn ætlar sér að koma í veg fyrir að kvótinn komist í erl. yfirráð með
tíð og tíma með skelfilegum afleiðingum fyrir okkar þjóðarbú og efnahag.
Norðmenn fengu ENGAR undanþágur sem máli skipti enda þvísvar sinnum
hafnað aðild Norgegs að ESB m.a af þeim sökum.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 24.12.2008 kl. 10:37
Taktu eftir því Fannar. Magnús sagði. Ég held, ég held um samningsmarkmiðin. Sem sýnir að kratar eru gjörsamlega óundirbúnir fyrir
aðildarviðræður að ESB. Nema þer ætli sér að luffa þar öllu flatmagandi.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 24.12.2008 kl. 10:40
Benedikt. Þið ESB-sinnar hafið ALDREI geta sýnt fram á efnahagsllegan
ávinning á því að ganga í ESB. Hvers vegna þá að ganga í ESB? Hins vegar
höfum við ESB-andstæðingar bent á fjölmarga galla á á ESB-aðild þar á meðal þan stórgalla að þurfa að deila okkar dýrmætu fiskiauðlind með ESB.
Svo má benda á að stærsta ástæða hremminganna nú vegna bankahruns
og icesave-reikninga sem einmitt vegna regluverka ESB og EES en ekki
öfugt.
Svo bara gleðileg jól Benedikt minn og þín fjölskylda og takk fyrir öll skoðanaskiptin á árinu. Og færsælt komandi ár.
árinu
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 24.12.2008 kl. 13:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.