Frjálsyndir og VG eru svikarar í Evrópumálum !


    Frjálslyndir og Vinstri-grænir hafa svikið í Evrópumálum. Standa
nú með ESB-flokkunum, Samfylkingu og Framsókn, að knýja fram
stjórnarskrárbreytingu  um  þjóðaratkvæðagreiðslur. En  eftir  þá
breytingu geta ESB sinnar auðveldlega hent út fullveldisákvæðum
stjórnarskrárinnar eftir kosningar án þess að þurfa að  rjúfa  þing 
og  efna til kosninga aftur. Þannig auðveldar  Frjálslyndir  og  VG
mjög allt ESB-umsóknarferlið eftir kosningar. Þess vegna leggur
Samfylking og Framsókn ofuráherslu á að knýja fram þessa stjórn-
arskrárbreytingu FYRIR kosningar.

  Ljóst er að ESB-sinnuðum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins eiga
eftir að fjölga eftir prófkjörin. Þá telur vara-formaður flokksins allar
líkur á að Sjálfstæðisflokkurinn gefi grænt ljós á aðildarviðræður, og
þar með aðildarunsókn að ESB eftir kosningar. Ljóst er því að Sjálf-
stæðisflokknum verður ALLS EKKI treystandi í Evrópumálum.   Þá
hefur Borgarahreyfingin ákveðið að skila auðu í Evrópumálum.

   L-listinn verður því EINA framboðið í komandi kosningum  sem 
ALLIR þjóðfrelsis- og fullveldissinnar geta 100% treyst í Evrópu-
málum.  - Því er afar mikilvægt að allir þeir sem kjósa frjálst og
fullvalda Íslandi styðji og kjósi hið þjóðlega framboð, L-listann,
í komandi kosningum.
mbl.is Pukrast með breytingar á stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst allavega fínt ef það á að setja fleiri svona stórhagsmunamál er varða alla þjóðina undir sjálfa þjóðina í stað þess að leyfa þeim sem fengu tæpan meirihluta ákveða það eftir eigin hentisemi .. Nefnilega held að ekki allir sem kjósi sjálfstæðisflokkinn vilji fara í ESB og ekki allir vinstri grænir á móti því þannig að með þjóðaratkvæðagreiðslu um málið geta allir sagt nákvæmlega sína skoðun á þessu..

Pétur (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 17:28

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Börkur. Hver sækist eftir því sem viðkomandi er andvígur og telur hættulegt?  ENGINN! Því er afstaða VG byggð á meiriháttar hræsni.
Við í L-lista erum andvíg að Ísland gangi í ESB af FJÖLMÖRGUM ástæðum.
Því berjumst við því gegn ESB-aðild. Líka aðildarviðræðum. Annars værum
við ekki samkvæm sjálfum okkur. - Svo einfallt er það.  Þú getur ekki mælt
með viðtalu um það sem þér finns út í hött. Hvorki gagnvart sjálfum þér,
öðrum, eða í þessu tilfelli þjóðinni.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.3.2009 kl. 20:08

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Og til viðbótar. Þess vegna er L-listinn ANDVÍGUR stjórnarskrárbreytingunni
um þjóðaratkvæðagreiðslur, sem leyfa stórskerðingu á fullveldisákvæði
hennar án þingrofs og annara kosninga. Alveg STÓRFURÐULEGT að Frjálslyndir skulu samþykkja þetta, því þar með eru þeir að ganga erinda
ESB-sinna og auðvelda þeim stórkostlega ESB-ferlið eftir kosningar.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.3.2009 kl. 20:24

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Börkur. Flokkur eins og VG sem opnar á aðildarviðræður og þar með umsókn
að ESB og liðkar stórkostlega fyrir ESB-ferlinu með þar til geðri breytingu á
stjórnarskrá GETUR EKKI TALIST ANDVÍGUR ESB. Heldur ÞVERT Á MÓTI.
Því ENGINN sækist eftir því sem hann vill ekki. Skilið? Skil ykkur í VG, því
þið eruð í hugmyndarfræðinni  mjög and-þjóðlegir.  Á ég svo að endurtaka
svar mitt aftir um þjóðaratkvæðagreiðsluna? Er andvigur þjóðaratkvæða-
greiðslu um mál sem ég tk þjóðhættulegt og ógna íslenzkum hagsmunum
og tilveru. Skilið?

Get fullyrt að L-listar fullveldissinna verða EKKI ákveðnir á ólýðræðislegraða
hátt en hjá VG, í einhverju lokuðu forvali. Hins vegar er L-listinn nýtt
framboð í kapphlaupi við mjög stuttan tíma, sem fjórflokkar VG hafa
ákveðið, til að koma í veg fyrir ný framboð.  En þið skulið ekki takast að
koma í veg fyrir framboð okkar fullveldissinna.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.3.2009 kl. 20:51

5 identicon

.

VG eru á móti ESB en ekki á móti lýðræðinu. 

Ef það er vilji meirihlutans að hefja viðræður að lokinni atkvæðagreiðslu þar um þá er betra að taka þátt í ferlinu en vera alveg stikkfrí.  Það er allavega aðferð við tryggja að ákveðin sjónarmið séu upp.

Sá er munurinn á VG og þinni hreyfingu sem vill ekki ein sinni leyfa umræðuna

101 (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 21:00

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Börkur. Alveg makalaus útúrsnúningur, enda eru þið Vinstri græn komin í
vönd mál hvað Evrópumálin varðar. Enginn sannur ESB-andstæðingur getur
treyst ykkur lengur. Gangið nú erinda ESB-sinna og ætlið meir að segja að
taka þátt í að ESB-væða stjórnarskrána fyrir þá. Alþingi er sá vettvangur
sem sker úr um það hvort sækja ber um aðild að ESB eða ekki. Meðan þar
er enn meirihluti fyrir því að Ísland haldi óskertu fullveldi og sjálfstæði sínu
verður ekki sótt um aðild. Alþingi á að sýna þjóðarviljan í reynd. Þess
vegna leggur L-listinn allan þunga í að koma em flestum þjóðfrelsis, og
fullveldissinnum á þing. Ef þú ert sannur fullveldissinni Börkur áttu
samleið með okkur í L-listanum.   Vertu velkominn! 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.3.2009 kl. 21:57

7 identicon

esb er það sem hitler og stalin vildu

ninni (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 22:22

8 identicon

Í upphafi til að hafa allt á hreinu :

Auðvitað eigum við að gangi inn í ESB !!!

Hvað það er sem þú Guðmundur  og þínir líkir látið frá ykkur, vegna þessað við hin viljum notast við lýðræði, sem okkur er sagt að við búum við !

Þið í L-listanum dýrkið flokksræði og það er bara ein skoðun !

Guðmundur, hefur þú nokkrun tíman farið úr landi og auðvitað ekki til Evrópu  ?

JR (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 23:23

9 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

JR. Hef AÐALLEGA ferðast til Þýzkalands, Austurríkis, og Sviss, og dyrka þau! Perlur Evrópu!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 11.3.2009 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband