Bjarni og Þorgerður vilja auðvelda fullveldisframsalið


     Það kemur alls ekki á óvart að þau ESB-sinnuðu leiðtogar
Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediksston og Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir, vilja nú aðeins breyta 79.grein stjórnarskrár-
innar. En þær breytingar  auðveldar mjög allt umsóknarferlið
að Evrópusambandinu. Breytingar sem ESB-sinnar hafa lagt
ofuráherslu á að ná  í  gegn  fyrir þinglok. Því  þá yrðu mjög
auðvelt að gjörbreyta fullveldisákvæðum stjórnarskrárinnar,
sem galopnaði fyrir allt ESB-ferlið á næsta kjördæmi.

   Bæði Frjálslyndir og Vinstri grænir styðja þessar breytingar.
Framboð fullveldissinna standa einir gegn því, sem sýnir  að
L-listi fullveldissinna eru  eina framboðið sem ESB-andstæð-
ingar geta treyst, stutt og kosið.

   X-L-listi fullveldissinna. 
mbl.is Vilja aðeins breyta 79. grein stjórnarskrár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eflir semsagt lýðræðið að meina þjóðinni að taka afstöðu til stjórnarskrárbreytinga í þjóðaratkvæðagreiðslu! Ekki fæ ég það til að ganga upp.

GH (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 12:01

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Grundvallarmiskilningur hjá þér nafnleysingi. ENGINN vill ganga í það sem
viðkomandi er á móti. Við fullveldissinnar erum á móti ESB-aðild, og þar
með aðildarviðræðum. Því til þess að hefja aðildarviðræður þarf fyrst að
sækja um aðildina, sem allir sannir ESB-andstæðingar eru á móti.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.4.2009 kl. 12:58

3 identicon

Þessi breyting á 79. greininni væri einungis til þess að festa í sessi flokkræðið sem er gjörsamlega að tröllríða íslensku stjórnkerfi og gera stjórnarskrána að engu meira en venjulegum lögum sem þingið getur breytt nánast að vild.

Gulli (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 13:04

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þú mátt hafa þá skoðun Gulli. En aðal ástæða breytingarinnar núna er að
auðvelda ESB-sinnum fullveldisafsalið eftir kosningar. Það er málið. Og
það ætla ESB-sinnanir Bjarni og Þorgerður að auðvelda líka.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.4.2009 kl. 15:23

5 identicon

Ég er alls ekkert ósammála þér Guðmundur, bara benti á hvaða stóru áhrif þetta hefði - með því að þurfa ekki að rjúfa þing til og kjósa er í raun verið að taka algjörlega af almenningi möguleikann á að tjá sig um stjórnarskrárbreytingar og eitt af því sem verður auðveldara er nákvæmlega það sem þú segir, þingið getur þá gengið frá inngöngu í ESB án þess að þjóðin fái neitt um það að segja.

Gulli (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 15:48

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Úps L listinn hættur við framboð.  Þar fór það Guðmundur! Nú verður gangang greið inn í ESB skv. fyrri færsum þínum, en þar voru allir hinir flokkanir á hraðferð inn í ESB samkvæmt því sem þú sagðir þar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.4.2009 kl. 17:18

7 identicon

Sæll Jónas minn.

Varst þú hafður með í ráðum um að leggja L listann niður.

kv sjh

Sigurður j hafberg (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 18:46

8 Smámynd: Fannar frá Rifi

Núna er bara að kjósa sjálfstæðisflokkinn. hann er eini valkostur fullveldissinna. VG eru tilbúnir að fórna öllum málum til að sitja Samfó og framsókn hefur ákveðið að stefna flokksins sé esb og evra.

þannig að íllu heilli fyrir þið Guðmund þá er það bara sjálfstæðisflokkurinn sem stendur vörð um fullveldið. Formaður og varaformaður flokksins eru bundin af landsfundar ályktunum ásamt því að mikill meirihluti sjálfstæðismanna eru algjörlega á móti inngöngu í ESB. 

Fannar frá Rifi, 3.4.2009 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband