Vandræðagangur! Þjóðaratkvæði um þjóðaratkvæði
31.12.2008 | 09:45
Geir H Haarde forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins
er kominn í bullandi vandræði með Evrópumálin innan flokksins.
Hann veit sem er að djúpstæður ágreiningur er meðal tveggja
fylkinga innan flokksins um aðildarumsókn Íslands að ESB. Til
að forða flokknum frá algjörum klofningi virðist þrautalendingin
hjá Geir vera sú að taka málið af dagskrá innan flokksins, og
henda því í þjóðina. Gefast upp með að útkljá málið pólitískt.
Sem yrði mikill pólitískur veikleiki. Bæði fyrir Geir og þá ekki
síst fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Þjóðaratkvæði um þjóðaratkvæði um hvort sækja eigi um aðild
Íslands að ESB er skrípaleikur, og algjört ráðþrot íslenzkra stjórn-
mála að geta ekki myndað sér grundvallarskoðun í jafn stórpóli-
tísku máli og því hvort Ísland skuli áfram vera frjálst og fullvalda
ríki eða hluti af Stórríkjasambandi Evrópu. - Um það snýst málið,
auk þess að Íslendingar hafi ætíð óskoruð yffirráð yfir sínum auð-
lindum.
Geir H Haarde hefur gefið tóninn. Uppgjafartón númer tvo innan
við sólahring. Sá fyrri var um að til greina komi að falla frá lög-
sókn gagnvart Bretum vegna hryðjuverkalaganna gegn ásættan-
legum vaxtakostnaði vega icesave-reikninganna. Hinn síðari nú
uppgjöf í Evrópumálum.
Hvaða uppgjöf verður næst ?
Umsókn í þjóðaratkvæði? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Guðmundur og Gleðilegt nýtt ár, með þökk fyrir það gamla.
Af tvennu illu í vandræðagangi Sjálfstæðisflokksins með Esb þá tel ég það sannarlega farsælast að þjóðin fái að segja hvort hún vilji sækja um aðild eða ekki, í atkvæðagreiðslu þar að lútandi.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 1.1.2009 kl. 01:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.