Samfylkingin í skuldasúpu, siðblindu og meiriháttar óþjóðhollustu!


   Athygli vekur að Samfylkingin sem fer fyrir ríkisstjórn Íslands
er í algjörri skuldasúpu. Upplýst hefur verið að í árslok 2007
námu skuldir stjórnmálaflokkanna 474. milljónum. Af þeirri
skuld  nam skuld Samfylkingarinnar hvorki meir né minna en
163 millj. ef skuldir Íslandshreyfingarinnar kr 29 millj. eru með-
taldar, sem hlýtur að teljast eðlilegt fyrst Íslandshreyfingin
hefur nú gengið inn í Samfylkinguna.

   Það væri því mjög viðeigandi að Samfylkingin upplýsti nú hver
væru hennar helstu lánadrottnar. Mjög  mikilvægt  er  að  vita
hvaða lánadrottnar  það  eru  sem  stjórnmálaflokkur eins og
Samfylkingin er hvað  háðust.  Því  í  raun er litill munur á lána-
drottnum og styrkþegum til stjórnmálaflokka. - Þá er alkunn-
ugt, að Evrópusambandið styður ótal  pólitíska aðila utan sem
innan sambandsins í öllum myndum og gerðum. Einkum þá aðila
sem mjög hallir eru undir sambandið, ekki síst  í  löndum utan
þess sem sambandið hefur sérstakan áhuga á, í þessu tilfelli
Íslandi.  Þessir styrkir geta verið allskonar, þótt þeir rati ekki
beint inn í sjóði viðkomandi stjórnmálaflokks. Jafnvel er mjög
vel þekkt að ákveðnir einstaklingar innan Samfylkingarinnar
hafi hlotið laun fyrir að  vera á mála hjá Evrópusambandinu
gegnum árin.  Sem er í raun mjög alvarlegir hlutir, svo ekki
sé meira sagt! Íhlutun í íslenzk innanríkismál!

   Samfylkingin er því siðblindaðisti stjórnmálaflokkurinn á Íslandi
í dag. - Þó ekki væri fyrir nema það eitt að vilja koma landi og
þjóð undir erlent  vald, og  þar með  dýrmætustu  auðlindunum,
eins og fiskinum í sjónum.  Bara fyrir þá siðblindu eina og óþjóð-
hollustu, ætti hin and-þjóðlega Samfylking að  fá  makleg  mála-
gjöld í komandi kosningum. - Mistök Sjálfstæðisflokksins í dag
eru aðeins sem  hjáróma rödd miðað við allt  það launráð sem
Samfylkingin bruggar nú  þjóð sinni í dag undir forystu hinnar
lævísu og and-þjóðlega, forsætisráðherra,  Jóhönnu Sigurðar-
dóttir...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hvaða erlenda vald er Samfylkingin að koma okkur undir? Ef við erum hluti af ESB þá erum við væntanlega hluti af valdinu? Og skv. þessu erum við undir alþjóðlegu valdi fyrst við erum í Sameiniðuþjóðunum. Fjölþjóðlegu valdi af því að við lútum reglum EFTA. Erlendu valdi af því við erum með EES.

En fyrir utan EES þá erum við aðilar að samningi þar sem við höfum ásamt öðrum þjóðum völd. Þannig er það í ESB. Þjóðirnar stjórna ákveðnum málum saman. Þetta er aðallega til að allir séu að vinna í sama umhverfi og eftir sömu reglum og þar með að tryggja jafnræði milli markaða og þjóða.

ESB er ekki eitthvað sjálfstætt ferlíki sem gleypir þjóðir. Þú verður að minnstakosti að benda mér á þá þjóð sem hefur misst allt sitt vegna þess að hún gekk í ESB

Magnús Helgi Björgvinsson, 13.4.2009 kl. 00:46

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Er orðinn hundleiður á þínum litilmátlegu vörnum hér fyrir Samfylkinguna og hennar föðurlandsvík að koma Íslandi inn í erlent
ríkjabandalag sem ESB vissulega er, og sem vægi Íslands yrði nánast
1 á móti 700 á Evrópuþinginu.  - Bara nenni ekki að síendurtaka öll
mótrökin við þig Magnús, þettu eru trúarbrögð hjá þér sem engin rök virðast virka á!  Þú ert í ESB-trúboðinu sem tekur ENGUM rökum, og ALLRA
SÍST öllum þeim ÞJÓÐLEGU, sem ykkur virðist andskotans sama  um. Enda
hefur hin óþjóðholla Samfylking nú korter fyrir kosningar ekki enn kynnt
þjóðinni hennar samningsmarkmið gagnvart ESB-aðild.  Föðurlandssvikin
eru því  ALGJÖR þar á bæ undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttir.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.4.2009 kl. 01:00

3 identicon

Mig langar að spyrja þann sem skrifar reglulega hér á þennan vef og segist heita Guðmundur Jónas Kristjánsson .

Hver er að borga þér fyrir allan óhróðurin sem þú ert að skrifa hér ?

Þú vandar ekki andstæðingum þínum kveðjunar, en verst er það að þú tekur út skrif þar sem þú ert krafin svara á svívirðingum þínum í garð aðila sem þú þekkir ekkert !

Segðu okkur frá því hver er að greiða þér fyrir róburð ?

Sjáðu það sem þú skrifar hér fyrir ofan !

JR (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 03:03

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég þakka Guðmundi Jónasi fyrir hans virku frelsisvörn

Takk Guðmundur Jónas!

Að vera borgaralega sinnaður eða ekki. Að vera eða vera ekki. Lesist vel og vandlega.

Skyldir þú vera í vafa um hvort þú ert borgaralega sinnaður eða ekki, hugsaðu þá bara smástund um Evrópusambandið. Ef það streyma um þig heitir Samfylkingar-straumar við tilhugsunina um hið yfirríkislega bákn sem á heima í heimsins ljótasta bæ, þá ertu sennilega ekki borgaralegur, heldur ertu líklega sósíalisti eða sósíaldemókrati. Þetta er náttúrlega ekki sjúkdómur og heldur ekki ólöglegt, en gengur þó sem betur fer oftast yfir með aldrinum, nema í fáum undantekningartilfellum. Þetta er því miður ekki al slæmt fyrir þig því margir sósíalistar hafa mikil og afgerandi áhrif á samfélagið, samfélaginu sjálfu til mikils skaða. Sem dæmi má nefna suma stjórnmálamenn, blaðamenn, háskólamenntaða menn, kennara, uppeldisfræðinga, listamenn o.s.f.v. sem vilja ala Evrópu upp á ný í eitt skipti fyrir öll.

En fáir þú hinsvegar höfuðverk, ógleðitilfinningu, fyllist efasemdum og haldir fyrir nefið og augun við tilhugsunina um fýluna frá endlausum nýjum lögum og reglugerðum sem eru framleiddar á sjálfvirku erlendu færibandi í aðalstöðvum Evrópusambandsins - og sem eiga eftir að verða lögin og reglurnar fyrir þig ef draumar Samfylkingarinnar allar götur frá 1944 rætast - eða við tilhugsunina um þá beturvitandi massamargmiðlun sem fossar út úr 170.000 manna her embættismanna heimsveldis ESB, já þá ertu sennilega borgaralega innstilltur eða jafnvel með snert af frjáls- og frelsishyggju innbyggða í þinn persónuleika

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 13.4.2009 kl. 09:55

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þakka þer Gunnar kærlega fyrir þitt góða innlegg hér.

JR. Í undantekningartilfellum hendi ég skrifurum út sem eru svo miklar
raggeitur að koma hér inn með allskyns ruddaskap án þess að vera undir
fullu nafni.

JR. Get upplýst þig um að þú ert kominn á athuganlista hér. Dúmpar hér
upp í tíma og ótíma eins  og ´þú sért borgað fyrir það, með allskonar dylgjur. Er klárlega farinn að halda að
þú sért hér leigupenni fyrir ákveðna aðila hér úti í bæ. Mun kanna þetta
betur gegnum IP númer þitt. Reynist það rétt verður þér umsvífalaust
hent út hér  sem pólitískur leigupenni undir fölsku flaggi.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.4.2009 kl. 10:48

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jr. Hef komist að hver þú ert, eins og mig grunaði. Komir þú aftur hingað
inn verður þú umsvífalaust hent hér út  og á þig lokað. Kæri mig ekki um
pólitískar raggeitur  hér undir fölsku flaggi og nafnlausar í þokkabót!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.4.2009 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband