Rangt í forsíðufrétt Morgunblaðsins
5.1.2009 | 13:33
Á forsíðu Mbl í dag er sagt í fréttafyrirsögn ,,YFIRRÁÐ YFIR
MIÐUNUM Í STJÓRNARSKRÁ". Þar er látið í veðri vaka að hægt
verði að tryggja yfirráð Íslendinga yfir fiskimiðunum verði það
bundið í stjórnarskrá. Í því tilefni er vitnað í Davíð Þór Björg-
vinsson dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þarna er
verið að gefa í skyn í rangri fyrirsögn mynd af því sem mögu-
legt gæti orðið, gerist Ísland aðili að ESB. Fréttaflutningurinn
er hins vegar bæði rangur og villandi. ESB-áróður!
Gangi Ísland í ESB gengur það sjálfkrafa undir sjávarútvegs-
stefnu þess. Einnig undir ALLT regluverk ESB sem er ígildi
stjórnarskrá þess. Þess vegna verður að breyta íslenzku
stjórnarskránni til samræmis þeirri hjá ESB varðand allt
er snertir fullveldi og framsals þess til yfirstofnana ESB.
Ákvæði um yfirráð Íslendinga yfir miðunum í íslenzku stjórn-
arskránni hefur því EKKERT að segja, og verður að víkja fyrir
lögum, lagatúlkunum og reglum ESB ef á reynir. Svo einfallt
er það!
Þar að auki missa Íslendingar klárlega mikilvæg yfirráð yfir
sjálfum fiskveiðikvótanum á Íslandsmiðum gerist Ísland að-
ili að ESB. Því þá sitja allir þegnar ESB jafnir á við Íslendinga
að fjárfesta í íslenzkum útgerðum og þar með þeim kvóta
sem þær ráða yfir. Sá þáttur er í raun stærstur varðandi yfir-
ráð okkar yfir fiskveiðiauðlindinni, því hann tengist gífurlega
efnahagslegum hagsmunum þjóðarinnar.
Þótt ritstjórnarskrif MBL séu lituð ESB-áróðri hefur frétta-
flutningur blaðsins sloppið við hann að mestu leiti. Forsíðu-
fyrirsögnin í dag bendir kannski til að á því verði einnig breyt-
ing. - Ekki verður það til að styrkja trúverðugleika blaðsins
í því kynningarátaki um Evrópumál sem blaðið stendur nú
fyrir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Íslanda hefð nú eftir sem áður yfirráð yfir miðunum. Og líkur eru á að við hefðum líka yfirráð yfir kvótaákvörðunum þó við yrðum að bera það undir sameiginlega yfirstjórn ESB. Nú í dag mega útlendingar fjárfesta í sjávarútvegsfyrirtækjum. Þeir mega bara ekki eiga meirihluta þar í lengri tíma en 12 mánuði minnir mig. Ég hef nú ekki séð þá hlaupa í það. Eins eru breytingar fyrirhugaðar hjá ESB sem auka völd ríkja til að stjórna sínum miðum sjálf. Nú í dag eru þetta um 100 til 200 Íslendingar sem eiga mest allan kvótann og flytja fiskinn nær beint úr landi lítið unninn beint úr landi.
Magnús Helgi Björgvinsson, 5.1.2009 kl. 14:37
Nei Magnús. Ekki segja þetta. Ísland hefur EKKI yfirráð yfir fikimiðunum
gangi það í ESB. Og taktu eftir því. Fiskiauðlindin innan ESB er EINA auðlindin innan þess sem ESB fer með SAMEIGINLEGA yfirstjórn yfir.
En þetta er mikilvægasta auðlind Íslands og meiriháttar tekjulind þess.
EKKERT ESB ríki myndi samþykkja sameiginlega yfirstjórn ESB yfir sinni
mikilvægustu auðlind. EKKERT. Það ætlið þið ESB-sinnar að láta ESB
gera gagnvart mikilvægsutu auðlind Íslands. Gjörsamlega klikkaðir!
Þá myndu samningar um alla flökkustofna við Ísland fara til Brussel.
Útlendingar meiga í dag ekki eignast meirihluta í ísl. útgerðum. Þetta er
lykilatriði svo við höldum kvótanum innan ísl. hagkerfis. Allt þetta
galopnast við ESB-aðild. 100% víst að ENGINN undanþága fæst frá þessu.
Erl lánadrottnar geta eignast útgerðir í gjaldþroti en verða að selja innan
12 mánaða ísl. aðila. Kvótann fá þeir hins vegar ekki að ráðstafa á tíma-
bilinu.
Ef þú hefur lesið grein breks þingmanns í mbl um helgina þar sem hann
varar Íslendinga að ganga í ESB ekki síst vegna sjávarútvegsstefnu ESB.
Ekkert er í hendi í dag um breytingar á sjávarútvegstefnu ESB. Fyrst
Bretar nætstærsta ríki ESB hefur ENGU ráðið um slíkar breytingar í
áratugi hversu miklar líkur eru á að örþjóðin Ísland gæti haft það frekar?
Barnaskpur!
Þó að væri ekki nema EINN ÍSLENZKUR aðili sem ætti allan kvótann væri
það þúsund sinnum betra en að útlendingar eignuðust hann með tíð og
tíma. Því með ÍSLENZKU eignarhaldi væri 100% tryggt að allur virðisuki
kvótans heldist í okkar hagkerfi þjóðinni ALLRI til góða en ef hann lendir
í höndum útlendinga hyrfi virðisaukinn og afreksturinn úr landi.
Það er alveg með hreinum ólíkindum hversu treglega þið ESB sinnar
skiljið þetta, því eru það ekki fyrst og fremst efnahagsleg rök ykkar
fyrir því að ganga í ESB?
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.1.2009 kl. 15:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.