Rétt hjá Syrmi um áhrifalausan útkjálka


   Það er rétt hjá Styrmi Gunnarssyni fyrrv. ritstjóra Mbl.
að Ísland verði áhrifalaus útklálki gangi það í ESB.  Því
er það hárrétt hjá Styrmi að hvetja Sjálfstæðisflokkinn
og grasrót hans að fella umsókn Ísland að  ESB á lands-
fundi flokksins í janúar. Því það er alveg ljóst að sam-
þykki landsfundurinn aðildarumsókn væri Sjálfstæðis-
flokkurinn þar með orðinn að Evrópusambandsflokki
alveg eins og Samfylkingin.  Nákvæmlega sem formaður
Samfylkingarinnar er að kalla á eftir og það með ítrek-
uðum hótunum á Sjálfstæðisflokkinn  og forystu hans.

  Aðildarviðræðusinni að ESB HLÝTUR sjálfkrafa að vera
sambandsinni að ESB. Enginn sækir um hlut sem viðkom-
andi er á móti. - Nei þýðir nei.  Nei við ESB hlýtur  þá
sjálfkrafa að þýða NEI við aðildarviðræðum og NEI við
umsókn að ESB. - Einfaldara getur það ekki verið!!!!!

  Allt bendir til að Framsókn gerist formlegur Evrópu-
sambandsflokkur á flokksþingi sínu í janúar.  Þar með
bætisr hún í hóp með Samfylkingunni. Talsmenn Vinstri
grænna tala nú allt í einu fyrir aðildarviðræðum að ESB.
Þar með er Vinstri grænum ekki lengur treystandi í
Evrópumálum. Þá er þingflokksformaðu Frjálslyndra
ESB-sinni sbr. skrif hans á hans heimasíðu um þessa
frétt af Styrmi.  - Frjálslyndum er því ekki heldur treyst-
andi í Evrópumálum.

   Því bendir  allt til uppgjörs á landsfundi Sjálfstæðis-
flokksins í janúar, eins og raunar á mið/hægri kannti ís-
lenzkra stjórnmála, eftir allt sem á undan er gengið. Heil-
steyptur og heiðarlegur borgarflokkur á ÞJÓÐLEGUM
grunni verður þá vonandi útkoman!


 
mbl.is Ísland áhrifalaus útkjálki?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Stefna Frjálslynda flokksins er enn sú að ekki skuli sótt um aðild að Evrópusambandinu að svo komnu máli , burtséð frá mismunandi skoðunum manna um þau hin sömu mál.

Sé vilji til að breyta þar um, mun það koma fram á næsta landsþingi.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 27.12.2008 kl. 00:55

2 identicon

Komið þið sæl; Guðmundur Jónas, og Guðrún María, líka sem þið önnur, hver hér plagast, til skrifta og lesningar nokkurrar !

Um leið; og ég þakka þér, hátíðarkveðjur ágætar, á dögunum, Guðrún María, og umsendi snart, til þín, sem þinnar ágætu fjölskyldu, jafnframt, skal ég árétta eftirfarandi :

Á meðan; hælbítar lands, sem þjóðernis okkar og fénaðar, eins og skúmurinn Jón Magnússon, hverjum ég hefi sýnt talsverða þolinmæði, til að bera af sér Evrópusambands liðveizlu sakir, ganga sjálfala, í flokki ykkar Guðjóns Arnars, og ykkar slektis alls, mun trúverðugleiki ykkar enginn kallast, viðlíka aumur og smár, sem þeirra Vinstri Grænu, hver stokkið hafa, á vagn frjálshygguflokkanna þriggja, til Brussel valla samkundunnar, sem þið Guðmundur vitið jú; vísast.

Skömm mikil; að þeim óbermishætti, að vilja svíkja land og fólk og fénað, í hendur gömlu nýlenduherranna, þar syðra, gott fólk.

Með ágætum kveðjum, sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

p.s. Hvar svefnleysi glepur mig, vegna þjóðfélags ástandsins, skuluð þið ekki láta ykkur bregða, þótt svo ég pári einhverjar línur, á hinum ólíklegustu stundum sólarhrings, gott fólk.   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 04:34

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þakka innlit ykkar Guðrún og Óskar.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.12.2008 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband