Þjóðin mun gera uppreisn gegn icesave-skuldaklafanum !


   Í næstu viku er fyrirhugað  að  breskir embættismenn komi
til Íslands  til að láta  íslenzk stjórnvöld  skrifa endanlega
undir og samkykkja icesave-skuldaklafann til næstu áratuga.
Ef einhvern tímann hefði verið nauðsyn að þjóðin rísi upp og
mótmælti kröfuglega þá er það einmitt þann dag sem þessir
erlendu kúgarar  koma til landsins. Þjóðin á með  öllum ráðum 
að koma í veg fyrir að umboðslaus stjórnvöld rúin öllu trausti
skrifi  undir slíkan  Versalasamning. Því  eins  og Sigmundur
Davið Gunnlaugsson bendir hér á í meðf.frétt ber  Íslending-
um alls engin lagaleg skylda til að yfirtaka þessa Icesave-
skuldbindingar Landsbankans. - Þvert á móti bendir allt
til þess eins og Sigmundur segir að stjórnvöld séu að luffa
í málinu til að hafa betri samningsstöðu gagnvart ESB þegar
og ef aðildarviðræður fara fram. Þannig er komið í ljós að að-
gerðarleysi utanríkisráðherra hefur verið úthugsað frá upp-
hafi. Hikar ekki við að henda  frá  sér  hagsmunargæslu  fyrir
íslenzka þjóð  í þjónkun sinni gagnvart Bretum og ráðabruggi
sínu við að innlima Ísland inn í ESB. - Því á utanríkisráðherra
tafarlaust að segja af sér eins og ríkisstjórnin öll!!!  

     Í næstu viku á því þjóðin að sýna samstöðu og REIÐI og
KOMA Í VEG FYRIR að skrifað verði undir þennan svikula  Ver-
salasamning á íslenzkri  grund. Bæði er það að auðmýkingin
er ALGJÖR, því samningurinn yrði undirritaður meðan hryðju-
verkalög Breta eru enn í gildi. - Þá yrði þjóðin orðin svo skuld-
um vafin  með  þessum gjörningi  að  erlendir lánadrottnar
myndu loka á alla lánamöguleika þjóðarinnar til frambúðar. -
Því ENGIN færi að lána  slíkri þjóð í þvílíkri skuldasúpu. -

      Þjóðin á því ekkert val.  Hún lætur ekki kúga sig og  gerir
því allsherjar UPPREISN!
mbl.is Bar ekki að yfirtaka Icesave-skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Sammála þér Guðmundur Jónas.  Mér hefur allavega þótt vanta rök fyrir því afhverju við ættum að borga þessar fjárans Icesave skuldir.  Stundum hafa verið settar upp netsíður þar sem fólk getur "hakað" við með eða á móti, eða mótmælasíða þar sem fólk skráir sig með kt og alles.  Kannski einhver tölvusnillingurinn taki sig til og útbúi þannig síðu. Auglýsa síðan síðuna vel og  þá kæmi væntanlega í ljós hver vilji meirhluti þjóðarinnar er í þessu máli.

Katrín Linda Óskarsdóttir, 15.1.2009 kl. 00:47

2 identicon

Guðmundur nú boðar þú allsherjar uppreisn. Vill bara benda þér á fyrri færslur þínar þar sem þú hefur kallað svoleiðis fólk vinstri sinna og svoleiðis,það er bara hægt að gera uppreisn ef hún hentar þínum skoðunum. En að öðru leiti er ég sammála þínum pistli, sé ekki útaf hverju ég á að borga þetta.

Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 00:48

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hörður. Allir sannir íslenzkir þjóðernissinnar gera UPPREISN gegn slíkum Versalasamningi gagnvart íslenzkri þjóð!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.1.2009 kl. 00:52

4 identicon

Eitt skil ég ekki hvernig hægt er að skrifa uppá þessa skuldbindingu. Þar sem enginn virðist vita hver upphæðin verður á endanum 150 eða 750 milljarðar. Ég myndi aldrei skrifa undir skuldaviðurkenningu þar sem ekki væri búið að færa inn upphæðina.

Höður Már Karlsson (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 01:10

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Nákvæmlega Hörður. Alþingi Íslendinga æðsta vald til að skulbinda þjóðina
HEFUR EKKERT lagalegt vald til að fylla út óútfylltan  vixil skv. stjórnarskrá!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.1.2009 kl. 01:16

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þess vegna verður þjóðin að gera UPPREISN ef af þessu verður!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.1.2009 kl. 01:18

7 identicon

það er hægt að koma í veg fyrir þessa undirskrift,engin ástæða til að skrifa undir óútfylltann víxil,allavega ekki á meðan þessir glæpamenn sem nú eru við stjórnvöllinn.Verðum að bíða með allar undirskriftir þar til við fáum hæfa einstaklinga til að taka ákvörðun um það.Hvernær koma þessir bresku "kappar"veit einhver hvar þeir lenda?

jakob (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 01:45

8 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Sigmundur tekur hér undir það sem Guðjón Arnar benti á á dögunum varðandi það sama, þ.e. að við skyldum sannarlega ekki undirgangast það atriði að samþykkja ónýtt regluverk Evrópusambandsins varðandi fjármálaumhverfið.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.1.2009 kl. 02:14

9 identicon

Já ég einmitt verið að hugsa um þetta líka þegar þessir samningsmenn koma hingað vaðandi á skítugum skónum og heimta full skuldaskil. Og hvað eigum við að leggjast í duftið fyrir þeim ??  Nei ekki aldeilis, fólk á að fara með börn sín og mótmæla. Börnin eiga að vera með mótmælaskilti  td ; Darling / Brown þið vissuð meira um icesave ;   ;Ísland mitt framtíðarland ?? ;     ; það er ekki verið að semja í okkar umboði ;        Bara þessar icesave skuldir eru 150 milljarðar sem er etv bara brot af heildar skuldarklafanum sem leggst á okkur á endanum, við erum 200 sinnum færri heldur en bretar sem þýðir að ef við værum 60 milljónir eins og þeir væri þetta 7,5 milljarður króna. Við ættum að taka á móti þeim í Leifsstöð og fylgja þeim til baka, en samt með friði og ekki með grímur. Börnin gætu td verið með frostpinna þá meina ég frosið vatn, og það mætti skilja þá eftir á tröppunum við Breska sendiráðið á leiðinni heim, og fá pressuna til að taka myndir. Arnþrúður á útvarpi Sögu vill meina það að þýskir bankar bíði í startholunum eftir að við samþykkjum icesave skuldir, því þá sé komið fordæmi fyrir þá að koma með allt að 14 þúsund milljarða kröfu í gömlu bankana sem að íslenska ríkið yfirtók = Okkur Íslendinga. Guðjón Arnar; Jónína Ben og nú síðast Sigmundur Davíð hafa einmitt verið að benda að við eigum ekki að borga icesave skuldir af ýmsum ástæðum

eyjaskeggi (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 03:02

10 Smámynd: corvus corax

Þjóðin mun ekki gera uppreisn gegn neinu af því að meirihluti hennar situr á rassgatinu yfir sjónvarpinu og hneykslast á þeim örfáu sem þora að sýna þann manndóm að mótmæla í verki.

corvus corax, 15.1.2009 kl. 04:52

11 identicon

Við getum lokað reykjanesbrautinni,nóg eigum við af bílunum ennþá,ef þeir koma þá leiðina.Hver á að skrifa undir fyrir Íslands hönd?Er ekki bara hægt að fjalægja þann einstakling (tímabundið)þar til einhverjum sem er treystandi hefur tekið við??????

jakob (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 09:24

12 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og hvað haldið þið að það kosti okkur mörg hundruð milljarða að neita að skrifa undir:

  • Við mundum missa alla möguleika á gjaldeyrisviðskiptum
  • Engar vörur til landsins/engin Olía
  • Engin lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðunum
  • Engir kaupendur að vörum okkar. Það var ekki bara ESB sem neitaði okkur um aðstoð fyrr en þetta var frágengið. Líka Rússar og Norðmenn.
  • Hér mundu því flest fyrirtæki rúlla á næstu mánuðum. Þar af atvinnuleysi upp á 50 til 70%.
  • Bankar mundu rúlla þar sem gegnið yrði að skuldum og ekkert fé fengist til að lána.
  • Öll debet og kreditkort mundu loka þar sem bankarnir yrðu óstarfhæfir.
  • Við hefðum orðið að þyggja neyðarastoð eins og SÞ veita á hungursvæðum. Þurft að standa í biðröðum að fá poka af hveiti.

Halda menn að stjórnvöld hafi ekki kannað allar leiðir til að komast hjá að taka ábyrgð á þessu. Munið þið ekki hvað Davíð sagði. En óvart var hann og aðrir ekki búnir að kynna sér álit annarra sérfræðinga erlendis áður en þeir héldu þessu fram. Þó að stöku menn grafi upp gamlar skýrslur sem unnar voru í Frakklandi fyrir þá 2000 og einstaka lögfræðingur hér telji sig hafa skilið einhver lög eða reglur á þann veg að við þyrftum ekki að borga þetta, þá eru óvart um 27 ríki sem eru aðilar að þessum sömu reglum ekki sammála okkur. Og aðrar þjóðir töldu sig ekki geta aðstoðað okkur fyrr en við værum búin að ganga frá þessum málum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.1.2009 kl. 11:03

13 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Bara eitt. Með slíkri skuldsetningu sem nú á að NEYÐA þjóðina í
er henni hvort sem er ALLAR BJARGIR BANNAÐAR. Hefðum HVERGI lánstraust í slíkri skuldasúpu á alþjóðavettvangi. Það er þá betra að  taka slaginn strax uppréttur og með sæmd en að láta kúga okkur með þessum hætti. Og ríkissstjórnin og þá alveg sérstaklega utanríkisráðherra hafa
gjörsamlega brugðist þjóðinni í máli þessu og á þegar í stað að segja af sér. Auðvitað átti utanríkisráðherra strax í upphafi að taka MIKLU MIKLU
harðar á td hryðjuverkalögum Breta, í stað  þess að liggja hundflöt fyrir þeim allt til dagsins í stað.  

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.1.2009 kl. 11:27

14 identicon

Magnús þessi mótmæli væru frekar eins og undirskriftirnar útaf hryðjuverkalögunum í haust koma okkar sjónarmiðum til skila, áróðursstríð. Guðjón Arnar í frjálslyndum telur að ef við neitum að borga icesave skuldir yrði það að milliríkjadeilu milli okkar og Breta, hvort það yrði lokað á okkur í framhaldinu með viðskipti ofl,  eru það borðliggjandi viðbrögð hjá þeim ?   Var ekki frétt í sl viku um að það væri að hefjast rannsókn í Belgíu á aðdraganda ísl bankahrunsins, og þeirra sjálfra þáttur í því. Þeirra fjármálaeftirlit vissi miklu meira um hversu hratt icesave innlánin jukust á skömmum tíma en þau láta upp.  Svo finnst mér hugmyndin góð um að við sleppum þáttöku í eurovision allavega í ár bæði til að spara svo og að mótmæla og vekja athygli á okkar málstað, held að hugmyndin sé úr þætti á útvarpsstöð. Eða allvega senda Ladda sem Eirík Fjalar sem okkar keppanda  með prumpulagið hans Dr Gunna.

eyjaskeggi (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 13:31

15 identicon

Komið þið sæl; Guðmundur minn, sem þið önnur !

Magnús Helgi ! Rétt þykir mér; að minna þig á, að bandarískir heimsvaldasinnar, líka sem Evrópskir (ESB), eru nú ekki enn, sem betur fer, orðnir neinir heimsdrottnarar, þótt þeir spili sig slíka.

Enn; eru til lönd; eins og Rússland - Kína - Brasilía, ásamt nokkrum annarra, hver kæmu okkur til liðs, til dæmis, með olíu, sem aðrar vörur ýmsar.

Sé alltaf betur; og betur, hvers lags lítilmenni, Magnús Helgi, sem þau kratar aðrir eru, og auðsveip vestrænum heimsvaldasinnum, hverjir reyna, að merja, undan Íslandi, sem mörgum annarra þróunarríkja, sem dæmin sanna gleggst.

Farðu; að koma þér, í sælureitinn, á Brussel völlum, Magnús minn Helgi, og hættu, að grafa, undan samlöndum þínum, líkt og þið aðrir, óþjóðhollir krata fjandar, hafið fengið að iðka, allt of lengi.

Með ágætum kveðjum; sem fyrr, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 18:28

16 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Óskar það var talað við Rússa og Kína þegar við vorum í sem mestum vandræðum. Brasilía á nóg með sitt þessa dag. Það var og er almenn skoðun í heiminum að það sé vafasamt að eiga viðskipti við okkur. Því við höfum reynt að komast undan því að borga.

Óskar þú ættir kannski frekar að fara að hugsa um hvað þú ætlar að gera þegar að Ísland hefur aðildarviðræður við ESB. Hugsanlegt að þú þyrftir að fara andskoti langt til að losna við að hafa af ESB að segja. Nema ég held að Grænland sé ekki í ESB. Þeir sögðu sig frá því.

Kveðjur úr Kópavogi

Magnús Helgi Björgvinsson

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.1.2009 kl. 18:44

17 identicon

Komið þið sæl; enn á ný !

Magnús Helgi ! O; engin minnkun yrði að, að spjalla aftur, við Rússa og Kínverja. Til þess; að árangur yrði, þeirra viðræðna, þyrftum við, að losna við glæpaklíku flokks þíns, og Sjálfstæðismanna, vitaskuld, Magnús minn.

Með Grænlendingum; yrði gott að dvelja, ræki í nauðir nokkrar, engin minnkun þar að, enda,....... líkast til, einir okkar beztu nágranna, að öðrum ólöstuðum, í bráð og lengd, og ólíkt hollari okkur, en dekurrófur þínar, Magnús Helgi, í gömlu nýlenduvelda flórunni, suður í Evrópu, Magnús minn.

Og; kveðjur úr Hveragerðis- og Kotstrandarsóknum /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 19:00

18 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Mestu mistökin var þessi EES-samningur sem leitt hefur okkur í þessar
hrikalegu ógöngur í dag. Hefðum átt að taka mið af fámenni þjóðarinnar
og gera venjubundna viðskiptasamninga við ESB eins og við gerum við öll
önnur ríki. Að ganga nú skrefið til fulls og ganga í ESB væri því að fara úr
öskunni í eldinn.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.1.2009 kl. 21:03

19 Smámynd: Fannar frá Rifi

Magnús það eru ennþá hryðjuverka lög á okkur. afhverju voru þau sett? braut einhver bankinn einhver lög eða eru ekki lög í evrópu sem kennd eru við fjórfrelsið? frjáls flæði fjármagns?

Þú getur bara fjandakornið tekði þessa skuld á þig og deilt henni með hinum landráðamönnunum í flokknum með þér. 

við erum að tapa á hverjum degi vegna þess að hryðjuverkalögin eru í gildi. hundruðir milljarða töpuðust þegar kaupþing var sett á hausinn. hundruðir milljarða tapaðist þegar krónan hrundi. 

við erum búinn að tapa alveg nóga miklu á þessari helvítis vitleysu í aumingjum sem vilja bara lifa á öðrum og sitja uppi á kontór og naga blýanta. 

ef það verða einhverntíman kosningar um ESB þá á að vera einnig valkostur um það hvort segja eigi upp EES samningnum. eða er það ekki nóg lýðræðislegt fyrir þig Magnús? er það bara lýðræði þegar allir eru sammála þér og segja já við ESB og þeim breytingum sem gera okkur að Nýfundnalandi. 

Fannar frá Rifi, 15.1.2009 kl. 21:30

20 Smámynd: Fannar frá Rifi

  • Bankar mundu rúlla þar sem gegnið yrði að skuldum og ekkert fé fengist til að lána.

hvaða helvítis rugl er þetta???

íslensku bankarnir skulda ekki túkall með gati á erlendri grundu. eða hefuru ekki fylgst með? bönkunum var skipt upp. eina sem nýju bankarnir skulda eru innistæður hérna innanlands og síðan það sem ríkið mun leggja þeim til í nýtt hlutafé/eigið fé. 

ættir að rífa hausinn upp úr sandhaugnum og lýta í kringum þig. þetta böl okkar á allt rætur sínar að rekja til ESB og EES. allt saman. 

Fannar frá Rifi, 15.1.2009 kl. 21:34

21 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Fannar bankarnir skulda bara fullt erlendis. Þú hefur ekki fylgst með. Hver banki um sig skuldar allt að 1000 milljörðum erlendis. En þeir eiga núna eignir upp á 1100 til 1200 milljarða hver. Aðrar skuldir eru hjá gömlu bönkunum. Það voru valdar skuldir sem nýju bankarnir yfirtóku.

Magnús Helgi Björgvinsson, 16.1.2009 kl. 00:26

22 Smámynd: Fannar frá Rifi

hvað sögðu skilanefndirnar Magnús? 

eignir og skuldir verði aðskildar eftir því hvort þær séu innlendar eða erlendar. 

Fannar frá Rifi, 16.1.2009 kl. 10:43

23 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Fannar þú veist að sumar skuldir voru ekki skildar eftir því þá væru nýju bankarnir skuldlausir. Þetta er nú svo augljóst. Það er talað um að bankarnir nýju skuldi nú um 3.000 milljarða en um 11.000 milljarðar voru skildir eftir í gömlu bönkunum.En það voru ákveðnar skuldir teknar yfir. Þessvegna eru þeir taldir vera með eignir umfram skuldir upp á 100 milljarða hver og sá stærsti á eignir upp á 1.200 milljaðra en skuldar um 1.100 milljaðrað.

Magnús Helgi Björgvinsson, 16.1.2009 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband