Halló, stjórnlagaþing? Dýr atvinnubótavinna það!
30.1.2009 | 00:26
Það að fara að stefna saman stjórnlagaþingi 63 kjörinna
fulltrúa í miðju kreppunni er dæmigert vinstrimennsku bruðl
og rugl. Kostnaður af slíku væri aldrei undir 300-400 milljón-
um króna ef ALLT er talið, því óvissuþættir eru það margir.
Dýr atvinnubótavinna það!
Vissulega má breyta stjórnarskránni á fjölmörgum sviðum.
Td er ekkert vit í öðru en að gera Ísland að einu kjördæmi.
Að kjósendur sjálfir raði á sinn flokkslista á kjördegi, þannig
að prófkjör og forvöl allskonar og öll sú spilling í kringum þá
hluti verði úr sögunni. Auk þess að aðskilja þingræðið og fram-
kvæmdavald algjörlega, þannig að ráðherrar verði aldrei þing-
menn. Ráherrar verði ákveðin tala og þingmönnum fækkað
með hliðsjón af því. Byrjum á slíkum sjálfsögðum hlutum fyrir
þingkosningarnar í vor. Hlutum sem liggur svo augljóst fyrir
að séu skynsamir og muni leiða til sparnaðar. - Hins vegar að
breyta stjórnarskránni til að geta stórskert fullveldi Íslands
eins og ESB-sinnar vilja í dag, á alls ekki að koma til greina!
Hugmynd hins vinstrisinnaða formanns Framsóknarflokksins
um stjórnlagaþing er því gjörsamlega út í hött. Tímaskekkja í
miðju kreppuástandi. Alþingiskosningar eru meir en nóg fyrir
þjóðina að ganga í gegnum næstu misseri, að enn eitt froðu-
snakkþingið bætist ekki við!
Formaður Framsóknar hefði frekar betur gert að standa í
lappirnar í Icesave-málinu og tefla fram skilyrðum þar, en
alls ekki í svona eindæmis rugli og bruðli varðandi stjórnlaga-
þing!
Samþykkja stjórnlagaþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég styð fyllilega þessa hugmynd. Betur hefði verið að hún hefði komið til framkvæmda fyrir 10 árum eða svo. 300 millur er skiptimynt í samanburði við bullið sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Nú er eini raunhæfi tíminn til að setja stjórnlagaþing. Fullt af hæfu fólki á lausu sem bæði vantar vinnu og sér allt í kringum sig hverju þarf að hnykkja á. Stjórnlaganefnd Alþingis undir stjórn Jóns Kristjánssonar og mönnuð innmúruðum flokksgæðingum hefur engu skilað þrátt fyrir augljósa þörf um endurbætur. Ég held svei mér að ég bjóði mig bara fram í þetta.
Sigurður Ingi Jónsson, 30.1.2009 kl. 00:55
Sigurður Ingi. Trúir þú virkilega að 63 ólíkar persónur eins og þú og ég
kæmust að einhverri fljótvirkari vitræni betri niðurstöðu og samkomulagi um stjórnskipan Íslands en stjórnarskrárnefndin? Láttu þér það ekki detta í
hug! Bara PENINGASÓUN og vitleysa! Dæmigerð vinstrimennska!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 30.1.2009 kl. 01:03
Ráðherra sem ekki hafa lesið sína eigin stjórnarskrá eru ekki trúverðugir.
Forsetavald hvernig er það skýrgreint samkvæmt Stjórnarskrá á mannamáli?
Alveg eins og kerfið hefur blekkt þjóðina í síðan 1947 þá ættu þeir að geta gert hið sama aftur. ESB stjórnmála stjórnskipunarkerfi er niðurskurður á frelsi hins Bandaríska sem er örugglega það sem réttur skilningur á stjórnarskránni frá 1947 boðar.
Júlíus Björnsson, 30.1.2009 kl. 02:12
Já, menn skrifa og tala um þetta "stjórnlagaþing" af mikilli ofurbjartsýni, Guðmundur. Þar yrði hver höndin upp á móti annarri, a.m.k. í ýmsum málum. Af hálfu Samfylkingar hljómar þessi hugmynd eins og hver önnur sýndarmennska, og Vinstri grænir væru vísir með að gjaldfella eignarréttinn, ef þeir komast í þetta. En varasamast er þó, að EBé-sleikjurnar eða Evrópubandalagstrúboðarnir eru vísir með að reyna að relatívisera fullveldisréttindin og helzt að skófla þeim út úr stjórnarskránni, af því að sá ávinningur sjálfstæðisbaráttu Jóns Sigurðssonar og annarra 19. aldar manna, aldamótamannanna og annarra er nútímakratabroddum og öðrum sama sinnis þyrnir í augum og þrándur í götu fyrir því, að þeir geti afsalað fullveldi okkar og sjálfstæði til herranna digru í Brussel. Megi það aldrei verða!
Jón Valur Jensson, 30.1.2009 kl. 02:40
Það verður okkar kjósenda að velja fulltrúa á stjórnlagaþingið!
300 milljónir, segirðu, og finnst mikið. En veistu, að 150 milljónir af fé ríkisins eru teknar í mánuði hverjum til að fjármagna taprekstur Moggans. Og þannig hefur það verið undanfarna mánuði. Glitnir pungar þessum peningum út fyrir hönd okkar skattborgara!
Auðun Gíslason, 30.1.2009 kl. 09:37
Það er oft erfitt að gleðja bölsýnisfólk. Staðreyndin stendur eftir, að fram hefur komið að mörgu þarf að hnykkja á. Helst ber að nefna aðskilnað löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Þá þarf greinilega skýrari reglur um ráðherraábyrgð. Þar þarf að hnykkja á ábyrgð og afleiðingum misnotkunar valds. Einnig þarf skýrari ákvæði um ráðningu í lykilembætti, aðkomu og skipun valnefnda. Þær eru nú í háskólanum og hjá dómstólum. Við sjáum hvernig þeirra verk eru hunsuð þegar koma þarf að vinum og vandamönnum Davíðs Oddssonar. Listinn er mun lengri, eins og þeir vita sem vilja sjá. 300 milljónir er lítið fé ef eitthvað af þessu fæst lagfært.
Sigurður Ingi Jónsson, 30.1.2009 kl. 11:27
Stjórnarskrá Íslands hefur ekki verið framfylgt í orðanna hljóðan frá 1947 eða út í ystu æsar. Það er ekki við hana að sakast heldur siðspillta stjórnamálamenn sem hafa ekki lesið hana hlutlausum augum til hlítar.
Of vel innan ramma laga er ekkert annað en einræði í framkvæmd.
Júlíus Björnsson, 30.1.2009 kl. 15:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.