Verður næsti formaður Sjálfstæðisflokksins ESB-sinni ?


    Allt bendir til að ESB-sinnar yfirtaki Sjálfstæðisflokkinn að loknum
prófkjörum um helgina og á  landsfundi flokksins undir mánaðarlok.
Flestir vilja Bjarna Benediktsson sem næsta formann flokksins skv.
nýrri könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Þá bendir allt til þess
að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir verði endurkjörin varaformaður
flokksins. En bæði eru þau yfirlýst ESB-sinnar, og vilja aðildarvið-
ræður við ESB, en til þess að það gerist verður fyrst að sækja um
aðild að sambandinu. - En enginn sækir um það sem viðkomandi
er anvígur og vill ekki taka þátt í.

  Þá er öruggt að efsti maður flokksins í Reykjavík verður ESB-sinni,
því bæði Illugur og Guðlaugur Þór sem líklegastir að leiði listann í
Reykjavík, hafa báðir lýst stuðningi við aðildarviðræður og þá  að
sótt verði um aðild að  ESB. - Og svona má lengi telja. Allt bendir
því til að þingflokkur  Sjálfstæðisflokksins  verði  yfirfullur af ESB-
sinnum eftir kosningar. - Og  að Sjálfstæðisflokkurinn taki beina
stefnu til Brussel á nýju kjörtímabili.

  Þetta eru mjög alvarleg tíðindi fyrir okkur fullveldissinna og and-
stæðinga þess að Ísland gangi í ESB. Því mikilvægt er að á Alþingi
Íslendinga verði sem flestir  fullveldissinnar til að berjast gegn
áformum ESB-sinna að innlima Ísland inn í Stórríki Evrópu, ESB,
með tilheyrandi fullveldis- og auðlindaframsali, með skelfilegum
afleiðingum fyrir hina íslenzku þjóð.

   Því er hér með skorað á ALLA SANNA þjóðfrelsis- fullveldis- og
sjálfstæðissinna að koma til liðs við L-lista fullveldissinna nú í kom-
andi kosningum. L-listinn er eina framboðið í dag sem ESB-andstæð-
ingar geta fullkomlega treyst í Evrópumálum.   

    Komandi kosningar verða því þær örlagaríkutu á lýðveldistímanum.
Í raun verður í þeim kosið um ESB-aðild.  NEI við ESB-aðild er því
X við L-lista fullveldissinna. - Það geta ESB-andstæðingar treyst.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér, snarpi og skýri vökumaður, og gangi ykkur L-listamönnum allt í haginn í kosningunum.

Ég er enn að berjast meðal Sjálfstæðisflokks-systkina minna.

Hef skrifað mjög ágengar geinar um þetta á liðnum degi og aftur nú fyrir miðnættið.

Smellið á blálitað nafn mitt hér fyrir neðan, lesendur góðir, til að fara beint inn á þau skrif, meðan þetta er nýtt.

Með kærri kveðju og þakklæti,

Jón Valur Jensson, 14.3.2009 kl. 02:52

2 Smámynd: Egill Óskarsson

Bentu mér á það hvar Bjarni og Þorgerður hafa lýst því yfir að þau vilji ganga í ESB.

Egill Óskarsson, 14.3.2009 kl. 04:18

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þap er alkunna, að Þorgerður vill það, þar hefur heyrzt á mörgum yfirlýsingum hennar, ð hún stefnir þagað, og það sama var alveg ljóst á málflutningi Bjarna á frekar nýlegum Valhallarfundi um EBé-mál.

Jón Valur Jensson, 14.3.2009 kl. 10:21

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Afsakið flýtinn og stafavillurnar!

Jón Valur Jensson, 14.3.2009 kl. 10:24

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk fyrir Jón Valur. Jú það er virkilega ástæða til að hafa miklar áhyggjur.
Menn virðast geta sveiflast í grundvallaskoðunum eins og vindhanar.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.3.2009 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband