L-listi Fullveldssinna líka sterkur málsvari sjómanna og bænda !


    Þar sem L-listi Fullveldissinna hafnar ALFARIÐ aðild Íslands  að
ESB og aðildarviðræðum við það, er L-listi  Fllveldissinna sjálfkrafa
orðinn sterkur málsvari sjómanna og bænda. En báðar þessar mikil-
vægu stéttir íslenzks samfélags  hafa  lagst eindregið  gegn  aðild
Íslands að ESB eins og Fullveldissinnar. Nú síðast Búnaðarþing sem
ALFARIÐ hafnaði aðild Íslands að ESB,  og sagði að innganga Íslands
í ESB  myndi  rústa  íslenzkum landbúnaði. - En allir vita að ESB-aðild
myndi sömuleiðis rústa íslenzkum sjávarútvegi.

   Vert er að vekja athygli á þessu nú Þegar Framsókn er orðin
yfirlýst ESB-sinnaður flokkur og Sjálfstæðisflokkurinn stefnir hrað-
byri í átt til Brussel.  Framsókn með ESB-daðri sínu hefur svikið ís-
lenzka bændastett. Nú geta bædur treyst framboði Fullveldissinna
fyrir hagsmunamálum sínum, auk íslenzkir sjómenn. En ESB-aðild
myndi ógna grunnstoðum þessara mikilvægu atvinnugreina í dag.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Náttúrulega er L listinn ekki að styðja Bændur og Sjómenn hvað varðar lægra vöruverð. Eins þá er hægt að benda á að þessi rök þín varðandi útgerð eru þau sömu og menn höfðu uppi þegar við gegnum í EFTA og eins þegar við gengum í EES. Þetta hefur nú samt ekki gerst.

"Við skulum ekki gleyma því að Ísland er og verður útkjálki í Evrópu. Ef Ísland rennur inn í stóra efnahagsheild mun að því stefna að landið verði fyrst og fremst útibú fyrir erlenda auðhringi og veiðistöð fyrir samevrópskan markað." Ragnar Arnalds á þingi 1969 um EFTA

Og svo

Erlendir togarar á ný inn í landhelgi. Hin íslenska þjóð, sem telur 260.000 manna, gefi 380 milljónum manna fullan rétt á við sig í þessu ónumda landi til atvinnustarfsemi, jafnan rétt á sem flestum sviðum.
    Ég er heldur ekki viss um að hin íslenska þjóð sé sammála því að sæta, eftir að samningurinn hefur verið gerður, viðskiptabanni á ýmsum vöruflokkum sem við sannarlega flytjum nú inn, t.d. frá Bandaríkjunum, sem liggur ljóst fyrir að reglugerðir Evrópubandalagsins munu banna að hingað verði fluttar.
    Sú sorglega staðreynd blasir við, þegar staðið er upp frá samningunum, að okkar aðalútflutningsatvinnuvegur, sjávarútvegurinn, er ekki með í viðskiptafrelsi EB. Frelsin fjögur gilda aftur á móti um aðalatvinnuvegi EB og hinna EFTA-ríkjanna. Guðni Ágústsson um EES 1992

Ég tel umtalsverðar líkur á því að í vissum afmörkuðum tilvikum geti reynst verulegur áhugi á að ná hér í land, jarðnæði eða aðstöðu. Þar má nefna ýmislegt. t.d. veiði og veiðiréttindi af ýmsum toga. Það er ekki svo víða á byggðu bóli sem slík gæði ganga kaupum og sölum. Það má nefna hér þá miklu möguleika sem liggja í ferðaþjónustu á Íslandi og erlendum mönnum er vel kunnugt um. Þýskir og svissneskir ferðaþjónustuaðilar vita vel um þá peninga sem hægt er að hafa upp úr Íslandi yfir sumartímann meðan nóttin er björt. Það þekkjum við.
    Það má nefna hér auðvitað ýmsa aðra aðstöðu sem gæti reynst verðmæt, vatnstökuréttindin, námaréttindi, vikur eða hvað það nú er. Síðast en ekki síst má nefna það að stórar spildur af óbrotnu landi, ósnortnu landi og sæmilega hreinu og ómenguðu lofti og vatni, eru gæði sem eru ekki föl hvar sem er og allra síst í hinni sótugu Evrópu. Fyrir þá sem þar búa kunna það að vera heilmikil verðmæti ein og sér. Svissneskur auðkýfingur hefur á leigu laxveiðiá þá sem ég ólst upp við og hefur líklega um tíu ára skeið borgað fyrir það nokkrar milljónir að hafa hana fyrir sig og sína fjölskyldu og renna í hana einu sinni til tvisvar á ári viku í senn. Sjö stanga laxveiðiá er frátekin fyrir margar milljónir á ári fyrir eina svissneska fjölskyldu til að veiða í henni sjö til tíu daga á ári. Steingrímur um EES samningin 1992

Menn sem hafa talað svon haf sjaldnast haft rétt fyrir sér hér á landi. T.d. hefur verið bent á að þegar við gengum í EFTA fengum við mun meiri stuðning en aðrar þjóðir til að laga okkur að samninginum . Við EES var tekið mjög mikið tillit til okkar. Eins fengum við hæstu Marshall aðstoð miðað við höfðatölu og þrátt fyrir  að við tókum mun minni þátt í heimstyrjöldinni sem við notuðum að mestu til að kaupa togara fyrir.

Í Sameinuðuþjóðunum fengum við fullt af atriðum inn í Hafréttarsáttmálan.

Staðreyndin er sú að við erum slyngir samningamenn á þessum sviðum og notfærum okkur að vera fá til að fá okkar atriðum framgengt.

Magnús Helgi Björgvinsson, 17.3.2009 kl. 15:33

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús minn. Trúi þúsund sinnum mati sjálfra sjómanna, bænda  og
útgerðarmanna varðandi stórgalla ESB-aðildar heldur en TRÚ-boði ykkar
ESB-sinna.  Nú  hafið þið hið pólitíska VALD til að lækka matvöruverðið?
Hvers vegna gerið þið það ekki? ENGINN t.d bannar ykkur að afmá virðisauakaskattinn af matvælum. Þurfum EKKERT andskotans ESB-kjaftæði
til þess! Heldur pólitískan vilja!

Svo hversu rosa sligna samningamenn við höfum þá breyta þeir ekki
grunngildum ESB. Eða hvers vegna var þeim þá ekki beitt varðandi
icesave?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.3.2009 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband