Illugi og Bjarni orðnir harðir ESB-sinnar !
16.1.2009 | 00:24
Ekki verður annað skilið en Illugi Gunnarsson og Bjarni Benediktsson
séu orðnir hinir hörðustu ESB-sinnar innan Sjálfstæðisflokksins í dag.
Í Kastljósþættinum í kvöld hvöttu þeir félagar enn og aftur til að sótt
verði um aðild Íslands að Evrópusambandinu. - Af vísu bera þeir fyrir
sig nauðsyn þess að fá þetta mál út af borðinu og vísa því til þjóðar-
innar. Það eru hins vegar engin rök í málinu. Því fyrst þarf að myndast
pólitískur meirihluti fyrir slíku á Alþingi. Því það er grundvallaratriði að
skýr þingmannameirihluti komi fram um það hvort Ísland skuli sækja
um aðild að ESB eða ekki. Það er óþolandi ef stjórnmálamenn ætli
að skorast undan skýrri afstöðu sinni í þessu stærsta pólitíska hita-
máli lýðveldisins með því að henda því í þjóðina án þess að skýr vilji
þingannanna sjálfra liggur fyrir. Til hvers er þá Alþingi Íslendinga?
Og til hvers eru slíkir menn á þingi?
Ennþá fráleitara er að vilja sækja um aðild að ESB til að vita hvað
er í boði. Manna fróðastur um slíka hluti ætti að vera Illugi Gunnars-
son, sem manna mest hefur fengið að kynnast Evrópumálum frá
öllum hliðum og veit því nákvæmlega hvað er í boði. Illugi hefur
því kúvent í Evrópumálum og gerst ESB-sinni. Því enginn sækir um
að verða hluti af einhverju sem viðkomandi er á móti eða hefur
efasemdir um. Alla vega er slík hundalógík óskiljanleg. Því eru
þeir Illugi og Bjarni Evrópusambandsinnar með því að vilja sækja
um ESB-aðild. Það liggur nú endanlega ljóst fyrir! Það er ekki
flóknara en það!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.