Framboð fullveldissinna dregið til baka


    Vissulega eru það mikil vonbrigði að framboð fullveldissinna
hefur verið dregið til  baka. Fyrst og fremst var þar um tíma-
skort að ræða. Það að búa til nýtt framboð, manna það í öllum
kjördæmum, ásamt hundruðum meðmælenda, á örfáum vikum,
í mjög fjandsamlegu umhverfi fjórflokksins, reyndist framboð-
inu einfaldlega ofviða. - En, tilgangurinn helgaði meðalið, og
hleypti lífi í ESB-andstæðinga annara flokka, sem er gott mál.
En, fullveldissinnar eru ekki að baki dottnir, ferðin er rétt haf-
in, því þörfin á  þjóðlegu  borgaralegu afli  hefur aldrei verið
meiri en einmitt nú, þegar óþjóðholl öfl  undir  forystu  Samfylk-
ingarinnar, reyna nú með öllu afli að  brjóta niður sjálftraust
þjóðarinnar, og koma henni undir erlent vald. - Það má ALDREI
takast!!

   Eftir sem áður verða ÖLL þjóleg öfl að standa vaktina,  og
beita landssöluliðinu  mikilli hörku í komandi  kosningum  og
misserum. Samtökin Heimssýn verða þar okkar sameiginlegi
vettvangur, samtök sjálfstæðissinna í Evrópumálum. Þau sam-
tök þarf að stórefla á næstunni.

   Áfram frjálst og fullvalda Ísland! 
   
mbl.is Hættir við þingframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband