Sjálfstæðismenn hafni ákvæðinu um þjóðaratkvæðagreiðslur !


   Hér með er skoðað á Sjálfstæðismenn að hafna breytingunni á
stjórnarskránni um þjóðaratkvæðagreiðslur. Alveg sérstaklega í
ljósi þess hver hinn raunverulegi tilgangur með breytingunni er
einmitt á þessum tímapunkti. En hann er eingöngu sprottinn úr
herbúðum  ESB-sinna, í þeim tilgangi einum, að auðvelda þeim
allt ESB-ferlið  á næsta kjörtímabili.  Að gera þeim kleyft að gjör-
breyta stjórnarskránni  þannig, að fullveldisframsalið geti átt sér
stað án þess að rjúfa þurfi þing og efnt verði til nýrra þingkosn-
inga. Þetta er búið að vera draumur ESB- sinna um langan tíma,
og gjörsamlega út í hött að láta slíkan draum þeirra rætast. Ekki
síst nú í ljósi þess að skv. skoðanakönnunum er meirihluti þjóðar-
innar bæði á móti aðildarviðræðum og umsókn Íslands að ESB.

   Það er með öllu  óskiljanlegt  að  þeir fjölmörgu  þingmenn á
Alþingi í dag sem hafa lýst andstöðu við ESB-aðild, skuli ekki sjá
þetta lævíslega ráðabrugg ESB-sinna, undir forystu Jóhönnu Sig-
urðardóttir.  Því sérhver sannur ESB-andstæðingur á  Alþingi  Ís-
lendinga á ekki hvað síst að halda vöku sinni gagnvart sérhverri
árás ESB-sinna á sjálfa stjórnarskrána.  - Því hún er fyrsta vígið
sem ESB-sinnar þurfa að ráðast á og breyta, og brjóta, svo  að
landsöluáform þeirria og sjálfstæðisframsal geti náð fram að ganga.
 
  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband