Skoskir sjómenn hlakka til ESB-aðildar Íslands


   Það að skoskir sjómenn vonist til að Ísland gangi í ESB sem
allra fyrst segir ALLT sem segja þarf hvað felist í ESB-aðild
hvað Ísland varðar. Helsta og dýrmætasta auðlind Íslendinga
fer yfir erlend yfirráð. Það er EKKERT flóknara en það! Kvót-
inn kemst með tíð og tíma í eigu útlendinga því við ESB-aðild
galopnast fyrir það að ESB-þegnar geti eignast meirihluta í
íslenzkum útgerðum. Tröllvaxnar fjárhæðir hverfa þannig út
úr íslenzku hagkerfi TIL FRAMBÚÐAR!

  Er til of mikil mælst að ESB sinnar á Íslandi setjist niður og
reikni út það gífurlega efnahagslega tjón sem íslenzkur
efnahagur verður fyrir, BARA vegna þessa máls?

  Sjá nánar meðf. frétt. 
    
mbl.is Skoskir sjómenn vilja að Ísland gangi í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"If Iceland applies shortly and the negotiations are rapid, Croatia and Iceland could join the EU in parallel. On Iceland, I hope I will be busier. It is one of the oldest democracies in the world and its strategic and economic positions would be an asset to the EU."

 - Olli Rehn, yfirstjórnandi stækkunarmála (útþenslustefnu) ESB

Lausleg þýðing: asset = eign. Hann er m.ö.o. að segja að stjórnunar- og efnahagsleg staða Íslands yrði eign ESB (ekki bara fiskurinn), og að hann vonist til að hafa nóg að gera við það verkefni.

Guðmundur Ásgeirsson, 31.1.2009 kl. 14:23

2 identicon

mikið assgoti eru andstæðingar ESB aðildarviðræðna orðnir rökþrota að reyna að blása upp svona vitleisu þetta er svipað rugl og þegar þeir halda því fram að við myndum svelta við inngöngu í ESB-af hverju má ekki bjóða þjóðinni uppá kynningu um kosti og galla inngöngu(þá meina ég ekki kynningu í boði stjórnmálaflokkanna) heldur hlutlausa kynningu.

árni aðls (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 14:38

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jón Frímann. Getur þú ALDREI skilið  það grundvallaratriði að  þetta er EKKI
bara spurning um veiðiréttindi. Þetta er spurning að geta KEYPT ser veiðiréttindi með því að eignast meirihlutan í íslenzkri útger'ð, og þar með
kvóta hennar. Sem þýðir að okkar dýrmæta auðlind er galopin fgyrir hunda
og manna fótum innan hið svétska Evrópusambands. Sem þýðir STÓRKOSTLEGT efnahagstjón fyrir íslenzkt hagkerfi OFAN í allt kreppuástandið í dag.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 31.1.2009 kl. 16:36

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Finnst nú Bofs þýða asset 

full frjálslega. Þetta er nú notað yfir eitthvað sem eykur gildi einhvers. Þannig segir Olli Rehn að stjórnuna/lýðræðishefðir og efnahagsleg staða okkar gætu komið ESB vel. Hann og Skotar margir voru að tala um að við t.d. stæðum framarlega í stjórn og rannsóknum á fiskiveiðum.

Minni bofs líka á að ESB er ekki ríki. Það er samband 27 sjálfstæðra ríkja sem hafa kosið að hafa með sér nána samvinnu. Held að Bretland og Frakkland séu ekki að fara að sökkva sér í eitthvað samveldi.

Magnús Helgi Björgvinsson, 31.1.2009 kl. 22:14

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Lissabon-sáttmálin er ígildi Sambandsríkis. Þess vegna feldi írska
þjóðin sáttmálan, EINA ÞJÓÐIN sem fékk að kjósa um hann í hinu miðsstyrða, sovetska einræðiskerfi Evrópusambandsins.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 31.1.2009 kl. 22:37

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það var ákvörðun stjórnvalda í hverju ríki fyrir sig hvernig að kjöri um þetta var háttað. Aðrar þjóðir kusu að þing þeirra landa fjölluðu um Lissabon samninginn. Gerðu nú ekki meira úr þessum samning en hann er. Hér eru helstu atriði hans.

Skipta má innihaldi hins nýja sáttmála í þrennt - eftir þeim markmiðum sem menn höfðu að leiðarljósi við smíð samningsins: 

Lýðræðislegra ESB

  • Evrópuþingið fær aukin völd í gegn um samákvörðunarferli. Í gegn hið svokallaða samákvörðunarferli (eða co-decision procedure) mun Evrópuþingið fá jöfn tækifæri á við ráðherraráðið til að móta nýja löggjöf og mun þessi tegund ákvarðanatöku ná til fleiri mála en áður. Allt að 40 mikilvægir málaflokkar munu, samkvæmt Lissabon sáttmálanum, falla undir samákvörðunarferlið.

  • Ákvæði um beina þátttöku borgaranna til að hafa áhrif á ákvarðanatöku hefur verið komið inn.

  • Þingmönnum á Evrópuþinginu fækkar úr 785 í 750. Hámarksfjöldi þingmanna per aðildarríki verður 96 og lágmarksfjöldi 6.

  • Þjóðþingin munu fá aukið hlutverk sem eftirlitsaðili um nálægðarregluna: í gegn um hina svokölluðu nálægðarreglu (the principle of subsidiarity) skulu ákvarðanir ekki teknar á hærra stjórnsýslustigi en nauðsynlegt er. Með öðrum orðum skal ekki ákvarða það í Brussel sem ákvarða má með góðu móti innan aðildarlandanna. Þessi regla er enn betur styrkt í sessi með hinum nýja sáttmála og munu þjóðþing aðildarríkjanna fá 8 vikur til að koma á framfæri athugasemdum um fyrirhugaða löggjöf, ef þau telja að ESB sé að fara inn á verksvið aðildarríkjanna - og þar með brjóta nálægðarregluna.

Skilvirkara Evrópusamband

  • Leiðtogaráð ESB fær forseta sem kosinn verður til 2,5 árs í senn. Gert er ráð fyrir að sú tilhögun komi til framkvæmda árið 2009. Aðildarríkin munu áfram skiptast á um að fara með formennsku í leiðtogaráðinu í 6 mánuði í senn en sú breyting verður gerð á að nú mun samstarfið fara fram í gegn um þriggja ríkja samráðsvettvang. Saman munu starfa það ríki sem gegnir formennsku hverju sinni, það ríki sem gegndi formennskunni hálfárinu á undan viðkomandi ríki og það ríki sem taka á við formennskunni sex mánuðum síðar.

  • Evrópusambandið fær einn sameiginlegan talsmann í utanríkis- og varnarmálum, sem mun starfa sem fulltrúi fyrir þennan málaflokk bæði í leiðtogaráðinu og í framkvæmdastjórninni. Í núverandi fyrirkomulagi eru það tveir aðilar sem fara með utanríkismál; annarsvegar framkvæmdastjóri utanríkismála í (Benita Ferrero-Waldner) og talsmaður utanríkismála hjá leiðtogaráði ESB (Javier Solana).  Stofnuð verður utanríkisþjónusta með sendiráðum og fastanefndum sem mun heyra undir talsmanninum.

  • Aðilum í framkvæmdastjórn ESB fækkar. Í stað þess að aðildarríkin hafi hvert sinn framkvæmdastjóra (27), mun fjöldi þeirra vera 2/3 af fjölda aðildarríkja, þ.e. 18 miðað við núverandi fjölda. Löndin munu skiptast jafnt á að hafa fulltrúa í framkvæmdastjórninni. Þessi breyting kemur ekki til framkvæmda fyrr en árið 2014. Einnig er nýmæli að forseti framkvæmdastjórnarinnar verður nú valinn af Evrópuþinginu.

  • Breytt atkvæðavægi ríkja og breytt atkvæðagreiðsla í ráðherraráði ESB. Atkvæðavægi ríkja mun breytast þannig að það endurspegli betur íbúafjölda ríkjanna. Þetta felur í sár að til að meirihluti náist þarf 55% aðildarríkja, með 65% af samlögðum fólksfjölda sambandsins á bak við sig, að samþykkja tillöguna. Þetta nýja atkvæðagreiðslukerfi  mun ekki koma til framkvæmda fyrr en árið 2014.

ESB með skýrari völd

  • Greint er frá nokkrum grundvallar markmiðum og gildum sem Evrópusambandið leitast við að ná og standa vörð um. Sem dæmi má nefna er sérstaklega tilgreint að ríkin snúi skilyrðislaust bökum saman ef vá, svo sem vegna náttúruhamfara eða hryðjuverkafrá, ber að dyrum. Ákvæðum um fána, söng, trúarbrögð eða önnur lífsgildi var haldið utan sáttmálans.

  • Í mörgum málefnaflokkum er neitunarvald aðildarríkjanna afnumið,  m.a. á sviði samstarfs í lögreglu- og dómsmálum þar sem áður þurfti einróma samþykki. Samkvæmt nýjum sáttmála þarf aðeins aukinn meirihluta til samþykkis.

  • Skýrt er kveðið á um rétt aðildarríkja um að halda úti sinni eigin utanríkisþjónustu og stefnu í þeim málaflokki.

  • Réttindaskrá ESB í sáttmálanum sem verður lagalega bindandi. Bretland og Pólland hafa ákveðið að taka ekki þátt í þessu samstarfi og verður réttindaskráin því ekki lagalega bindandi þessum löndum.

Eins og þú sérð t.d. að Bretland kýs að vera utan við hluta hans sem og Pólland. Sérð betur um þetta inn á síðu Fastanefndar  framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg á http://esb.is/policies/constitution.html

Magnús Helgi Björgvinsson, 31.1.2009 kl. 22:50

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Þingfulltrúar þessara ESB-ríkja eru gjörspilltir og ofur-háðir Brusselvaldinu. Þess vegna ganga þeir erinda þess og FORÐAST þjóðaratkvæðagreiðslur um málefni sambandsins. Enda gera þjóðir uppreisn
gegn Brusselvaldinu þau örfáu skipti sem þær fá að kjósa.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 1.2.2009 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband