Fullveldissinnar höfuð andstæðingar Samfylkingarinnar


    Hugmyndafræðilega eru fullveldissinnar höfuð pólitískir andstæðingar
Samfylkingarinnar. Ekki  bara  vegna  þess að  meðan fullveldissinnar
byggja sínar hugsjónar á  hófsömum  borgaralegum gildum, byggir
Samfylkingin á sósíaldemókratiskum og vinstrisinnuðum viðhorfum.
Heldur vilja fullveldissinar standa sterkan vörð um þjóðfrelsi þjóðar-
innar og fullveldi Íslands, meðan  Samfylkingin vill stórskerða hvort-
tveggja, og koma þjóðinni undir yfirþjóðlegt  vald. Þannig  eru  full-
veldissinnar og Samfylkingin hinir  raunverulegu tveir aðal  andstöðu-
pólar í íslenzkum stjórnmálum. Fullveldissinnar hafna ALFARIÐ öllum
hugmyndum um að Ísland gangi í Evrópusambandið, meðan Samfylk-
ingin berst með kjafti og kló til að innlima Ísland inn í Stórríki Evrópu,
ESB.  Himinn og haf aðsilja því þessar tvær stjórnmálahreyfingar í
langstærsta pólitíska hitamáli í sögu lýðveldisins. Því   afar ólíklegt
að þessi tvö andstæðu öfl geti nokkurn tíman unnið saman í ríkisstjórn,
nema Samfylkingin kúvendi ALGJÖRLEGA stefnu sinni í Evrópumálum,
sem stjarnfræðilegar  afar litlar líkur eru á.

  Áfram frjálst og fullvalda Ísland!

  X við L-list fullveldissinna!
   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hvað eru "hófsöm borgaraleg gildi?"

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.3.2009 kl. 21:51

2 identicon

Hófsöm borgaraleg gildi eru þau sömu og Björn Bjarnason ástundaði.

Fækka starfsmönnum sem vinna að rannsókn efnahagsbrota svo sumir borgarar þessa lands geti haldið hófsömum gildum sínum án þess að vera áreittir af opinberum starfsmönnum.

Eða eins og stendur í stefnuyfirlýsingunni "endurreisa hagsmunagæslu"

Þá vitum við það.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband