Hérlend vinstrimennska einsdæmi í öryggismálum
3.2.2009 | 00:27
Það að tekist hafi verið á um piparúða og táragas meðal
Vinstri grænna og Samfylkingarinnar í heilbrigðisnefnd
Reykjavíkurborgar er svo yfirgengilegt, að ekki fá orð lýst.
Eða hvernig á lögreglan að verja sig og halda uppi lögum
og reglum ef hún má ekki nota til þess lágmarks búnað?
Sem viðurkenndur er allsstaðar annars staðar á byggðu
bóli. Er nema von að Landssamband röglumanna íhugi
úrsögn úr BSRB? En fyrrverandi formaður þess sem Fram-
sókn hefur nú gert að ráðherra, gagnrýndi ásamt fleirum
í forystuliði Vinstri grænna varnaraðgerðir lögreglu á dög-
unum þegar brjálaðir anarkistar og vinstrisinnaðir róttæk-
lingar óðu uppi með allskyns skrílslæti og djöfulgangi.
Það þyrfti mannfræðilega rannsókn á sérfyrirbæri á af-
stöðu hérlendra vinstrimanna til íslenzkra öryggis- og
varnarmála. Til samanburðar situr systurflokkur VG í
Noregi í ríkisstjórn sem stendur fyrir einni mestu hern-
aðaruppbyggingu Noregs frá upphafi. En hér á Íslandi
skal land og þjóð berskjaldað og varnarlaust, og sem
að auki hin fámenna lögregla má ekki einu sinni nota
saklausan piparúða í nauðvörn gagnvart óðum uppvöðslu-
skríl.
Og þetta vinstrimennsku and-þjóðlega lið styður svo
Framsókn til vegs og virðingar í íslenzkum stjórnmálum,
og afhendir því svo sjálf lyklavöldin að stjórnarráðinu.
Tekist á um piparúða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:41 | Facebook
Athugasemdir
Af hverju eru sjálfstæðismenn svo hræddir við saklausar spurningar um piparúða. Hvað hafa þeir að fela?
Eða hvernig á lögreglan að verja sig og halda uppi lögum
og reglum ef hún má ekki nota til þess lágmarks búnað?
Sem viðurkenndur er allsstaðar annars staðar á byggðu
bóli.
Röng fullyrðing .. Lágmarks viðbúnaður í hópstjórnun er vatn þar sem piparúði er víða bannaður
..
að auki hin fámenna lögregla má ekki einu sinni nota
saklausan piparúða í nauðvörn gagnvart óðum uppvöðslu-
skríl.
Lýgi hrein og klár og ekkert annað, misnotkun á piparúanum er ekki nauðvörn.
Kristján Logason, 3.2.2009 kl. 00:44
Guðmundur: það er stór munur á því að nota piparúðan í neyðartilvikum og þeirri ofnotkun sem Löggan er búin að verða uppvís að undanfarið. Fjölmargar myndir eru til þar sem þeir sprauta beint framan í ljósmyndara sem voru bara að vinna sína vinnu.
Ég var á staðnum, ég sá hvað fólkið var að gera þegar Löggan var að sprauta og það var í öllum þeim tilvikum sem ég sá ekki hægt að réttlæta notkun piparúðans.
FLÓTTAMAÐURINN, 3.2.2009 kl. 00:52
Ja so þú vinstrisinnaði and-þjóðlegi KOMMI! Míkið ROSALEGA ERUM VIÐ
ÓLÍKIR OG ÓSÁMÁLA í pólitík KRISTJÁN LOGASOIN!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.2.2009 kl. 00:54
Og þú líka FLÓTTAMAÐUR! Skal hlaupa þig uppi, ert ekki minni kommi en
Kristján Logason!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.2.2009 kl. 00:59
Það vill oft gefa vel að kynna sér hlutina áður en ætt er af stað og gagnrýnt Kristján og "Flóttamaðurinn"! Amen!
Snorri Magnússon, 3.2.2009 kl. 01:04
Guðmundur: ef ég væri trúaður maður þá myndi ég biðja fyrir þér, það er alveg sorglegt hvað fólk eins og þú getur verið blint á raunveruleikan.
FLÓTTAMAÐURINN, 3.2.2009 kl. 01:04
Enda ertu ekki trúaður, þú Flóttamaður, eins og ég og fjöldinn, eins og þú
segir. Þess vegna biðjum við fyrir þér, því ,,það er alveg sorglegt hvað fólk
eins og þú getur verið blint á raunveruleikann".!!!!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.2.2009 kl. 01:12
Flóttamaður: þó að þú hugsir þannig að þá þýðir það ekki endilega að hlutirnir séu þannig. Hefur þú séð valdbeitingareglur lögreglunnar?
Ég hef séð þær. Þær eru mjög rúmar og mjög eðlilegar. Það er alls ekki þannig að það sé einungis heimilt að nota piparúða í neyðartilvikum eins og t.d. þegar ráðist er á lögreglu. Miðað við þessar reglur hefði lögreglan auðveldlega getað leyst þessi mótmæli upp á fyrsta klukkutímanum en hún gerði það ekki og ákvað að hafa valdbeitingu í lágmarki. Þú og margir aðrir haldið aftur á móti að lögreglan hafi gengið allt of langt og hafi mjög takmarkaðar heimildir. Hið rétta er að Lögreglan hefur gríðarlegt vald og mjög rúmar og eðlilegar valdbeitingarheimildir. Hingað til hefur Lögreglan hinsvegar verið með meðalhófið í fimmta gír og rúmlega það. Það er ágætur kostur sem þú, og þínir líkir, lítið á sem veikleika til þess að geta gengið ennþá lengra.
Öfgafullt dæmi: maður brýst inn í hús og lögreglan kemur að honum. Inni á stofugólfinu réttir maðurinn strax upp hendur en segist jafnframt ekkert ætla að fara því hann hafi alveg rétt til að vera þarna. Lögreglan segir þá við nývaknaðan húsráðandann: „því miður við getum ekkert gert, hann er alveg rólegur og hefur sín mannréttindi. Þú hringir bara í okkur ef hann verður eitthvað æstur, þá skulum við reyna að tala hann til, annars getum við ekkert gert, bara so sorry“.
Sveinn (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 01:28
getur verið að þið sem sættið ykkur ekki við spurningar um notkun piparúða séuð þeirra skoðunnar því hann var notaður á pólitíska andstæðinga ykkar?
Mig langar að vita hvað er í þessum brúsum. Er það óeðlileg krafa og er ég þá bara kommi og heiðingi?
Hversvegna er ekki hægt að rökræða við hægrimenn án þess að fá yfir sig holskefæu af skítkasti? Og það stundum í nafni frelsarans.
Undarlegt.
Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 08:09
Sæll kæri vinur
Mig langar að benda sem flestum að hægri og vinstri eru dauð sem slík, hafa soldið gengið sér til húðar þannig að hugtök einsog kommi og hægrimaður eru bara asnaleg í sjálfu sér. Persónulega þekkti ég marga fyrrum Sjálfstæðismenn og Jafnaðarmenn meðal okkar mótmælenda.....enda sitjum við í sömu súpunni öll sömul og oft hef ég sem kokkur skerpt á súpum með cayenne pipar, hann er lamandi sterkur.
Einnig hef ég einmitt velt fyrir mér hvar er vatnið? Eigum við ekki nóg af því? Sprauta köldu vtni yfir fólkið í frostinu, þð hefði virkð held ég....
Rétt þykir mér að benda á það að Jésu reiðist að mig minnir 3svar í biblíunni, nr 1 hann formælir fíkjutrénu, nr2 hann reiðist lærisvein og svo nr3 allra áhrifaríkast atriðið er á markaðnum þarsem skattheimtumenn og prangarar hafa saurgað torg föður hanns...kunnuglegt? Hann leggur markaðinn í rúst....táknrænt? Kannski hefði verið hægt að meisa hann bara?
Reiðir kristnir menn eru afskaplega undarlegt fyrirbæri en við því er bara eitt svar: FYRIRGEFÐU MÉR!
Svo er voð gott að hafa verið á staðnum til að dæma atburði, sjá borgarana slökkva eldana sjálfa, sjá fólk taka flöskur af unglingum, og eiga allann þennan fjölda samtala við þá lögregluÞJÓNA sem eru meginþorrin einsog ég og þú, með sömu klyfjar, sem þarna standa í þeirri skrítnu stöðu að verja ólög........sitt hvoru megin við línuna eru svo syndaselir sem hreinlega virðast njóta ofbeldis...ég tek það fram að ég átti einmitt spjall við lögreglumannin sem slasaðist fyrr um daginn, hann virkaði hægri sinnaður en það stoppaði okkur ekki í að eiga gott spjall um "ástandið" hann er vinalegur og rökfastur drengur sem ég vona að batni sem fyrst og að ég eigi eftir að hitt hann aftur í framtíðinni.
Guð blessi þig vinur og ég var að biðja fyrir þér....
Ágúst Már Garðarsson (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 10:02
Já Águst minn. Guð blessi þig og alla þína. Í Guðs friði!
p.s takk sömuleiðis. Var líka að biðja fyrir þér vinur!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.2.2009 kl. 14:01
Elvar eftirfarandi fann ég hér á blogginu
Síðan væri allt i lagi að þeir sem eru að kvarta yfir að þeir hafi ekki fengið óáreittir að ráðast á Alþingishúsið og stjónarráðir sem og að ráðamönnum okkar á Hótel Borg segi okkur hvað þeir ætluðu að gera við fólkið sem var þar innan dyra. Mér dettur í hug að þeir hafi ætlað að grýta þau, berja þau eða eitthvað þaðan af verra. Og þeir sem ekki ætluðu að gera það hvað voru þeir þá að gera í fremstu röð með mönnum sem voru að brjóta glugga og hurðir og henda grjóti og fleiru í lögreglu. Lögregla getur ekki beðið eftir að sjá hver hendi næsta grjóti sem hugsanlega getur skaða einhvern. Á meðan fólk er í fremstu röð meðal óeirðarseggja þá getur einginn gefið sér tíma til að greina þá í sundur. Það getur verið að maður sé ekki með stein í höndunum þá stundina en hann getur verið með fulla vasa af þeim tilbúnum. Lögreglu ber að verja hér stjórnvöld og almenning. Og eingir óeiðarmenn eiga rétt á að skemma og slasa fólk. Lögreglu ber að stöðva það.
Magnús Helgi Björgvinsson, 3.2.2009 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.