Aldrei talað um öfgafulla vinstrimenn !


   Skv. frétt Mbl.ís  kom til átaka í Gautaborg í kvöld milli
ÖFGAFULLRA HÆGRIMANNA og vinstrimanna. Ekki voru
málsatvik tíunduð. En velti því oft fyrir mér hvers vegna
nær undantekningarlaust er talað um í fjölmiðlum um
ÖFGAFULLA hægrimenn ef í odda skerst milli hægrisinna
og vinstrihópa. - Hvers vega er aldrei talað um vinstriöfga-
menn? Jafnvel þótt  þeir efni  til  meiriháttar óeirðra,
óspekta og jafnvel beinna illvirkja eins og nýleg dæmi
sanna.

  Hvar liggur hið pólititíska mat fjölmiðla í þessu? Hver er
mælikvarðinn?
mbl.is 21 handtekinn í átökum í Gautaborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Eitthvað hefur lesið þetta vitlaust eða það er búið að breyta þessu því nú stendur:

öfgafullra hópa hægri- og vinstrimanna

Sem þýðir að þetta voru bæði öfgafullir vinstri- og öfgafulli hægrimenn

Magnús Helgi Björgvinsson, 17.1.2009 kl. 22:06

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Því hefur þá verið breytt eftir ég setti inn bloggið. Athyglisvert!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.1.2009 kl. 22:13

3 identicon

Til átaka kom í miðborg Aþenu í dag er öfgasinnaðir vinstrimenn lenti saman við samtök hægri sinnaðra öfgamanna.

Frétt frá 2. feb. 2008. Öll fréttin.

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 22:31

4 identicon

Öfgafullir vinstri menn eru oft kallaðir anarkistar, stjórnleysingjar eða kommúnistar.

Hins vegar hika menn oft við að kalla öfgafulla hægri menn fasista eða nasista.

Egill (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 22:35

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Það er MJÖG alvarlegt ef hægt er að breyta frétt á Mbl.is í grundvallaratriðum, ekki bara einu sinni heldur tvísvar, eins og í
mínu tilfelli hér.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 18.1.2009 kl. 00:38

6 identicon

ég skil ekki alvarleikann í því

palli (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 01:04

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Nei palli. Þú skilur það ekki. Ert í góðri trú að blogga um frétt og síðan er
henni gjörbreytt án vitundar þinnar og bloggfærsla þín þar með orðin
brandari og aðhlátursefni. Þvílkur fjölmiðill!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 18.1.2009 kl. 01:23

8 identicon

Ef þér finnst bloggfærslan þín vera brandari þá geturu eytt henni.

palli (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 01:32

9 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Enn ertu viljandi að miskilja palli.  Upprunalega fétt MBL um ÖFGASINNAÐA
hægrimenn var GJÖRBREYTT, eytt,  og er í senn alvarlegt og brandari,
ekki mitt blogg við hina upphaflegu frétt! 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 18.1.2009 kl. 01:56

10 Smámynd: Fannar frá Rifi

Þetta er nú bara fréttamennskan á mbl.is

léleg fréttamennska þar sem fréttir koma beint úr þýðingarvélinni af erlendum fréttasíðum og svo er einhverjum smá texta splæst inn á milli til að allt lýti vel út. 

það er ekkert nýtt að fréttir á mbl séu hreinskrifaðar upp á nýtt og lesnar yfir, eftir að þær hafa verið birtar. sýnir bara hversu mikið menn flýta sér og hversu illa þær eru unnar ef það þarf að breyta þeim eftir á.

Fannar frá Rifi, 18.1.2009 kl. 08:09

11 identicon

Staðreyndir er sú að vinstrisinnaðir öfgamenn eru mun fleiri en þeir hægrisinnuðu.  Þeir efna oftar til uppþota og skemmdarverka, en það sýna dæmin undanfarin ár.   Auk þess misnota vinstrisinnaðir öfgasinnar innflytjendur máli sínu til stuðnings og til að fá þá á sitt band.

Eysteinn J. Þorsteinsson (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband