Ár sjálfstæðisbaráttu. Barist fyrir áframhaldandi fullveldi !


   Um leið og við Íslendingar fögnum nýju ári er alveg ljóst
að þetta ár verður mikið báráttuár. Ekki bara fyrir hvern
og ein okkar heldur og ekki síður fyrir þjóðina í heild við
að halda sjálfstæði og fullveldi sínu, og fullum yfirráðum
yfir auðlindunum.  And-þjóðleg öfl munu aldrei sem fyrr
gera mikla atlögu  að  þjóðfrelsi  íslenzkrar þjóðar með
þvi að koma því í gegn að Ísland  sæki um aðild að hinu
miðstýrða Stórríki Evrópu, ESB, með inngöngu í huga.
ÞAÐ MÁ ALDREI VERÐA!  A L D R E I !!!!

  Þess vegna hefur það ALDREI verið mikilvægara en einmitt 
nú í byrjun ársins 2009 að ÖLL ÞJÓÐLEG ÖFL sameinist og
strengi þess heit að standa vörð um fullveldi og sjálfstæði
íslenzkrar þjóðar, HVAÐ SEM ÞAÐ KOSTAR !

  Gleðilegt nýtt ár kæru Íslendingar - með þjóðlegri kveðju.  

   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilegt ár Guðmundur Jónas og takk fyrir mjög góð og kraftmikil skrif fyrir land okkar og þjóð. Áfram Ísland !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 01:25

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Gleðilegt ár Guðmundur og takk fyrir liðið.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 1.1.2009 kl. 01:38

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk fyrir kveðjunar og sömuleiðis Gunnlaugur og Gunnar.

Því miður hafa hér komið inn nafnlausir til að sverta mannorð mitt og málstað, en verið hent út.  Virðist því miður fara í vöxt að nafnlausir hugleysingar misnoti aðstöðu sína hér á Mbl.blogginu eins og frægt er.

Tek fram að slíkum athugasemdum verður ekki leyft að birtast hér og þeim
sem það gera til viðvörunar hef ég yfir þeirri tækni að búa að geta rakið
slík tölvuboð og haft upp á viðkomandi.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 1.1.2009 kl. 13:38

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur og Gleðilegt nýtt ár.

Já það mun sannarlega þurfa að standa áfram vörð um sjálfstæði einnar þjóðar.

kv. Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.1.2009 kl. 00:24

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Gott og gleðilegt árið. Síðan þurfum við að einhenda okkur í að Íslendingar segi sig frá barnasátmála Sameinuðu þjóðanna. Við sem sannir, sjálfstæðir, fulvalda og óháðir borgarar látum ekki útlendinga segja okkur hvernig við eigum að ala upp börnin okkar. Áfram Ísland fyrir einmana Íslendinga!

Gunnlaugur B Ólafsson, 2.1.2009 kl. 04:20

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Gleðilegt ár Gunnlaugur


Einungis sósíal-demó-krati kemur með svona blinda trú á getu embættismanna Gunnlaugur. Þetta er ekkert mál hjá þegnunum hérna í Evrópusambandinu, þeir eignast einfaldlega engin börn lengur, svo engin börn þurfa þeir að ala upp. Embættismennirnir eru búnir að heilaþvo þegnana og fylla þá óöryggi á eigin getu og eyðileggja trú fólksins á framtíðina í 30 ára massífu atvinnuleysi. Þetta er akkúrat það sama og gerðist í Sovétríkjunum. Ekkert gat gerst nema með hjálp hins opinbera.

Kveðjur

PS: Ísland er jarðfræðilega bundið við jarðskorpuna og hefur verið það síðan landið myndaðist í eldgosum. Það fer ekki neitt. Það flytst ekkert við það að ganga í miðstýrt skriffinnaveldi. Einfaldara er að kaupa sér flugmiða ef þú ert svona einangraður á Íslandi, eða bara tala í síma við útlönd. Það er einna ódýrast á Íslandi. Svo er það internetið.

Brottfarir í dag frá Keflavík eru þessar:

========================

AEU153 London Stansted

FI212 Copenhagen

AEU133 Berlin Schoenefeld

FI454 London Heathrow

FI631 Boston Logan Intl

FI615 New York JFK

FI689 Orlando Sanford Intl

FI440 Manchester

AEU901 Copenhagen

AEU153 London Stansted

FI318 Oslo Gardermoen

FI306 Stockholm Arlanda

FI502 Amsterdam Schiphol

FI542 Paris Charles De Gaulle

FI204 Copenhagen

FI450 London Heathrow

FI914 Las Palmas

Því miður er ekkert flug til Brussel enda er ekkert þar nema kontórar.

Gunnar Rögnvaldsson, 2.1.2009 kl. 13:06

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Því má bæta við að ástæðan fyrir því að það eru svona margar brottfarir og komur til og frá Íslandi á hverjum degi er vegna þess að Ísland er sjálfstætt og fullvalda ríki. Ísland þarf nefnilega ekki að bíða eftir einu né neinu. Það getur sjálft!

Gunnar Rögnvaldsson, 2.1.2009 kl. 14:16

8 identicon

Gunnar, samkvæmt könnunum er mikið fylgið við ESB-aðild á Íslandi. Á þessi mikli fjöldi þá bara að drulla sér úr landi?

Hólmar (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 20:44

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þetta er röng spurning Hólmar og rangtúlkun á því sem ég skrifaði.


Það er ekki hægt að veita svo mikilvægu máli eins og sjálfstæði Íslands og íslensku þjóðarinnar ábyrgðarfulla og umhyggjusama umönnun samkvæmt skoðanakönnunum líðandi stundar - og alveg sérstaklega ekki þegar þjóðin er skelfingu lostin og mjög reið eftir að bankakerfi hennar var gert gjaldþrota í Evrópusambandinu af Evrópusambandinu og með hjálp óvitaskapar núverandi ríkisstjórnar og fjárglæframanna sem héldu að þeir gætu gengið á vatni.

Það er villimannslegt að notfæra sér þennan ótta og skelfingu til að innlima landið og þjóðina inn í stórríki sem er í miðjum smíðum hér í henni gömlu og styrjaldarþreyttu Evrópu. Ísland er svo langt frá því að vera einangrað. Að nota orðið einangrun í þessu sambandi lýsir einungis hugarástandi einstaklinga og ekki raunveruleikanum.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 2.1.2009 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband