Eftir hverju bíða sjálfstæðismenn ?


   Er flokksforysta Sjálfstæðisflokksins orðin algjörlega
rænulaus? Eftir hverju bíður hún? Sér hún hvorki eða
heyrir að formaður Samfylkingarinnar er búinn að slíta
ríkisstjórnarsamstarfinu? Boðar kosningar strax í vor
hvernig sem landsfundurinn fer hjá Sjálfstæðisflokk-
num.

  Það er ekki bara að formaður Samfylkingarinnar ætli
að stjórna því að Sjálfstæðisflokkurinn verði við óska-
draumi sínum um að sótt verði þegar í stað um ESB.
Heldur skuli kosið til Alþingis samhliða án samráðs
við samstarfsflokkinn.

  Að sjálfsögðu eiga sjálfstæðismenn að taka formann
Samfylkingarinnar á orðinu. Slíta stjórnarsamstarfinu
strax að loknum  landsfundi. Það  verði  helsta  mál og
niðurstaða landsfundar. Kosningar strax. Engar ákvarð-
anir teknar um Evrópumál. Og því síður gerðar breyt-
ingar á stjórnarskrá. Þannig að allt aðildarkjaftæði
Ingibjargar Sólrúnar og annara ESB-sinna  verði hent
út í hafsauga.  Fullveldi og sjálfstæði íslenzkrar þjóðar
til mikilla heilla.

  Þá fyrst yrði einhver von fyrir Sjálfstæðisflokkinn!
mbl.is Alþingiskosningar samhliða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hvað á að kjósa um  hvað er euro

gisli hjalmarsson (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 20:12

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Heyr, heyr - algerlega sammála.  Kerlingin er búin að ákveða stjórnarslit, hvernig sem mál fara á landsfundinum. 

Geir verður að sýna hvað í honum býr og slíta þessu ólukkans stjórnarsamstarfi strax eftir fundinn.  Það er ekki hægt að láta þessa ESB rugludalla hringla svona með okkar flokk.  Eða kannski verður hann ekki okkar flokkur eftir allt á næstunni ??

Sigurður Sigurðsson, 2.1.2009 kl. 20:13

3 identicon

Samkvæmt innanbúðarmanni hjá Sjöllum sem ég þekki mjög vel, er mikill meirihluti við ESB-aðild hjá Sjöllum og því formsatriði að halda þennan Landsfund.

Ekki nóg með það, heldur er verið að leggja drög að umsókn að ESB, hefur Geir haldið því leyndu í langan tíma og í raun mjög langan tíma.

Helgi Sigmarsson (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 20:49

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Tek fram, er ekki sjálfstæðimaður. Minni samt á skoðanakönnum fyrir nokkru
að rúm 20% sjálfstæðismanna eru hlyntir aðild að ESB meðan rúm 50% eru
andvig. Þannig ekki passar það nú við heimildir þínar Helgi.

En fari svo að Sjáfstæðisflokkurinn gerist ESB-flokkur eins og hin andþjóðlega Samfylking mun sterkur ÞJÓÐLEGUR borgarasinnaður mið/hægri flokkur verða til og stjórna Íslandi utan ESB.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.1.2009 kl. 21:11

5 identicon

Ég skildi fréttina þannig að ISG væri að hóta sjálfstæðismönnum stjórnarslitum ef þeir ætluðu að halda því til streitu að láta kjósa tvisvar um ESB. Hún er til í að halda samstarfinu áfram ef ákveðið verður að ganga til viðræðna við ESB og svo að kjósa um niðustöðuna. Mér sýnist ISG vera á góðri leið með að breytast í handrukkara. Þessar hótanir hennar eru að verða reglulegur viðburður.

Gunnar (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 21:40

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nú Guðmundur verður þú að fara að koma með þínar hugmyndir um framtíðasýn fyrir Ísland. Og hvernig þú vilt að hér verði lífvænlegt og við komumst út úr þessu. Held að Norskakrónan sé ekki lausnin eða loka okkur af í samskiptum við aðrar þjóðir. Og eins þá væri gaman að fá útlistingu á hvað felst í Þjóðlegum gildum?

Auðvita eru Sjálfstæðismenn að huga að því hvaða breytingar þurfi að verða á stefnu þeirra. Þeirra stefna hefur verið við líði núna í 17 ár hér á landi og þú sérð hvert hún hefur leitt okkur.  Við þurfum breytingar. Við þurfum að finna leið sem kemur í veg fyrir stöðnun hér. Stefna Samfylkingar hefur verið ljós lengi. Það var samið um að ESB yrði ekki á dagskrá þegar að ástandið hér var allt annað. Nú þegar þetta áfall er gengið yfir okkur er mikill þrýstingur á Ingibjörgu frá sínum félögum um að aðildarviðræður við ESB komi á dagskrá. Og hún endurspeglar það. Hún hefur sagt að samstarfi við Sjálfstæðismenn sé sjálfhætt ef þeir ákveða að gera ekki neitt. Fólkið í landinu vill breytingar og það bíður ekki endalaust.

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.1.2009 kl. 22:26

7 identicon

Já húrra fyrir gamaldags hugunarhætti. Mest væri gaman ef það væru bara íhaldsmenn á Íslandi þá bjyggum við sennilega öll í moldarkofum og hefðum sveitfesti sem var svo skemmtileg. Mikið gaman og mikið fjör. En sem betur fer hefur sagan verið öðruvísi. Hérna mynduðust hagsmunasamtök verkafólks sem börðust fyrir rétti þeirra sem minna máttu sín í þessu þjóðfélagi. Þeir einu sem stóðu á bremsunni þegar talað var um að færa fólki réttarbætur voru alltaf sömu flokkarnir. Veistu hvaða flokkar þetta voru? Jú Þetta voru Framsókn og Sjálfstæðisflokkur, hægri flokkar. Framsókn hékk á sveitfestinni með dygri aðstoð Sjálfstæðismanna og fengu þannig oft á tíðum hræódýrt vinnuafl fyrir sveitavarginn, og Sjálfstæðisflokkurinn var á móti vökulögunum og öllum tilraunum við að setja hér almannatryggingar. Það var ekki fyrr en Alþýðuflokkurinn bauð Sjálfstæðisflokknum upp á að ef þeir færu saman í stjórn þá gætu þeir breytt kosningalögum þannig að Sjálfstæðisflokkurinn myndi græða þrjá þingmenn umfram það sem hann hafði haft og allt á kostnað Framsóknarflokksins. En í staðin vildi Alþýðuflokkur að Sjálfstæðismenn styddu frumvarp um almannatryggingar sem voru lögfest árið 1946 og tóku gildi ári seinna. Óli Thors samþykkti þetta. Svo ef maður skoðar sögu velferðar og fátæktar á íslandi þá voru það þessir tveir flokkar Framsókn og Sjálfstæðisflokkur sem oftast stóðu í veginum fyrir úrbótum til handa almenningi. Svo mig hryllir við tilhugsuninni við að fá sterkan ÞJÓÐLEGAN hægri flokk til að stjórna einangruðu Íslandi með handónýta krónu sem gjaldmiðil. Hafa þá allir þessir hagfræðingar og doctorar rangt fyrir sér, en þú rétt? Ég staðhæfi að svo sé ekki. Bara að lesa sig til um kosti og galla, þá kemur í ljós að í fyrsta lagi, þá eigum við ekki annan kost í stöðunni vegna gjaldmiðilsins, og í öðru lagi, þá verður þetta til mikilla hagsbóta fyrir almenning í þessu landi bæði hvað varðar vexti og matvöruverð, og í þriðja lagi þá verður þetta til þess að forða okkur frá því að verða aftur einangrað haftaríki. Þess vegna skil ég ekki hvað þið andstæðingar ESB eruð að tala um.

Valsól (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 22:50

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Evrópusambandið er ekki gjaldmiðill, Valsól. Það er nýtt ríki í smíðum. Þessvegna.


Ísland getur einungis orðið fátækara að öllu leyti á því að ganga í Evrópusambandið. Efnahagslega, menningarlega, atvinnulega, þjóðarlega, sjálfsbjargarlega, vitsmunalega, stjórnmálalega og utanríkismálalega fátækara. Enginn hefur hagnast á því að ganga í Evrópusambandið því Evrópusambandið er fyrst og fremst pólitískt samband Frakka og Þjóðverja sem á að reyna að gera þessum þjóðum kleyft að búa í sama húsi. Þetta er hækja og lyf þessara tveggja þjóða, fyrst og fremst.

2 plús 2 eru ennþá 4

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 3.1.2009 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband