AMX.is reynir að milda ESB-ásýnd Bjarna Ben


   Það er grátbroslegt hvernig fréttaveitan AMX.is reynir nú að
milda ESB-ásynd Bjarna Benediktssonar, sem gefur kost á sér
til formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Þar er haft eftir Bjarna
með stríðsfyrirsögn. ,,HEF ALDREI VERIÐ HLYNNTUR INNGÖNGU
ÍSLANDS Í EVRÓPUSAMBANDIÐ"  Engu að síður kemur skýrt
fram í viðtalinu, að Bjarni vill aðildarviðræður við ESB, eins og
hann hefur MARGSINNIS SAGT, nú síðast í opnu viðtali  við
Fréttablaðið um helgina.

  En til þess að aðildarviðræður fari fram verður FYRST að SÆKJA
UM ESB-AÐILD, eins og allir yfirlýstir ESB-sinnar vilja gera. Þar
á meðal þá EINMITT Bjarni Ben, sem hlýtur þá að flokkast sem
ESB-sinni. Því ENGINN sækir um það sem viðkomandi er á móti! 
Eða er það?

   AMX.is hefði því mátt sleppa þessum esb-kattarþvotti, en
frekar að upplýsa lesendur og kjósendur hver afstaða Kristjáns
Þórs Júlíussonar er í Evrópumálum. En hann hefur gefið kost
á sér til formennsku eins og Bjarni. - Já þið þarna á AMX. Getið
þið upplýst okkur kjósendur hvar Kristján Þór stendur í Evrópu-
málum?  Er hann kannski ESB-sinni eins og Bjarni Ben, en kýs
að þegja yfir því fram yfir kosningar?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Íhaldið er klofið í herðar niður í ESB málinu, ég býð spennt yfir því hvernig þeir hyggjast klóra sig útúr þessu svo að öllum líki á Landsfundinum. En það er allavega á hreinu að eina stjórnmálaaflinu sem er treystandi til þess að leiða þjóðina ekki í ESB er listi fullveldissinna L-listinn

Guðrún Sæmundsdóttir, 23.3.2009 kl. 20:20

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Satt Guðrún. Út úr landsfundinum kemur ekkert  nema þá í besta
falli meiriháttar loðinn vafningur, opinn í báða enda, sem ENGINN ESB-
andstæðingur getur treyst á. Nú þegar leiða 3 yfirlýstir ESB-sinnar
lista Sjálfstæðisflokksins í stærstu kjördæmunum, Illugu, Guðlaugur Þór,
og Bjarni Ben. Hvernig geta SANNIR ESB-andstæðingar kosið þessa menn
á þing? Menn sem  NÚ ÞEGAR tala ÞVERT á gildandi stefnu Sjálfstæðis-
flokksins í Evrópumálum.

Já.L-listi fullveldissinna er EINA svar og rödd ESB-andstæðinga!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 23.3.2009 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband