Ingibjörg Sólrún í raun búin að slíta stjórnarsamstarfinu !


   Ekki verður annað skilið af orðum Ingibjargar Sólrúnar
formanns Samfylkingarinnar í hádegisfréttum RÚV nú á
gamlársdag, en að hún í raun sé búin að slíta stjórnar-
samstarfinu. En þar telur hún eðlilegt að þingkosningar
fari fram í vor ef ákveðið verði að ganga til þjóðaratkvæða-
greiðslu um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Áður
hafði Ingibjörg hótað stjórnarslitum ef Sjálfstæðisflokk-
urinn samþykkir ekki hennar heitustu ósk um að sótt
verði um aðild að ESB á fyrri hluta þessa árs.

  Skv. þessu virðist engu breyta fyrir stjórnarsamstarfið
hvort Sjálfstæðisflokkurinn samþykkir eða hafnar umsókn 
að ESB. Samt skal kjósa í vor að mati Ingibjargar. Ríkis-
stjórnarsamstarfið er því steindautt burseð frá   hvað
Sjálfstæðisflokkurinn ákveður í Evrópumálum í janúar.

  En hvers vegna þá þetta óðagot hjá forystu Sjálfstæðis-
flokksins um að halda landsfund nú í janúar um Evrópumál?
Af hverju er þeim málaflokki einfaldlega ekki frestað  um
óákveðinn tíma í ljósi stjórnarslitahótanna  Samfylkingar-
innar? Er engin takmörk háð samstarfslund forystu Sjálf-
stæðisflokks við samstarfsflokkinn undir ítrekuðum hótun-
um formanns Samfylkingarinnar um stjórnarslit og nýjar
kosningar?

   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband