Enn hafnar meirihlutinn ESB aðild !


    Skv nýustu viðhorfskönnun Fréttablaðsins í dag eru Íslendingar
enn á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu. Nánast engin
breyting frá  síðustu könnun í febrúar. 54% eru andvíg aðild  en
45% með. -  Þrátt fyrir gegndarlausann einhliða áróður fjölmiðla,
verkalýðssamtaka, ýmissa atvinnurekenda og stjórnmálamanna
og fl.

  En þrátt fyrir þetta er eins og ESB-sinnar ætla að hrúgast inn á
Alþingi Íslendinga eftir kosningar skv. niðurstöðu prófkjara. Á fram-
boðslistum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eru nú t.d ESB-
sinnar afar áberandi, þrátt fyrir að grasrótir þessara flokka séu í
stórum meirihluta andvíg aðild að ESB. Hvernig má þetta vera?

   Vonandi að fullveldissinnum takist að bjóða fram og gefa meiri-
hluta þjóðarinnar tækifæri til að koma meirihlutavilja sínum fram
í komandi kosningum. Því í raun  verður kosið um ESB-aðild í
þeim alþingiskosningum sem verða 25 apríl n.k.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband