Ráðist á íslenzka hagkerfið í boði Alþjóðagjaldeyrisjóðsins


    Á RUV.í gær sagði Michael Hudson, prófessor í hagfræði við
Missouri-háskóla, að íslenzka ríkið eigi EKKI að borga skuldir
sem það hefur ekki sjálft stofnað til, og að hætta eigi öllu
samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Verið sé hreint og
klárt að ráðast á íslenzka hagkerfið. Markmiðið með árás-
inni  sé að ná yfirráðum  yfir  okkar náttúruauðlindum  og
fjármunum fyrir alþjóðlega auðhringa.  Í Silfri Egils  í  gær
sagði Hudson að Íslendingar átti sig ekki á þessu, og haldi
að það séu eðlilegir viðskiptahættir að lánadrottnar krefjist
þess að fá greitt strax, en svo sé ekki. Lífsgæði geta ekki
aukist undir þessum kringumstæðum, þegar vextir og skuldir
eru að sliga þjóðarbúið sem geti ekki staðið undir greiðslunum.
Hudson gagnrýnir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn fyrir að láta Ísland
greiða af skuldum sem það ræður ekki við, og mælir með því að
samstarfinu við sjóðinn verði hætt.

   Það er sorglegt hvernig Íslendingar láta fara með sig. Fyrst
að eftirláta misvitrum stjórnmálamönnum að stofna til reglu-
verks með EES-samningnum, sem engan veginn samrýmdist
hinu smáa íslenzka hagkerfi. Og gefa síðan  fáum mafíósa-
útrásarvíkingum algjörlega lausan tauminn innan þessa
stórgallaða  regluverks, með þeim  hörmulegu  afleiðingum,
að efnahagslegt hrun varð með skelfilegum afleiðinggum fyrir
hina íslenzka þjóð.  Síðan verður Íslandi nánast allt að falli.
Misvitrir stjórnmálamenn halda áfram að gera hripaleg mistök,
og eftirláta hinum glæpsamlega Alþjóðlegagjaldeyrissjóði nán-
ast alla efnahagsstjórnina, í engu samræmi við íslenzka hags-
muni og veruleika. Þannig að íslenzka þjóð er nánast föst í
vef sjóðs sem hefur það grundvallarmarkmið að þjóna erlend-
um auðhringum og koma okkar helstu auðlindum í hendur
útlendinga og erlendra fjárpógsmanna.

   EKKERT slíkt hefði gerst ef hér hefðu ráðið þjóðleg öfl  og
þjóðlegir stjórnmálamenn. - Því hefur þörfin á rótækri þjóð-
legri stjórnmálahreyfingu aldrei verið meiri en nú. Þó ekki
væri bara nema til þess að telja í þjóðina kjark og þor, þvert
á núverandi hin vinstrisinnuðu stjórnvöld, sem sjá sinn kost
vænstan að koma þjóðinni endanlega undir erlent vald ásamt
sínum helstu auðlindum, undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Athyglisvert að skoða greinar Hudsons, auk viðtalsins. Hann talar um að verðtryggingin komi í veg fyrir að lækkun á gengi krónunnar gagnist sem skyldi, hana þurfi því að afnema. Þá fyrst muni lækkun gengisins geta haft tilætluð jákvæð áhrif.

Þetta væri náttúrulega ekki hægt nema með því að hafa eigin gjaldmiðil, enda nefnir hann það ekki einu orði að skipta út krónunni. Samt eru menn enn að tala um það í fullri alvöru að fara út í einhliða upptöku á erlendri mynt. 

Haraldur Hansson, 6.4.2009 kl. 12:56

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hudson hefur líka komið fram með þá kenningu að fella niður allar skuldir í heiminum og byrja upp á nýtt. Rökstyður það með þeim rökum að þetta hafi verið gert hér fyrr á öldum þegar að menn komust í vandræði. Finnst þetta nú full ódýrt hjá honum. Held að það yrði nú lítið eftir í mörgum löndum t.d. Sviss ef að öll útistandandi lán þeirra væru strokuð út. Þá væri stoðunum kippt undan þeim. Og svo gleymir hann að lán eru eina leið banka til að ávaxta fé sem fólk leggur inn hjá þeim.

Hann og fleiri tala eins og að stór hluti lána okkar sé við Alþjóðagjaldeyrissjóðin en það verða í heild aðeins um 200 milljarðar minnir mig. Þeir lánuðu okkur aðeins 2/5 af pakkanum sem við fengum í kjölfar samninga við þá. Hitt er frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi; Færeyjum og Rússum. Þannig að ég sé ekki alveg þetta samsæri á vegum IMF.

Sjálfstæðismenn eru nú á þingi að koma í veg fyrir að við tryggjum eignarrétt okkar á auðlindum svo að verstu spár um ásókn útlendinga í þær geti ræst.

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.4.2009 kl. 17:22

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Annars er það líka stór hneyksli sem lýsir best þessum Alþjóðagjaldeyrissjóði, að taka strax 5% okurvexti af láunum þótt þau verða
aldrei notuð, eins og gerst hefur hjá okkur núna. Erum í dag að greiða
fleiri milljónir í vexti á dag til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem af láni sem við höfum aldrei notað. Bara ekki dæmi um mafíósatilburði þessa sjóðs.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.4.2009 kl. 20:34

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Átti að vera í lokin. ,,Bara EITT dæmi um mafíósatilburði þessa sjóðs"

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.4.2009 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband