Baldur Þórhallsson í framboð fyrir ESB-trúboðið


   Vísir.is greinir frá því að Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur
skipi sjötta sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. En hann
hefur hingað til verið betur þekktur sem fræðimaður á sviði stjórn-
mála fremur en þátttakandi. En helstu fjölmiðlar landsins hafa
mjög oft leitað til hans sem óháðs fræðimanns við Háskóla Íslands
um stjórnmál og Evrópumál. - Skoðanir hans hafa þó ætíð litast
af hans sósíaldemókratisku viðhorfum og ást hans á Evrópusam-
bandinu. Enda segir Baldur við Vísir, að hann taki sæti á framboðs-
lista Samfylkingarinnar til að berjast af alefli fyrir inngöngu Íslands
í ESB.  Er því gleðilegt að Baldur sé nú endanlega kominn út úr
hinum pólitíska skáp. Mjög undarlegt hefur verið hvað sumir fjöl-
miðlar eins og á vegum ríkisins hafi oft sótt í smiðju Baldurs, því
aldrei leyndi sér hans pólitísku túlkanir. Nú hlýtur algjör breyting
að verða á því, sem er mikill léttir.

   Annars er það að verða mannfræðilegt rannsóknarefni hvernig
ESB-trúboðið er farið að heltaka suma. Því þegar fyrir liggur hversu
meiriháttar efnahagslegt tjón það yrði fyrir Ísland að ganga í ESB.
Ekki síst í dag þegar sjávarútvegurinn er orðinn okkar helsti at-
vinnuvegur eftir bankahrun, og að kvótinn á Íslandsmiðum myndi
hverfa í hendur útlendinga með tíð og tíma með skelfilegum efna-
hagslegum afleiðingum fyrir íslenzkt hagkerfi gangi Ísland í ESB. 
Þá yrðu aðrar mikilvægar auðlindir okkar í stórhættu, sbr olía á
Drekasvæðinu,  en í Brussel ræða menn sameiginlega stjórnun og
nýtingu á öðrum auðlindum en á sviði sjávarútvegs.

   Já, það er svo sannarlega þörf á að fram fari líka mannfræðileg
rannsókn á minnimáttarkend margra ESB-sinna, eins og sjálfs
forsætisráðherra, sem enga trú hefur á íslenzkri framtíð lengur.
Forsætisráðherra sem telur sitt æðsta pólitíska hlutverk í dag, að
koma Íslandi undir erlent vald með stórskertu fullveldi og sjálf-
stæði.  Sem betur fer getur þjóðin losað sig við slíkan and-þjóð-
legan forsætisráðherra í komandi kosningum! Og það mun hún
gera!!!!!!!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góð grein hjá þér, bróðir í baráttunni, svo sem það sem þú ritar um þennan [forhenværende?] Skugga-Baldur. Þó veit ég ekki með spádómsgáfu þína í lokaorðunum. En undarlegt má það heita, ef Jóhanna inspírerar marga með ræðum sínum syfjulegum.

Mig langar í leiðinni að benda þér á nýbirt, allmikið yfirlit á Vísisbloggi mínu: Blaðaskrif JVJ í 30 ár, I: Alþjóðamál; þar kennir ýmissa grasa.

Með kærri kveðju,

Jón Valur Jensson, 6.4.2009 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband