Athyglisverð sýn Björgvins G um kosningabandalag


   Það er  afar athyglisverð sýn Björgvins G.Sigurðssonar
þingmanns Samfylkingar um æskilegt kosningabandalag
stjórnmálaflokka, í písli Björgvins á pressan.is. Þar telur
hann að sameining/bandalag Samfylkingar, Framsóknar,
Frjálslyndra og  Vinstri grænna sé það sem koma skal.

    Athyglisvert er að Björgvin nefnir Frjálslynda í þessu
sambandi. En Frjálslyndir hafa skilgreint sig sem hægra
megin við miðju, en hafa í raun starfað í anda vinstriflokk-
anna, og haft mikið og náið samstarf við þá, eins og þessa
daganna.  Þess vegna kom það ekki á óvart að Karl V Matt-
híasson sé nú gengin úr Samfylkingunni yfir til Frjálslyndra
og þar í framboð. Maður sem ætíð hefur starfað undir hug-
sjónum krata og Evrópusambandshugsjónum þeirra.  Í því
ljósi er afar skiljanlegt að Björgvin vilji nú fá Frjálslynda inn
í sitt ESB-sinnaða  vinstrabandalag.

   Þetta er afar athyglisverð sýn. Kómísk sýn í augum okkar
fullveldissinna.....
mbl.is Björgvin G.: Styður frumvarp um kosningabandalög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Draumsýn Björgvins um slíkt kosningabandalag er að mínu viti út í hött, en svo vill til að Samfylkingin er einangruð í yfirlýstum áhuga sínum á Evrópusambandinu.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 19.3.2009 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband