Sjálfstæðisflokkurinn bakkar í stjórnarskrármálinu
13.3.2009 | 00:27
Það eru mikil vonbrigði að Sjálfstæðisflokkurinn skuli vera tilbúinn
til að bakka í stjórnarsskrármálinu til að ná sátt um málið eins og
formaður hans orðar það. Og einmitt í hluta þess er lýtur að þjóðar-
atkvæðagreislum, sem ESB-sinnar kalla svo mikið eftir. Því eftir þá
breytingu verður mjög auðvelt hjá ESB-sinnum að gjörbreyta full-
veldisákvæðum stórnarskrárinnar, til að ganga Brussel á hönd.
Þetta sýnir og sannar að Sjálfstæðisflokknum er alls ekki treyst-
andi í Evrópumálum. Stór hluti flokksins er orðinn mjög hallur undir
aðildarviðræður við ESB og þá umsókn að því. Ekki síst í ljós þess
nú þegar mikill fjöldi frambjóðenda hans í komandi kosningum verða
yfirlýstir ESB-sinnar undir forystu Bjarna Benedikssonar og Þor-
gerðar K Gunnarsdóttir sem bæði hafa lýst yfir vilja til aðildarvið-
ræðna við ESB og þá um leið umsókn að því.
Því er hér með enn og aftur skorað á alla sanna fullveldissinna
og einlæga ESB-andstæðinga innan Sjálfstæðisflokksins að koma
til liðs við L-listann. Hann er eina framboðið sem hafnar afdráttar-
laust aðildarviðræðum og umsókn að ESB. Þetta er frjálslynt og
lýðræðislegt borgaralegt afl sem sjálfstæðismenn, sem og allir
sannir fullveldis-og sjálfstæðissinnar geta treyst og þá um leið
stutt.
Áfram Ísland. Áfram frjálst og fullvalda Ísland!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.