Aðildarsinni vill aðildarviðræður !
26.12.2008 | 15:12
Sá sem vill aðildarviðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu
er um leið orðinn aðildarsinni, Evrópusambandsinni. - Því enginn
getur viljað aðildarviðræður að einhverju sem viðkomandi er á móti.
Er þetta ekki orðið nokkuð ljóst?
Þess vegna ef einhver stjórnmálaflokkur samþykkir að fara skuli í
aðildarviðræður um aðild Íslands að ESB hlýtur sá fllokkur að teljast
Evrópusambandssinnaður flokkur. Eins og Samfylkingin. Er þetta
ekki nokkuð ljóst líka?
Þannig að ef Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokksflokkurinn
samþykkja á flokksþingum sínum í janúar að sækja skuli um aðild
Íslands að ESB með aðildarviðræðum hljóta þessir flokkar þar með
að teljast Evrópusambandssinnaðir flokkar. Því enginn flokkur sem
er á móti aðild Íslands að ESB styður aðildarumsókn að ESB. Er
ekki þetta nokkuð ljóst líka?
Talsmenn Vinstri græna segjast styðja aðildarviðræður að ESB og
þar með umsókn að ESB. Þar með eru Vinstri-grænir orðnir Evrópu-
sambandssinnaður flokkur. - Alla vega getur enginn sannur ESB-
andstæðingur stutt slíkan flokk. - Liggur það ekki ljóst fyrir?
Frjálslyndir segjast á móti aðild Íslands að ESB. Samt kjósa þeir
yfirlýstan ESB-sinna sem vill umsókn að ESB sem sinn þingflokks-
formann. Er slíkum flokki sem það gerir treystandi í Evrópumálum?
Nei, ekki gagnvart þeim sem vilja hreinar línur í þessum málum.
Ef allt fer á versta veg í janúar og Evrópusambandsinnar hafa
sitt fram í Framsókn og Sjálfstæðisflokki hljóta öll hin öflugu
þjóðlegu öfl í íslenzkum stjórnmálum að hugsa sinn gang. Þau
hljóta þá að mynda öfluga hreyfingu á mið/hægri kannti íslenzkra
stjórnmála. - Finna sér nýjan þjóðlegan pólitískan vettvang sem
einnig stæði fyrir allsherjar uppstokkun í íslenzku samfélagi og
stjórnkerfi þess. - Liggur það ekki mjög ljóst fyrir líka ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Aðildarsinni vill umsókn um inngöngu og svo atkvæðagreiðslu. Andstæðingur aðildar vill umsókn um inngöngu ef þjóðaratkvæði sýna þann vilja. Það er enginn á móti vilja meirihlutans - er það? Ég átta mig ekki á hvoru megin hryggjar þú liggur. Á bara að segja nei af því þú segir nei????
Ragnar Eiríksson
Ragnar Eiríksson, 26.12.2008 kl. 16:19
Ragnar er þér um megn að skilja svona ofur-einfaldan hlut um að NEI
þýðir NEI.? Sá sem er á móti einhverju segir NEI við því. Er það svo flólkið?
NEI við ESB þýðir líka NEI við umsókn að því. Að sjálfsögðu! Er það svo
flókið fyrir þér?
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.12.2008 kl. 16:56
Við verðum fjandakornið að fá að segja þetta nei!!!!!! Það er fyrsta skrefið! Annað skrefið virðist ætla að verða að sparka öllu þessu þjófahyski sem nú ræður völdum og situr eins og límt við stólana allstaðar, í ríkisstjórn, stjórnarráði, bönkum, sem lobbyistar kringum skilanefndir - ég held að hreppsnefndir sleppi - ef þær heita því nafni!
Ég skil NEI og ég segi NEI - ég þarf bara að koma því ofan í kjörkassa!
Baráttukveðja,
Ragnar
Ragnar Eiríksson, 26.12.2008 kl. 21:34
Þá erum við kannski ekki svo rosalega óssammála Ragnar. Því hér er líka
klárt NEI við gjörspilltu bankakerfi, stjórnsýslu og lobbyisma, og að þessi
handónýta ríkisstjórn fari frá sem allra fyrst!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.12.2008 kl. 22:24
Við erum bara alveg sammála, ég er bara svo rosalega stríðinn!
Ragnar
Ragnar Eiríksson, 26.12.2008 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.