Bretar komast enn upp með að smána Íslendinga


     Fréttin í einum vinsælasta þætti BBC um hvernig einhver
Breti hafi tapað öllu sínu  á hruni  íslenzku  bankanna, sýnir
hversu yfirgengilega íslenzk stjórnvöld hafa brugðist íslenzku
þjóðinni í að verja hennar málstað. Meir að segja enn það dag
í dag komast bresk stjórnvöld upp með það að hafa á okkur
Íslendingum bresk hryðjuverkalög.  Hvar annars staðar  á
byggðu bóli myndi nokkur ríkisstjórn líða slíkt?  HVERGI!

   Það var mikil þjóðarógæfa að þegar bankahrunið varð  að
þá skyldi vera hér handónýt sósíaldemókratísk ríkisstjórn í
boði þáverandi  glámskyggnar  forystu Sjálfstæðisflokksins.
Utanríkisráðherra  brást  gjörsamlega  í  því  að  halda uppi
sterkum vörnum fyrir íslenzkum hagsmunum, og gerir enn. 
Þess vegna m.a birtist svona ömurlegt afskræmt viðtal á BBC
í dag, sem sýnir bakara hengdann fyrir smið. Því bresk stjórn-
völd komu bankahruninu af stað, með hrikalegu efnahagslegu
afleðingum fyrir hina  íslenzka þjóð.

   Vonandi að þjóðin upprísi nú og refsi hinum sósíaldemókrat-
isku stjórnvöldum ærlega fyrir aumingjaháttinn og sviksemina
fyrir að hafa ekki staðið vaktina í því að verja íslenzka hagsmuni
og málstað. -  Það er alveg með ólíkindum að þessi and-þjóðlegu
stjórnvöld skulu enn sitja í ríkisstjórn Íslands.

  Gleðilega páska !
mbl.is Tapaði öllu á íslenskum bönkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Sumir sjá gjarnan flísina í auga bróður síns án þess að geta komið auga á bjálkan í eigin auga.

Við erum bærilega góð í að smána okkur sjálf þakka þér fyrir.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 12.4.2009 kl. 11:53

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Lítil er þín krata-sál Ingibjörg, en gleðilega páska samt!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.4.2009 kl. 12:00

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Eigum við að fara fram á að framleiðendur þáttana verði reknir? Guðmundur bankarnir okkar hrundu og fullt af Bretum töpuðu fullt af peningum. Alveg óháð hryðjuverkalögunum! Það er öllum ljóst að bankarnir hefðu hrunið hvort eð er. Þeir voru of skuldsettir!

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.4.2009 kl. 12:06

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Hefði verið haldið á málum okkar af þjóðlegri festu hefði þessi
þáttur á BBC ekki verið sýndur. Að þú skulir VOGA  þér Magnús að líta
fram hjá hinum stóra þætti breskra stjórnvalda í bankahruninu við að
beita bankanna hryfðuverkalögum, er alveg dæmigert um siðblindu ykkar
krata. Enda gerðu þig EKKERT í málinu til að koma málstað okkar á framfæri.
Bankarnir voru jú skuldsettir, en aðgerðir Breta komu hruninu af stað,
eins og þeir sjálfir viðurkenna óbeint í skyrslu breskrar þingmannanefndar
fyrir skommu, og sem nefnd okkar um Icesave ruglið hyggst nota mástað
okkar til styrktar.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.4.2009 kl. 12:29

5 Smámynd: Atli Víðir Arason

Jú vissulega var þetta illa gert af breskum stjórnvöldum þó að þau hafi nú reyndar ekki komið hruninu af stað, en ég er varla að trúa því að þú takir sjónvarpsþátt alvarlega, varla er þessi þáttur sé grófari en spaugstofan hvað varðar smán þjóðarinnar.

Atli Víðir Arason, 12.4.2009 kl. 12:47

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Atli Viðar. Þetta er ekki spurning hvort ÉG taki þennn vinsæla breska þátt
alvarlega. Heldur vegna aumingjaskapar íslenzkra stjórnvalda gagnvart
breskum stjórnvöldum að þessi ímynd þjóðarinnar skuli enn í dag vera
matreidd ofaní breska sjónvarpsáhorfendur.  Geri mikinn mun á gamansömu spaugi og alvarleika eins og þennan í boði Samfylkingarinnar!
Sem er ALLSTAÐAR með skottið milli lappanna þegar þarf að verja
okkar málstað og hagsmuni, enda aðal stefna hennar að koma okkur
endanlega undir erlend yfirráð, þ.á.m Bretanna.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.4.2009 kl. 13:04

7 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Að vera sæmilega góð manneskja er það sem telur mest hvað mig varðar, þakka þér kærlega samt.

Ég held að þú ættir Guðmundur Jónas Kristjánsson að hafa það gott núna yfir páskahátíðna og síðan fram að upprísu ættir þú að fara í smá naflaskoðun. 

Þú gætir kannski byrjað á því að fara aftur í þann tíma þegar Íslendingar fóru í þorskastríðið.  Þú ert orðin nógu gamall til að muna eftir því þegar Bretar ætluðu að vaða yfir okkur hér á árum áður.  Þá höfðum við góðan málstað að verja.

Í dag höfum við ekki látið það yfir okkur ganga að leyfa misvitrum stjórnmálamönnum (sem ættu auðvitað að vera bak við lás og slá)  hlunnfara okkur og leyfa misyndismönnum arðræna okkur bæði til sjós og lands,  Þá höfum við leyft það með andvaraleysi og kosningarétti ollar að baða yfir aðrar þjóðir í sama tilgangi. 

Við eigum fordæmingu þeirra skilið.  punktur!

Gleðilega páska og stormasama upprisu!

Ingibjörg Friðriksdóttir, 12.4.2009 kl. 13:30

8 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Var gleraugnalaus og sé að það eru margar innsláttarvillur, bið þig að afsaka þær og leiðrétta ef þú getur

kveðja,

imbakratasál

Ingibjörg Friðriksdóttir, 12.4.2009 kl. 13:31

9 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Heyrðu mig nú Benedikt Jónasson. Það kemur úr hörðustu átt að saka mig um USA-málpípu.  Þvert á móti hef ég verið ætíð samkvæmur sjálfum mér í þjóðlegum viðhorfum, hver sem í hlut á.

Það er ÖMURLEGT já að hafa hér úrkynjaða vinstristjórn, sem hefur misst
ALLA TRÚ á ÍSLENZKA FRAMTÍÐ. Jú þetta er sálrænt meðal margra vinstrisinna, að vera með brenglaða sjálfsmynd, og hafa hvorki kjark né
vilja til að standa í eigin lappir og standa fyrir sínu.  Sovét-Ísland var drauma-hækjan í denn, nú ESB-ÍSLAND. Og það Benedikt með svo mikla
sjálfseyðingarhvöt á háau stígi að Samfylkingin hefur ekki einu sinni
samið samnigsmarkmið varðandi ESB og kynnt þjóðinni. INN SKAL Ísland Í ESB HVERN ANDSKOTANN sem það kostar. Því bara það að allur kvótinn á
Íslndsmiðum verður liggjandi fyrir hunda og manna fótum á öllu ESB-
svæðinu, með hrikalegum efnahagslegum afleiðingum fyrir íslenzka þjóð,
er Samfylkingunnu bara andskotans sama um. Þvílík óþjóðhollusta?
Þvílík föðurlandssvik Benedikt!

En hvers vegna í ósköpunum flytjið þið þessir áköfustu ESB-sinnar ekki bara
út til hinna ESB-sæluríkja, og leyfum þá okkur ÍSLENDINGUM sem viljum
hér búa við þjóðfrelsi og íslenska framtíð að vera í fríði?. Skv EES-samningnum er mjög auðvelt fyrir ykkur að flytjast burt til ESB-ríkja, fyrst þar er svona mikil himnasæla.

Ég myndi glaður greiða ESB-farmiðaskatta fyrir ykkur út. Því með ykkar
málflutningi koðnar þjóðin niður í eymd og volæði og vonleysi á framtíðina.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.4.2009 kl. 13:49

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kæri Guðmundur.

Takk fyrir þessa góðu páskahugvekju. 

Það þyrfti að efla þjóðrækni og siðferði og það er gott að þú skulir leggja því lið.

Eigðu góða páskahelgi.

Sigurður Þórðarson, 12.4.2009 kl. 14:39

11 identicon

Þú ert allavega með hjarta Guðmundur, það máttu eiga.

Það er skárra að vaða vitleysu og meina það heldur en að gera eitthvað gáfulegt en vera ekki alvara...

held ég...

Þú ert allavega bersýnilega mikill vitleysingur og þér er skömm að eigin bloggi.

Drullar yfir fólk sem hefur þó tekið sér þann tíma í að svara þínu annars vart svaraverða rugli. Það er miður.

En hvað um það - svo við lítum aðeins á punktana þína:

Bankahruns bullinu hefur nú þegar verið svarað og það hefur komið fram að bankahrunið var vissulega óumflýjanlegt og það að bretinn búi til sjónvarpsþátt þar sem ein persóna tapar aleigu sinni í hlutabréfa gambli skiptir nákvæmlega engu andskotans máli.

Það væri nær að þú myndir einbeita þér að einhverju uppbyggilegu í staðinn fyrir svona vitagangslaust, smámunasamt ræfilsvæl.

Og mikið djöfull andskoti sem það pirrar mig þegar oflátungar reyna að líta út fyrir að vera gáfulegir með því að nota stafinn "zeta". Andskotinn hafi það, það er búið að taka þennan ljóta, heimska staf úr stafrófinu og það er bara alls ekkert gáfulegt eða töff að nota þetta helvíti...það er au contrair beinlínis heismkulegt og ljótt.

Ég er sammála þér þar að það er ekki gáfulegt að ætla inn í ESB sama hvað það kostar. Það er réttur punktur, en þú virðist byggja hann á röngum forsendum.

Það pirrar mig svo mikið þegar vitleysingar stökkva til og tala um ESB í sambandi við kvótakerfið.

Það er gegnumgangandi að þessir menn vita lítið sem ekkert um ESB og jafnvel enn minna um kvótakerfið.

Kvótakerfis raunveruleikinn sem við horfum á í dag er bara alls ekkert svo bjartur. Greinin er þannig uppbyggð að ALLIR sem stunda hana eru skuldsettir upp í rjáfur og nýliðun er ómöguleg. Jóhanna stökk reyndar til og boðaði breytingar, 5% eignaupptöku á ári sem væri síðan boðið upp, en flestir leikskólakrakkar gera sér grein fyrir því að það er gjörsamlega út í hött heimskulegt og fáránlegt.

Menn þurfa að hætta þessari helvítis Evrópu HRÆÐSLU og gera sér grein fyrir því að VIÐ HÉR Á ÍSLANDI erum algjörir HELVÍTIS AUMINGJAR þegar það kemur að eigin fiskveiðistjórnunarkerfi.

Við kunnum ekki neitt og getum ekki neitt og það er ekkert til að skammast sín fyrir.

Okkur tókst að hann handónýtt fiskveiðistjórnunarkerfi sem er allt að drepa og það lítur út fyrir að okkur takist að gera það enn verra með miskunarlausri eignaupptöku gerð til þess að leyfa almúganum að njóta ágóðans af erfiði lítils hluta landans (og þeir sem sjá ekki hversu heimskulegt það er...)

Evrópa er að öllum líkindum færari en við að hugsa um okkar mið. Því miður.

Evrópa er ekki að fara að koma hingað og ryksuga upp allann fiskinn okkar. Andskotinn hafi það, við stundum verri fiskveiðiaðferðir heldur en nokkurntímann Evrópa.

Sbr. það að við leyfum frystitogara upp að 3mílum. 3 mílur er mjög stutt vegalengd.

Ég lendi iðulega í því á mínum handfærabát að standa í BARÁTTU við 500 tonna frystitogara um veiðisvæði!

Og þið haldið að Evrópsk fiskveiðistjórnun sé eitthvað mörder.

Evrópa er þó allavega búin að banna þetta.

Djöfulsins vitleysa sem rennur úr mönnum sem hafa ekki nennt að kynna sér hlutina, heldur ákveða að röfla á bloggi og básúna sína vitleysu þar.

Þetta er til skammar.

Hjörtur A. Guðmundsson (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 14:45

12 Smámynd: TARA

Jæja, eru ekki allir boltanum ??

Fjörugar umræður....en vildi bara segja að ég er mjög ósátt við Bretana núna...það á ekki að láta þá komast upp með þessi hryðjuverkalög gegn okkar litlu þjóð sem á enga hryðjuverkamenn !!

En eigið góða og gleðilega páska

TARA, 12.4.2009 kl. 15:16

13 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hjörtur minn. Ertu svona slæmur á taugum, að það má ekki ANDA á ykkar
ESB-þvaður ykkar. Bara það eitt að vera svo snarblindur kettlingur að vilja
hvorki sjá né skilja að bara við það að fara inn í þetta hnignandi svovéstka
miðstýringarhelsi ESB, sem fljótlega á eftir að springa í loft upp og gefa upp
öndina, mun okkar helsta fjöregg, fiskurinn umhverfis Ísland, lenda í klóm
erlendra fjárglæframafíósa. Helt að Íslendingar væru búinir að fá sig full
sadda af þessu EES regluverki öllu, sem leyfði örfáum mafíósum og  svokölluðum útrásárvíkingum að leika lausum hala, og rústa helt þjóðfélag,
allt í boði þessara andskotans regluverka frá Brussel. Og nú á að gera
enn betur, leyfa erlendum aðilum að kaupa sig inn í íslenzkar útgerðir,
og þar með eignast kvótann og komir bakdýramegin inn í okkar dýrmætu
fiskveiðilögsögu. Með hrikalegum efnahagslegum afleiðingum fyrir land
og þjóð. Að það skuli vera upp hér þvílíkir föðurlanadssvikrarar sem mæla
slíku bót er meiriháttar sörglegt. Hvað flatmagahátturinn og aumingja-
skapurinn virðist enn grassera meðal sumra hérlendis er átakanlegt.
En einmitt með því að ganga í ESB erum við að gera þjóðina stórfátæka
til frambúðar. Fáttlka hjálegu norður í dumbshafi. Værum að svíkja allar komandi kynslóðir.  Það er til háborinnar SKAMMAR Hjörtur A Guðmundsson!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.4.2009 kl. 15:24

14 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Ingibjörg. Auðvitað átti fyrir lifandis löngu að vera búið að handjárna ALLA
mafíósasanna sem rústuðu hér öllu. Það breytir ekki því að við áttum LÍKA
að mæta Bretum af FULLRI HÖRKU strax í upphafi. Það gerðum við alls ekki
fyrir AUMINGJAHÁTTAR og and-þjóðlegra viðhorfa Samfylkingarinnar, sem
ALLTAF HEFUR STAÐIÐ GEGN ÍSLENZKUM HAGSMUNUM. Minni þig á talandi um landhelgisstríðið við Breta, að það var einmitt Alþýðuflokkurinn, forveri
Samfylkingarinnar, sem var á móti útfærslu fiskveðilögsögunar strax í upphafi, og samþykkti að ekki mætti færa hana út nema með samþykki
Aljóðadómstólsins í Hag. Þá voru fjölmargir kratar á móti lýðveldisstofnunni 1944 vega hernáms Danmerkur, og þannig mætti lengi telja um sviksemi
ykkar krata gagnvart landi og þjóð.  Enda farið þið nú í fararbroddi til að
koma Íslandi undir yfirráð Brusselsvaldsins.  Þið ættuð sannarlega að
skammast ykkar gagnvart þjóðinni sem þið viljið knésetja! 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.4.2009 kl. 15:38

15 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Já Sigurður. Góða páska. Sjáumst!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.4.2009 kl. 15:51

16 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sammála þer Guðmundur Jónas! Íslendingar eru aumingjar og hafa alltaf verið. Gleðilega páska.

Óskar Arnórsson, 12.4.2009 kl. 23:03

17 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Það voru alls ekki mín orð Óskar, en gleðilega páska!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.4.2009 kl. 00:17

18 identicon

Sæl Öllsömul.

Fjörugar og athyglisverðar umræður.

Því miður virðist álit annara þjóða á íslendingum þessa dagana vera misjafnt.

Saga efnahagsmála á Íslandi gegnum tíðina sýnir að þar hefði okkur mátt takast betur.

Varðandi umræður um aðild eða ekki aðlid að hinum og þesum bandalögum, þá gleymist oft að spyrja, hvort og hvernig við komust út úr slíkum samböndum ef okkur skyldi ekki líka þar vistin.

Persónulega finnst mér gott að geta bæði átt kökuna og étið hana, en það er víst ekki hægt, eða hvað ?

Kveðja,

Heimir H. Karlsson.

Heimir H. Karlsson. (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 01:07

19 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þannig skildi ég þig alla vega. Orðin skelfilega riðgaður í íslensku.  

Óskar Arnórsson, 13.4.2009 kl. 01:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband