Vítaverð afstaða Samfylkingarinnar í Evrópumálum
8.4.2009 | 00:19
Það að Samfylkingin skuli VOGA sér að stefna á ESB-aðild án
neinna samningsmarkmiða er ekkert annað en vítaverð óþjóð-
hollusta af versta tægi. Sem sýnur hversu and-þjóðlegur og
ábyrgðarlaus flokkur Samfylkingin er gagnvart íslenzkum hags-
munum. Nú örfáum dögum fyrir kosningar liggur EKKERT fyrir
um samningsmarkmið Samfylkingarinnar komi til aðildarvið-
ræðna. Alla vega hafa þau markmið EKKI verið kynnt þjóðinni
í einstökum liðum nú fyrir komandi kosningar, enda ekki til
sem formlegt samþykkt plagg innan flokksins. Sem segir að
Samfylkinginn virðist FJANDANS SAMA um alla íslenzka hags-
muni, inn SKULI Ísland, hvað sem það kostar. Hvernig getur
nokkur ÍSLENDINGUR kosið slíkan and-þjóðlegan flokk? Og
það undir forystu hinnar lævísu Jóhönnu Sigurðardóttir ?
Hinn ESB-flokkurinn, Framsókn, má þó eiga að hafa kynnt
þjóðinni sín samningsmarkmið. Engu að síður er Framsókn
orðin alræmdur ESB-flokkur eins og Samfylkingin. Því enginn
sækir um það sem viðkomandi er ekki að skapi.,
Það yrði hörmulegt ef þjóðin gerir þann flokk sem augljóslega
vinnur leynt og ljóst gegn hagsmunum Íslands, bæði efnahags-
legum og pólitískum, Samfylkingunni, að forystuafli í íslenzkum
stjórnmálum nú eftir kosningar. -
Íslenzkir kjósendur verða að forða þjóðinni og Ísland frá þeirri
ógæfu!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Og hvað ætlar þú að kjósa kúturinn minn? Íhaldið, yfirspillingarflokkinn? Nei, þá hlýtur þú að kjósa Vinstri Græna. Ekki satt? Það mun alltaf verða þjóðar atkvæðagreiðsla um þetta mál svo þú getur andað rólega. Vonandi sefur þú vel þrátt fyrir ofsahræðsluna.
Davíð Löve., 8.4.2009 kl. 00:53
Heill og sæll; Guðmundur Jónas, og aðrir þeir, sem hans síðu geyma og brúka !
Guðmundur ! Sannast; sem fyrr - Sf; er sannkölluð óþrifa hreyfing.
Davíð Löve ! Hygg; af þeim kynnum, sem ég hefi haft, af Guðmundi, að þá megi nú fremur; brigsla flestum öðrum, um hræðslu, en hann, svo til haga sé haldið.
Það eru til, fleirri valkostir, til kjörs, en þú nefnir hér, Davíð minn.
Með beztu kveðjum, sem fyrr /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 01:00
Nei kúturinn minn. Mun allra síst kjósa hina andþjóðlegu ESB-sinnuðu
Vinstri grænu. Hækju hinnar ESB-sinnuðu Samfylkingu. Vonandi sefur þú
rótt í nótt kúturinn minn Davið Löve.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.4.2009 kl. 01:01
Þakka þér innlitið Óskar minn.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.4.2009 kl. 01:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.