ESB-andstæðingar hljóta nú að horfa til L-listans !


    Nú þegar línur hafa skýrst mjög  í  prófkjörum  nú  um helgina,
hljóta allir sannir ESB-andstæðingar  og  fullveldissinnar að horfa
yfir sviðið.  Ljóst er að yfirlýstir stuðningsmenn ESB-umsóknar hafa
náð  afgerandi  árangri innan  Sjálfstæðisflokksins. Leiða  nú lista
flokksins í a.m.k stærstu kjördæmunum. Þá eru mjög sterkar horfur
á því að Bjarni Benediktsson og Þorðgerður Katrín Gunnarsdóttir
veiti Sjálfstæðisflokknum forystu næsta kjörtímabil. En bæði hafa
marglýst yfir vilja til aðildarviðræðna við ESB. En fyrst þarf Ísland
að  sækja um slíka aðild áður en aðildarviðræður geta farið fram.
En ENGINN ESB andstæðingur sækir um slíka aðild. ENGINN sækir
um það sem viðkomandi er á móti. Það ætti að liggja svo ljóst
fyrir.

   Þegar þessi niðurstaða  liggur nú fyrir hlýtur það að auka veru-
lega möguleika þess framboðs, sem eitt framboða í komandi kosn-
ingum hafnar ALFARIÐ aðildarviðræðum og umsókn að ESB.  Allir
SANNIR ESB-andstæðingar og fullveldissinnar hljóta nú að íhuga
alvarlega að koma til liðs við L-lista fullveldisinna. Því ALDREI hefur
það verið eins þyðingarmikið að kjósa sem flesta fullveldissinna á
þing, því á komandi kjörtímabili munu ESB-sinnar sækja mjög fast
á að Ísland sæki um ESB.  Eina svarið gegn slíku yrði því að tryggja
L-listanum sem flesta þingmenn í komandi kosningum. Það hljóta
allir SANNIR ESB-andstæðingar að sjá og skilja. ENGINN SANNUR
ESB-ANDSTÆÐINGUR getur kosið yfirlýstann ESB-sinna á þing!!

   Því er hér enn og aftur skorað á alla sanna þjóðfrelsis, fullveldis-
og sjálfstæðissinna að gefa sig fram við L-listann og veita honum
stuðning. L-listinn er einmitt þessa daga að ganga frá sínum fram-
boðsmálum og kosningaundirbúningi. Því ætlunin er að bjóða fram
í öllum kjördæmum landsins.

  Áfram frjálst og fullvalda Ísland!
mbl.is Bjarni með afgerandi forystu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sértrúarframboð hafa aldrei blessast !

JR (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 01:56

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Ef einhverjir reka sértúarframboð JR þá eru það þeir sem iðka ESB-trúboðið.
Þvílíkt trúarofstæki JR. Svo vil ég að þú komir hingað undir FULLU NAFNI.
Enginn ESB-kafbátahernaður hér!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.3.2009 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband