Verður formaður Sjálfstæðisflokksins ESB-sinni ?


  Það verður ekki bara fróðlegt að vita um niðurstöðu
landsfundar Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum. Því
afstaða nýs formanns í þeim málum verður ekki síst
forvitnileg. Gæti hugsast að flokkurinn sæti uppi með
ESB-sinnaðan formann þótt flokkurinn tæki ekki slíka
afstöðu? Ef slíkt gerðist, myndi skapast mikil sundrung
innan flokksins, eins og gerðist hjá Framsókn um árið.

  Bjarni Benediktsson þingmaður hefur formlega gefið
kost á sér til formanns. Bjarni er ESB-sinni, því hann
hefur lýst stuðningi við aðildarviðræður að Evrópusam-
bandinu. Yrði hann rétti maðurinn til að sætta ólík
sjónarmið innan flokksins í Evrópumálum? Örugglega
ekki, hafni landsfundurinn því að sótt verði um aðild
að ESB.

  Hvað um aðra sem kunna að bjóða sig fram til for-
manns? Þeir hljóta að þurfa að svara því skýrt og klárt
strax hver þeirra afstaða er í Evrópumálum.

  Bjarni Benediktsson hefur svarað þeirri spurningu!
Hann er Evrópusambandssinni og vill umsókn Íslands
að Evrópusambandinu!
mbl.is Sjálfstæðismenn undirbúa kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það ekki það eina sem ættarlaukurinn segir að hann vilji fara aðildarviðræður. Og taka síðan afstöðu.

Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 16:01

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Það vill enginn aðildarviðræður nema sá sem hefur mikinn áhuga á ESB.
Sem sagt. ESB-sinni!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.2.2009 kl. 16:12

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Auk þess liggur fyrir í 99% tilvikum út á hvað ESB gengur og skilmála þess!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.2.2009 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband