Aðildarviðræðusinni er ESB-sinni !
18.3.2009 | 14:59
Það er alveg með ólíkindum hvernig margir frambjóðendur í
komandi þingkosningum ætla að leika tveim skjöldum í Evrópu-
málum. Þýkjast í öðru orðinu vera frekar móti aðild Íslands að
Evrópusambandinu en vilja samt aðildarviðræður, og þar með
umsókn Íslands að ESB. Hvernig fer þetta saman? Engann
veginn! Því ENGINN sækir um það sem viðkomandi er á móti.
Eða er það?
Þannig er tvískinnungurinn hjá framboðsleiðtogum Sjálfstæð-
isflokksins ALGJÖR í stærstu kjördæmunum. Illugi Gunnarsson,
Gunnlaugur Þór Þórðarson, og Bjarni Benediktsson hafa ALLIR
gefið grænt ljós á aðildarviðræður. Þeir hljóta því skv. þessu
að vera ESB-sinnar. Fyrir nokkrum misserum voru þessir menn
HEILIR í Evrópumálum. Voru á móti aðild Íslands að ESB og voru
Því á móti aðildarumsókn. Nú hafa þessir ágætu menn kúvent
í afstöðu sinni. Vilja nú aðildarumsókn, því hafa gefið grænt
ljós á aðildarviðræður. En til þess að þær geti farið fram verður
Ísland fyrst að sækja um aðild að ESB. Þeir eru því orðnir stækir
ESB-sinnar. - Hvernig er hægt að treysta stjórnmálamönnum
sem kúvenda svona á einni nóttu í stærsta pólitíska hitamáli
lýðveldissins ? - Var einhver að tala um pólitíska vindhana?
Hvernig geta SANNIR ESB-andstæðingar kosið slíka ESB-sinna
á þing? Hvernig er hægt að treysta slíkum stjórnmálmönnum í
sjálfstæðis- og fullveldismálum þjóðarinnar? Að sjálfsögðu er
það ekki hægt.
L-listi fullveldissinna er EINA framboðið sem SANNIR ESB-and-
stæðingar geta 100% treyst í Evrópumálum. Því sérhver fram-
bjóðandi L-listans er 100% fullveldissinni og hafnar ALFARIÐ
bæði aðildarviðræum og umsókn að ESB. ESB-andstæðingar
hljóta því að styðja og kjósa L-listann í komandi kosningum.
X við L-lista fullveldissinna !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.