Utanþingsstjórn miklu betri kostur !
2.2.2009 | 00:27
Utanþingsstjórn hefði verið besti kosturinn eins og komið
var. Vinstristjórn hefur ALDREI reynst þjóðinni vel. Á því
verður engin undantekning nú, þrátt fyrir allan fagurgalann.
Hlálegast verður þó þegar hin nýja vinstristjórn afturkallar
hinar sjálfsögðu hvalveiðar, og þar með atvinnu hundruðu
manna, og mikilvægra gjaldeyristekna. Allt í hrópandi mót-
sögn við sjálfa ríkisstjórnarstefnuna um aukna atvinnu og
eflingu alvinnulífs. Allt í boði Vinstri-grænna, þótt skýr ÞING-
MEIRIHLUTI sé fyrir veiðunum. - Þá er bann við frekari stór-
iðju og nýtingu orkuauðlinda allt sem segja þarf um atvinnu-
uppbyggingu þar sem Vinstri-grænir ráða för. Þá vekur það
sérstaka athygli að hvergi er rætt í aðgerðarplaninu um
bráðnauðsyn þess á að vextir verði lækkaðir VERULEGA
á næstu vikum og mánuðum fyrir heimilin og fyrirtækinu í
landinu. Brottrekstur Davíðs úr Seðlabanknum á bersýni-
lega engu að breyta um vaxtaorkrið. - Þá á EKKERT að
huga að uppstokkun á sjávarútvegskerfinu verandi með
alla bankanna í ríkiseign. Og svona má lengi telja.
Þessi ríkisstjórn er því einungis kosningauglýsingastofa
fyrir vinstriöflin í landinu í boði Framsóknar. Framsóknar sem
nú hefur stórkostlega svikið hin þjóðlegu miðjuöfl í landinu,
með því að ljá máls á vintristjórn með vinstrisinnuðum róttæk-
lingum innanborðs, og með grænt ljós á Brussel. Því með stjórn-
lagaþinginu sem áformað er að koma í kring á einmitt að koma
fullveldisafsalinu í framkvæmd svo leiðin til Brussel verði bein
og greið. - Og það augljóslega með MEIRIHÁTTAR samþykki
hinna ALÞJÓÐASINNUÐU Vinstri-grænna.
Slá skjaldborg um heimilin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:28 | Facebook
Athugasemdir
árni aðals (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 01:49
Einhver prófessor 2 utanþingráðherra veikja mjög lýðræðið. Samt sem áður er lýðræðið skilgrein þannig að vex sem skilin verða skírari milli valdanna, Forsetavalds[skipanavald], Framfæmdaríkisvaldanna , Löggjafarvalds [þingmanna], Dómsvalds sem heyra undir þjóðarvald einstaklinganna: þjóðveldisins.
63 þingmenn kýs þjóðin til að veit ríkisframkvæmda völdum aðhald, valdhafarnir eru valdir af Forseta sem þjóðin velur líka [oft eftir tvennar kosningar] Kosningabandalög utan þing eru einstaklinga eigið má, en stjórnarskráin er skýr hvað varðar stjórnarhætti þó sumum gangi illa að læra síðan 1947.
8 löggjafar sem gangi inn í framkvæmda valdið gefa einungis 55 sem geta gefið raunverulegt aðhald [ráðherra græðingin getur farið úr böndunum].
Það er 24% veiking á styrk þingsins eða aðhaldsins með eyðslunni. Ef skattar væru sanngjarnir á Íslandi væru hér mörg eðlilega stór fyrirtæki hér og flestar fjölskyldur ekki í kröggum. Ég vil að farið verði eftir arðsemissjónarmiðum og frelsissjónarmiðum sem Stjórnskipunarlögin 1947 ætlast til. Sem fyrst verði boðað til kosninga svo hægt sé að velja þjóðhöfingja sem getur rekið ráðherra í eftirlit þingheims þjóðarinnar. Það mun víst löggjafinn sem átti að skipa dómendur enda fylgja framkvæmdavöldunum oftast mikið fé sem auðveldlega getur afvegaleitt bestu menn. Alþingi getur kært ráðherra samkvæmt stjórnarskrá. Það er ekkert eðlilegt að löggjafin sé með framkvæmdavaldið eða öfugt.
Júlíus Björnsson, 2.2.2009 kl. 02:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.