Hroki og yfirgangur Jóhönnu og Samfylkingarinnar
3.3.2009 | 00:18
Hroki og yfirgangur Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra er
með eindæmum. Og það svo að sjálfur Guðfaðir ríkisstjórnarinnar,
Sigmundur Davíð, formaður Framsóknar, er nóg boðið. Segir að
ríkisstjórnin hafi ekki uppfyllt þau skilyrði sem Framsókn setti til
að verja stjórnina vantrausti. Of mikið ráðherraræði sé miðað við
minnihlutastjórn, og stjórnin hafi dregið lappirnar í veigamestu
málum. Ekki síst ef ríkisstjórnin ætli ekki að rjúfa og slíta þingi 12
mars og boða kosningar 25 apríl eins og um var samið.
Þetta er hárrétt hjá formanni Framsóknar. En hvers vegna í
ósköpunum hættir hann þá ekki við að verja þessa and-þjóðlegu
vinstristjórn Jóhönnu Sigurðardóttir vantrausti? Ótrúverðugleiki
Framsóknar er algjör! Gerir sig að fifli. Lætur sig hafa það að
forsætisráðhera lýsi efnhagstillögur Framsóknar óframkvæma-
legar. Og það með hroka og yfirlæti. Samt sal ríkisstjórnin var-
in vantrausti af hálfu Framsóknar. Er skrítið að fylgi Framsóknar
minnki nú mjög ?
Jóhanna og Ingibjörg Sólrún halda þær ráði öllu og komist upp
með allt. Gera það kannski í Samfylkingunni, þar sem þær útnefna
sjálfa sig fyrirfram sem formann og forsætisráðherraefni Samfylk-
ingarinnar upp á sitt eindæmi. En hroki og yfirgangur þeirra nær
ekki yfir íslenzku þjóðina. - Sem BETUR FER er Jóhanna að falla á
tíma til að breyta stjórnarskránni. ESB-væða hana svo greið leið
verðin fyrir hana og hennar landssölulið að innlima Ísland inn í
ESB eftir kosningar. Þess vegna á nú að SVÍKJA þingslítin og jafn-
vel kosningarnar 25 apríl.
Hroki og yfirgangur Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra
virðist ENGIN TAKMÖRK SETT. Hana VERÐUR því að STÖÐVA! Hún
veldur ENGAN VEGINN hlutverki sínu, enda 100% MEÐSEK fyrir
efnahagshruninu komandi úr fyrri ríkisstjórn. Hún átti því fyrir
löngu að vera búin að segja af sér, og biðja þjóðina afsökunar,
eins og Ásta Möller þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur nú gert,
sem sat þó ekki í fyrri ríkisstjórn, eins og Jóhanna Sigurðardóttir
gerði.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra kann augljóslega ekki
einu sinni að skammast sín. Slíkur er hrokinn og yfirgangurinn!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Jónas minn.
Gleymdir þú nú að taka lýsið þitt. Þú átt ekki að láta svona, Jóhanna gerir sitt besta. Þú veist að þið framsóknar og sjálfstæðismenn eruð búnir að planta embættismönnum allan hringinn þannig að erfitt er fyrir núverandi stjórnvöld að aðhafast. Af hverju þorir þú ekki að láta reyna á aðildarumsókn ef þú ert svona viss um að meirihluti landsmanna hafnar því. Mér finnst nú eins og sumir vilji taka lýðræðið í gíslingu. Eins og þú hefur kannski séð í vestfirskum fréttum þá er framsóknaríhaldið á Ísafirði að reyna eina ferðina enn að loka hjá okkur skólanum. Af því tilefni höfum við ég og Edda kennari hérna sem er frá köln í þýskal. sent borgarstjórn Kölnar bréf þar sem við óskum eftir því að Köln og Flateyri sameinist í eitt sveitarfélag, líst þér ekki vel á það Jónas minn.
kv sig haf
Sigurður j hafberg (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 00:32
Þú veist Guðmundur að tillögur Framsóknar mundu þýða að Jón Ásgeir fengi sennilega um 300 milljarða niðurfellingu. Eimskip sennileg um 25 milljaðrða, vænanlega fengju sparisjóðir og tengd fyrirtæki niðurfellingu í tugum milljarða. Björgúlfur og sonur fengju tugi eða hundruð milljarða í niðufellingu. Mér reiknast til að ég fengi um 600 þúsund með 20% niðurfellingu skulda. Get ekki séð að bankarnir ættu þá neinar eignir á móti skuldum sínum og þyrfti þá að bæta þeim það með væntanlega peningum frá ríkinu. Og eins til Íbúðarlánssjóðs. Og eins og þú veist þá gegnur illa að fá lán á góðum kjörum þannig að við þyrftum sennilega að borga nokkuð mörg prósent í viðbótarskatt auk niðurskurðar hjá ríkinu sem er nú þegar viðbúinn.
Magnús Helgi Björgvinsson, 3.3.2009 kl. 01:22
Magnús. Hef ALDREI varið eða stutt efnahagstillögur Framsóknar, enda fyrir
löngu búinn að segja mig úr þeim ESB-sinnaða krataflokki. Er fyrst og fremst
að benda hér á tvöfeldni Framsóknar.
Sæll Siggi minn. Þarf á engu lýsi að halda til að ná áttum. Aðildarviðræður
fyrir mína parta við ESB eru óþarfar. Í 99% tilfella liggur ALLT fyrir sem máli
skiptir varðandi ESB-aðildina. Höfum sem smáþjóð sem vill fullveldi, sjálfstæði og yfirráð yfir okkar helstu auðlindum EKKERT undir yfirþjóðlegt vald Brusselvaldhafanna að gera. Og það kæmi mér mikið á óvart ef þú
búandi í íslenzku sjávarþorpi ert ekki sama sinnis.
Gleður mig mjög ef Flateyri tengist Köln. Veist hvað ég hef ætið verið
þýzkur í mér. Enda hér á bloggi margsinnis talað fyrir stórauknum
samskiptum Íslands og Þýzkalands, og gagnrýnt mjög forsetann og
fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir að nánast að vinna gegn slíkum
stórauknum samskiptum, ekki síður á hinu pólitiska og menningarlega
sviði.
Svo vill til Siggi að í diska-safni mínu á ég marga Kölnar-músik diska,
sem ég gæti útvegað í safnið á Flateyri þegar Kölnarsamskiptin fara
vaxandi, sem ég yrði afar stoltur af sem Flateyringur.
Með bestu Kveðjur vestur Siggi minn, og ekkert ESB-Jóhönnurugl!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.3.2009 kl. 09:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.