Vinstri grænir svikarar í Evrópumálum



    Í kosningasjónvarpi úr Kraganum í kvöld kom mjög skýrt fram
að Vinstri grænir eru SVIKARAR í  Evrópumálum. Guðfríður Lilja
oddviti VG undirstríkaði þar, að VG vildu láta fara fram ,,lýðræðis-
lega atkvæðagreiðslu", eins og hún orðaði það, um aðild að ESB.
M.ö.o Vinstri grænir munu samþykkja aðildarviðræður og þar með
umsókn Íslands að ESB eftir kosningar, og koma þannig  til  móts
við Samfylkinguna til að áframhald verði á núverandi vinstristjórn.
Þetta er líka túlkun forystu Samfylkingarinnar sem forystumenn
VG hafa alls ekki neitað. Vinstri grænir eru því í raun orðinn ESB-
flokkur, eins og Samfylkingin, Framsókn og svokölluð Borgara-
hreyfing.  En allir þessir flokkar vilja umsókn að ESB.

  Athygli vekur að formaður Sjálfstæðisflokksins hefur breytt mjög
um áherslur í Evrópumálum nú eftir landsfund, og er það vel. Þá
virðast Frjálslyndir hafna ESB-aðild, sem einnig  ber að virða. 
Því miður tókst fullveldissinnum ekki að bjóða fram í þetta sinn
vegna tímaskorts, en munu örugglega koma sterkir til leiks næst,
því allt útlit er fyrir að komandi þing verði stutt. Því allt útlit er fyrir
mjög hörð pólitíks átök framundan, bæði vegna efnahagsástand-
sins, og þess, að Samfylkingin með Jóhönnu Sigurðardóttir í farar-
broddi, munu kljúfa þjóðina í herðr niður í tvær hatrammar fylkingar
í Evrópumálum. - Því allir fullveldis-og sjálfstæðissinnar munu grípa
til ALLRA aðgerða til að koma í veg fyrir ráðabrugg landssöluliðsins. 
mbl.is VG tvöfaldar fylgið í Kraganum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Það fer að verða erfitt fyrir okkur fullveldissinnana að finna hvar við eigum að setja Xið okkar eftir að L -listinn neyddist til að draga sig í hlé. Í dag sé ég ekkert nema Frjálslynda eða þá að skila auðu, og það líkar mér illa.

Ísleifur Gíslason, 9.4.2009 kl. 01:05

2 identicon

Heilir og sælir; Guðmundur Jónas og Ísleifur, líka sem aðrir þeir, hverjir geyma síðu Guðmundar, og brúka !

Ísleifur ! Ég hygg; að með svardögum mínum - sem heitingum, til þeirra Guðjóns Arnars, á dögunum, muni þeir kappkosta - að standa ódeigir, við fullveldis skyldu sína, alfarið.

Því; má ljá þeim atkvæði, að óröskuðu.

Þeir Guðjón vita; að ég er harðskeyttur, í lifanda lífi - afturgenginn; myndi ég þeim eilífðar kvalræði verða, og þetta vita þeir, glöggt !

Með; hinum beztu kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 02:51

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Tek undir það Ísleifur. Erfitt fyrir okkur fullveldissinna að kjósa í dag.

Nei Sveinn Elías. Fullveldið er ekki til sölu, og á því alls ekki að kjósa um
það.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 9.4.2009 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband