L-listinn - Framboð fullveldis-og þjóðfrelsissinna !


   Í gær kynnti L-listinn framboð sitt. Fyrir okkur sem viljum standa
vörð um sjálfstætt og frjálst Ísland, á grundvelli óskorðas fullveldis,
hljótum að fagna þessu framboði. Loksins, loksins, er komið stjórn-
málaafl  sem við getum 100% treyst í Evrópumálum. Kominn tími til! 
Við sem aðhyllumst þjóðleg viðhorf og gildi án öfga hljótum að fagna
mjög þessu framboði, og hljótum að berjast fyrir framgangi þess  í
komandi kosningum. Hér með er skorað á öll þjóðleg og ábyrg öfl
og einstaklinga að koma til liðs við L-listann ! Og það STRAX !

   Í komandi kosningum verður tekist á um eitt stærsta pólitiska hita-
mál frá lýðveldisstofnun. Aðildina að Evrópusambandinu. Í dag eru
allir flokkar meir og minna klofnir í þessu stórmáli. Það er óþolandi
að flokkar og frambjóðendur geti komið fram fyrir þjóðina með óljósar
stefnur í þessu stærsta þjóðfrelsismáli lýðveldisins. Því framtíð Íslands
mun ráðast af því. Þess vegna er MJÖG mikilvægt að öll framboð hafi
skýra  stefnu í Evrópumálum. - Því miður virðist það ekki ætla að gerast,
nema þá helst hjá hinni ESB-sinnuðu Samfylkingu. Framsókn er galopin
í Evrópumálum, og vill sækja um aðild. -  Vinstri-grænir sömuleiðis. Þeir
gefa grænt ljós um aðildarumsókn, og munu fylgja Samfylkingunni  að
málum í nýrri vinstristjórn eftir kosningar. Þá er Sjálfstæðisflokknum alls
ekki treystandi í Evrópumálum. Innan hans eru MJÖG sterk öfl sem knýa
á um ESB-aðild, og margir þingmenn og frambjóðendur eru þegar orðnir
mjög ESB-sinnaðir. Og fyrir örfáum dögum var þingflokksformaður Frjáls-
lyndra yfirlýstur ESB-sinni. Þannig að engum stjórnmálaflokki er lengur
treystandi í Evrópumálum utan L-listans nú. Því ber að fagna framkomu
L-listans!  Já, loksins, loksins er komið stjórnmálaafl sem TREYSTANDI er
100%í Evrópumálum.  

   Þá stendur L-listinn fyrir mörgum öðrum þjóðþrifamálum, eins og að
gera Ísland að einu kjördæmi, og hamla gegn gjörspilltu flokksræði.
En umfram allt hefur líka  L-listinn HREINANN SKJÖLD hvað varðar
efnahagshrunið og ástandið í dag. Engu stjórnmálaafli ætti því að
vera betur treystandi að byggja upp Ísland á ný, með óbilandi trú á
ÍSLENSKRI framtíð og FRJÁLSU Íslandi!!

   Til hamingu íslenzkir þjóðfrelsis- og fullveldisssinnar !

   Áfram Ísland!!!! Áfram L-listinn !!!    

  
mbl.is Vilja beint samband milli kjósenda og frambjóðenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Takk fyrir. Fyrst það lítur út fyrir að ESB verði aðal kosningamálið, þá er ekki nóg að hafa "já" og "kannski", heldur verður líka að vera skýr valkostur gegn því. En það er samt ekki eini tilgangurinn með þessu framboði.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.3.2009 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband